Brimborg vara- og aukahlutir
Brimborg vara- og aukahlutir
Vara- og aukahlutir fást hjá Brimborg í allar þær bíltegundir sem Brimborg er umboðsaðili fyrir. Einnig liggur fyrir gott úrval aukahluta frá bílaframleiðendum Brimborgar. Vara- og aukahlutir á lager í úrvali tryggir hátt þjónustustig hjá Brimborg. Fyrirtækið notar öflugt upplýsingatæknikerfi til að tryggja að réttu varahlutirnir séu pantaðir á lager í samræmi við eftirspurn.
Pantanir og fyrirspurnir um vara- og aukahluti
Pantanir vara og aukahluta og fyrirspurnir um vara- og aukahluti er hægt að senda í gegnum vefinn með því að smella á hnappana hér fyrir neðan. Einnig er hægt að sérpanta vara- og aukahluti sem ekki eru til á lager.
Ford varahlutir | Pantanir og fyrirspurnir
Volvo varahlutir | Pantanir og fyrirspurnir
Mazda varahlutir | Pantanir og fyrirspurnir
Citroën varahlutir | Pantanir og fyrirspurnir
Peugeot varahlutir | Pantanir og fyrirspurnir
Opel varahlutir | Pantanir og fyrirspurnir
Polestar varahlutir | Pantanir og fyrirspurnir
Ábyrgð vara- og aukahluta
Ábyrgð vara- og aukahluta er kappsmál hjá Brimborg sem leggur mikla áherslu á að bjóða aðeins varahluti til sölu sem uppfylla ströngustu gæðakröfur. Komi í ljós galli í varahlut sem Brimborg hefur selt eða sem Brimborg hefur notað við viðgerð á einhverjum verkstæða sinna verður hann að sjálfsögðu bættur að fullu.
Ef þú hefur yfir einhverju að kvarta, hefur ábendingu eða vilt hrósa okkur vegna varahlutakaupa hjá Brimborg skaltu smella á Hrós / Ábending / Kvörtun en það er hraðvirkur farvegur til að koma ábendingum á framfæri.