Fara í efni

Brimborg vara- og aukahlutir

Brimborg varahlutir og aukahlutir

Brimborg selur varahluti og aukahluti fyrir Volvo, Polestar, Ford, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel. Við erum með stóran lager og sterka birgja, sem tryggir hraða og örugga afhendingu. Einnig fáanlegir aukahlutir frá sömu framleiðendum.

Sérpantanir

Ef varahlutur eða aukahlutur er ekki til á lager er sérpöntun einföld og fljótleg. Við getum fengið sent með reglulegum flutningum eða hraðsendingu, eftir þínum óskum.


Hafðu samband í gegnum form eða Góa snjallsvara

  • Gói snjallsvari tengir þig beint við varahlutasérfræðing
  • Rafræn form getur út notað til að senda sérfræðingum okkar erindi.
  • Tiltaktu í erindinu hvort þú vilt;

    Panta/kaupa varahlut,
    Fylgja eftir varahlutapöntun
    Fá upplýsingar um verð og lagerstöðu.

Til að svara fyrirspurninni hratt og vel þá er mikilvægt að við fáum bíltegund, bílnúmer, hvaða varahluti þú ert að leita eftir, nafn, netfang, síma. Ef þú vilt ganga frá kaupunum strax er mikilvægt að fá kennitölu.

Ef þú nýtir ekki Góa snjallsvara veldu þá viðeigandi form.

Ford varahlutir

Volvo varahlutir

Polestar varahlutir

Peugeot varahlutir

Opel varahlutir

Citroën varahlutir

Mazda varahlutir

Bílar sem ekki eru fluttir inn af Brimborg

Ef bíllinn þinn er af framangreindum tegundum, en ekki fluttur inn af Brimborg, getum við líka aðstoðað með varahluti og aukahluti. Sama á við um húsbíla sem smíðaðir eru á grind eða undirvagni þessara tegunda (athugaðu að varahlutir fyrir sjálfa ábyggingu húsbílsins og innréttingar eru ekki fáanlegir hjá Brimborg).


Varahlutir í aðrar bíltegundir

Við seljum einnig varahluti fyrir allar aðrar bíltegundir – ekki bara þær sem Brimborg er umboðsaðili fyrir. 


Varahlutir og aukahlutir í pöntun

Ef þú átt varahlut í pöntun sendum við þér SMS eða tölvupóst þegar hluturinn er komin(n) til landsins og tilbúinn til afhendingar.


Afhending og greiðslumöguleikar

Sækja á staðinn

  • Brimborg Reykjavík: Bíldshöfði 6 (Ford, Volvo, Polestar) / Bíldshöfði 8 (Mazda, Citroën, Peugeot, Opel)

  • Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5 (Ford, Volvo, Polestar, Mazda, Citroën, Peugeot, Opel)

  • Aðrar bíltegundir: Hægt að sækja á ofangreinda staði

Fá sent

Við skráum afhendingarstað, nafn og símanúmer tengiliðar. Valið er þitt:

  • Póstsending (samkvæmt gjaldskrá Póstsins)

  • Dropp (samkvæmt gjaldskrá Dropp)

  • Landflutningar, Flytjandi, hraðsendingu með flugi o.fl.

  • Keyrslu af Brimborg til lögaðila (á höfuðborgarsvæðinu)

  • Að Brimborg velji hagkvæmasta kostinn

Greiðslumátar

  • Reikningsviðskipti

  • Millifærsla

  • Greiðslukort

  • Póstkrafa


Notaðir varahlutir

Brimborg selur ekki notaða varahluti en getur leiðbeint við kaup á slíkum hlutum, í samræmi við sjálfbærni- og umhverfisstefnu fyrirtækisins.


Ábyrgð varahluta og aukahluta

Við leggjum áherslu á gæði. Ef galli kemur fram í varahlut eða aukahlut keyptum hjá Brimborg (eða settum í bifreið á einu af verkstæðum okkar), skiptum við út eða bætum skv. skilmálum.

  • Volvo og Polestar bjóða lífstíðarábyrgð á varahlutum sem settir eru í á viðurkenndum verkstæðum.

  • Ford, Mazda, Citroën, Peugeot, Opel bjóða allt að 2 ára ábyrgð á varahlutum.

  • Allar aðrar bíltegundir: allt að 2 ára ábyrgð.


Ábendingar og hrós

Við fögnum öllum athugasemdum, ábendingum eða hrósi. Sendu okkur skilaboð í gegnum Hrós / Ábending / Kvörtun og við svörum hratt.


Brimborg er staðurinn fyrir vandaða þjónustu, gæða varahluti og aukahluti – hvort sem um er að ræða bíl til einkanota, atvinnubíl eða húsbíl. Láttu okkur vita hvað þú þarft, og við svörum fljótt og vel!