Dekk og dekkjaþjónusta
Dekk og dekkjaþjónusta
Brimborg býður upp á Nokian gæðadekk og dekkjaþjónustu fyrir Volvo, Polestar, Ford, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel, á verkstæðum Brimborgar og í samstarfi við MAX1 Bílavaktina sem er sjálfstætt dekkja- og hrað þjónustuverkstæði sem Brimborgar er eigandi að. Nokian dekk uppfylla ströngustu gæðakröfur ESB og henta einstaklega vel við krefjandi akstursskilyrði. MAX1 Bílavaktin býður einnig dekk og dekkjaþjónustu fyrir allar aðrar bílategundir sem til eru á Íslandi.
Margverðlaunuð gæðadekk
Nokian dekk hafa unnið fjölda verðlauna og eru fáanleg fyrir fjölbreyttar gerðir bíla, svo sem fólksbíla, jeppa og sendibíla.
Sölustaðir MAX1 Bílavaktarinnar
Nokian gæðadekk eru seld á þessum stöðum:
- Jafnasel 6, 109 Reykjavík
- Bíldshöfði 5a, 110 Reykjavík
- Dalshraun 5, 220 Hafnarfjörður
- Flugvellir 22, 230 Reykjanesbær
- Tryggvabraut 5, 600 Akureyri
Pantaðu tíma í dekkjaskipti
Gerðu dekkjaskiptin einföld og bókaðu tíma beint á netinu hjá MAX1 Bílavaktinni.
Endurnýting, endurvinnsla og endurnotkun ónýtra dekkja
Brimborg leggur mikla áherslu á úrgangsstjórnun og vinnur eftir úrgangsstjórnunaráætlun. Allur úrgangur sem fellur til frá starfsemi Brimborgar er skilgreindur og flokkaður og það á við um hjólbarða meðal annars. Ónýtum hjólbörðum sem teknir eru undan bílum sem fara í hjólbarðaskipti er safnað saman við starfsstöðvar Brimborgar í sérstaka gáma. Flokkun hjólbarða er mjög skilvirk hjá Brimborg og er flokkunarhlutfallið ávallt 100%.
Samningur er við viðurkenndan úrgangshirðuaðila sem sækir hjólbarðana og kemur þeim í viðurkennt ferli, í endurnotkun, endurvinnslu eða endurnýtingu.