Brimborg vara- og aukahlutir
Brimborg varahlutir og aukahlutir
Varahlutir og aukahlutir fást hjá Brimborg í allar þær bíltegundir sem Brimborg er umboðsaðili fyrir. Einnig liggur fyrir gott úrval aukahluta frá bílaframleiðendum Brimborgar. Varahlutir og aukahlutir á lager í úrvali tryggir hátt þjónustustig hjá Brimborg. Fyrirtækið notar öflugt upplýsingatæknikerfi til að tryggja að réttu varahlutirnir séu til á lager fyrir bílinn þinn. Að auki hefur Brimborg aðgang að öflugum varahlutakerfum birgja til að tryggja að þú fáir alltaf réttan hlut afhentann.
Pantanir og fyrirspurnir um varahluti og aukahluti
Pantanir varahluta og aukahluta og fyrirspurnir um varahluti og aukahluti í er hægt að senda í gegnum formin sem þú opnar með því að smella á hnappana hér að neðan. Einnig er hægt að sérpanta varahluti og aukahluti sem ekki eru til á lager og þú getur valið á milli flutningsleiða. Brimborg býður upp á að sérpantanir fari í gegnum hefðbundnar flutningsleiðir félagsins án aukakostnaðar og er biðtími mjög ásættanlegur. Ef varahlutinn vantar með hraði þá er hraðsending í boði gegn aukagjaldi. Sérfræðingar okkar áætla flutningstíma og kostnað.
Með því að fylla út form hér að neðan mun sérfræðingur Brimborgar fá erindið strax til sín og setja sig í samband við þig við þig.
Ford varahlutir og aukahlutir | Pantanir og fyrirspurnir
Volvo varahlutir og aukahlutir | Pantanir og fyrirspurnir
Mazda varahlutir og aukahlutir | Pantanir og fyrirspurnir
Citroën varahlutir og aukahlutir | Pantanir og fyrirspurnir
Peugeot varahlutir og aukahlutir | Pantanir og fyrirspurnir
Opel varahlutir og aukahlutir | Pantanir og fyrirspurnir
Polestar varahlutir og aukahlutir | Pantanir og fyrirspurnir
Ábyrgð varahluta og aukahluta
Ábyrgð varahluta og aukahluta er kappsmál hjá Brimborg sem leggur mikla áherslu á að bjóða aðeins varahluti til sölu sem uppfylla ströngustu gæðakröfur. Komi í ljós galli í varahlut eða aukahlut sem Brimborg hefur selt eða sem Brimborg hefur notað við viðgerð á einhverjum verkstæða sinna verður hann að sjálfsögðu bættur að fullu. Volvo og Polestar eru með lífstíðar ábyrgð á varahlutum ísettum á verkstæðum þeirra. Réttur til að kvarta yfir galla í varahlut og/eða aukahlut er 2 ár eða eftir atvikum lengri.
Ef þú hefur yfir einhverju að kvarta, hefur ábendingu eða vilt hrósa okkur vegna varahlutakaupa hjá Brimborg skaltu smella á Hrós / Ábending / Kvörtun en það er hraðvirkur farvegur til að koma ábendingum á framfæri.