Fréttir
21.10.2024
Peugeot E-5008 rafbíllinn hlaut What Car? verðlaunin
What Car bílablaðið hefur um langt skeið veitt verðlaun fyrir bestu bílana á markaðnum, byggt á strangri prófun og mati á ýmsum eiginleikum eins og gæðum, þægindum, hönnun og tækninýjungum. Í ár var Peugeot E-5008 rafbíllinn valinn „Besti sjö sæta rafmagnsbíllinn.“
Lesa meira
04.09.2024
Nýi Volvo EX90 rafmagnsjeppinn.
Nýi rafmagnsjeppinn Volvo EX90 er byrjaður að renna af færibandinu og á leiðinni til fyrstu viðskiptavina. Fyrstu sendingar af flaggskipi Volvo hafa verið sendar áleiðis til söluaðila í Bandaríkjunum og Evrópu. Fyrstu viðskiptvinir fá bíla afhenta í þessum mánuði. Þegar líður á árið mun afhendingum fjölga og fyrstu viðskiptavinir á Íslandi fá sína bíla afhenta í lok árs og full afköst nást á fyrsta fjórðungi 2025.
Lesa meira
31.08.2024
Viðsnúningur. Rafbílar 46,5% af bílakaupum heimila
Heimilin kaupa í auknum mæli rafbíla skv. nýskráningartölum ágúst mánaðar yfir nýskráningar nýrra og notaðra rafbíla en 46,5% af nýskráningum til heimila voru rafbílar. Á heildarmarkaði fyrir nýja og notaða rafbíla hvort sem er til heimila, fyrirtækja eða bílaleiga var hlutdeild rafbíla í ágúst 44,2%.
Á heildarmarkaði nýrra rafbíla í ágúst var Brimborg stærst innflytjenda rafbíla, Volvo annað stærsta rafbílamerkið og Volvo EX30 annar vinsælasti rafbíllinn í landinu í ágúst. Þegar fyrstu 8 mánuðir ársins eru skoðaðir er Brimborg í öðru sæti innflytjenda með 281 rafbíl og Volvo er annað stærsta rafbílamerkið með 127 bíla. Volvo EX30 er annar vinsælasti nýi rafbíllinn á landinu með 58 bíla og Volvo XC40 vermir þriðja sætið með 52 bíla.
Lesa meira
30.08.2024
Peugeot atvinnubíladagar í Brimborg | Glænýir og endurhannaðir Peugeot sendibílar
Komdu á Peugeot atvinnubíladaga hjá Brimborg við Bíldshöfða 8 í Reykjavík og við Tryggvabraut 5 á Akureyri í október og láttu gæðin vinna með þér.
Við kynnum glænýja og endurhannaða Peugeot sendibíla í fjölmörgum stærðarútfærslum. Endurhönnunin er einstaklega vel heppnuð að innan sem utan og drægnin er enn meiri en áður í rafsendibílunum E-Partner og E-Expert.
Peugeot sendibílar eru fáanlegir beinskiptir og sjálfskiptir í dísilútfærslu og í sjálfskiptir í rafmagnsútfærslu, tveggja eða þriggja sæta, með ríkulegum búnaði, rennihurðum á báðum hliðum, fyrirtaks vinnuaðstöðu með góðu aðgengi og langri ábyrgð.
Láttu gæðin vinna með þér í Peugeot sendibíl!
Lesa meira
22.08.2024
Nú er öruggara að kaupa notaðan rafbíl en notaðan eldsneytisbíl
Árið 2010 voru aðeins um 20 þúsund rafbílar keyrandi á götum heimsins en nú telja þeir meira en 40 milljónir og eru fyrstu rafbílarnir nú um 15 ára gamlir og lifa enn góðu lífi.
Lesa meira
01.08.2024
Volvo frumsýnir rafbílinn EC40
Komdu og sjáðu Volvo EC40 AWD sem er með meiri drægni og styttri hleðslutíma en forveri sinn C40.
Lesa meira
16.07.2024
Nýr Peugeot E-3008 rafbíll frumsýndur í Brimborg Akureyri
Brimborg á Akureyri frumsýnir glænýjan Peugeot E-3008 rafbíl með framúrskarandi drægni, góðum hleðsluhraða, nýju stórfenglegu Panoramic i-Cockpit innra rými, ríkulegum útbúnaði, snjallhleðslu og víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Frumsýningin verður við Tryggvabraut 5 á Akureyri, dagana 17. júlí - 2. ágúst. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða á staðnum og ráðgjöf varðandi hleðslu rafbíla. Það hefur aldreið verið öruggara að eiga rafbíl og á þessu ári mun Peugeot gera það enn auðveldara með breiðustu rafbílalínunni á Íslandi.
Lesa meira
04.07.2024
Brimborg og Defend Iceland í samstarf um netöryggi
Brimborg hefur samið við netöryggisfyrirtækið Defend Iceland um aðgang að villuveiðigátt fyrirtækisins til að styrkja enn frekar varnir félagsins gagnvart netárásum, afla þekkingar á veikleikum tölvukerfa þess og miðla til eflingar netöryggis á Íslandi.
Lesa meira
20.06.2024
Volvo EX30 rafbíllinn lækkar í verði.
Brimborg hefur náð samkomulagi við Volvo Cars um verðlækkun á Volvo EX30 rafbílnum, næst vinsælasta rafbílnum á Íslandi, sem meðal annars innifelur þriggja ára þjónustu og viðhald.
Lesa meira
20.06.2024
Opel rafsendibíladagar | Vinsælustu rafsendibílarnir þriðja árið í röð með allt að 1.100.000 kr. afslætti
Komdu á Opel rafsendibíladaga hjá Brimborg við Bíldshöfða 8 í Reykjavík og við Tryggvabraut 5 á Akureyri dagana 22. júní- 19.júlí.
Við bjóðum nú allt að 1.100.000 kr afslátt og með rafbílastyrk til viðbótar að upphæð 500.000 kr. er kaupverð allt að 1.600.000 kr. lægra en verðlistaverð. Nýttu tækifærið.
Opel rafsendibílar eru vinsælustu rafknúnu atvinnubílarnir á Íslandi þriðja árið í röð með 28,8% markaðshlutdeild. Opel rafsendibílar státa af þýskum gæðum sem eru staðfest með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðunni, góðri drægni og miklum hleðsluhraða. Sparneytni, lágur rekstrarkostnaður, fyrirtaks vinnuaðstaða með góðu aðgengi, hámarks nýting, ríkulegur búnaður, löng ábyrgð og fjölmargar stærðarútfærslur tryggja m.a. vinsældir Opel rafmagnssendibíla.
Lesa meira