Uppítaka
Uppítaka - notaður bíll upp í bílakaup hjá Brimborg
Uppítaka á notuðum bílum upp í nýja bíla eða notaða bíla er í boði hjá Brimborg. Þegar þú setur gamla bílinn þinn uppí nýjan eða notaðan bíl hjá Brimborg þá greiðir þú engin sölulaun og við sjáum um allt ferlið. Söluráðgjafi Brimborgar útbýr bæði eigendaskipti og afsal og tilkynnir eigendaskiptin til Samgöngustofu og tryggingarfélags þíns.
Besta leiðin til að fá verðmat á gamal bílinn er að finna nýjan eða notaðan bíl í Vefsýningarsölum Brimborgar. Þegar þú hefur fundið rétta bílinn smellir þú á viðeigandi hnapp, sendir okkur upplýsingar um gamla bílinn þinn og við verðum í sambandi með uppítökuverð fyrir hann og tilboð í milligjöf og fjármögnun í bílinn sem þú vilt kaupa.