Uppítaka
Uppítaka - bíll settur upp í bílakaup hjá Brimborg
Uppítaka. Skiptu um bíl á einfaldan og öruggan hátt með bílaskiptum hjá Brimborg
Settu gamla bílinn þinn upp í nýjan eða notaðan bíl – engin sölulaun og við sjáum um allt ferlið.
Hjá Brimborg geturðu sett gamla bílinn þinn upp í nýjan eða notaðan bíl með uppítöku, bílaskipti upp í annan bíl. Við sjáum um allt meðal annars eigendaskipti, afsal og tilkynningar til Samgöngustofu og tryggingarfélags þíns. Þú greiðir engin söluklaun þegar þú skiptir bíl upp í annan bíl hjá okkur.
Við uppítöku (bílaskipti) þá má heildarvirði uppítökubílsins ekki vera meira en heildarverði bílsins sem keyptur verður. Hægt er að setja fleiri en einn eldri bíl upp í kaup á einum bíl ef verðmæti beggja uppítökubílanna er lægra en verðmæti bílsins sem keyptur er. Ef tekinn er bíll á langtímaleigu þá er hægt að setja eldri bíl upp í með beinum kaupum.
Hvernig virkar uppítakan?
-
Finndu rétta bílinn
Skoðaðu úrvalið af nýjum og notuðum bílum í Vefsýningarsölum. Þegar þú hefur fundið rétt bílinn sendir þú inn upplýsingar. -
Fáðu tilboð og sendu inn upplýsingar um gamla bílinn
Þegar þú hefur fundið bíl sem þér líst á, smelltu á „Fá tilboð“ og fylltu út upplýsingar um bílinn sem þú vilt skipta uppí annað bíl hjá Brimborg. Allir bílar eru gjaldgengir í uppítöku ef þeir eru skráðir ökuhæfir í umferð hjá Samgöngustofu, á númerum og þú getur ekið honum til okkar í Brimborg. Uppítökubíllinn þarf ekki að vera fullkominn og má vera bilaður. Því betur sem þú lýsir bílnum þínum því nákvæmara verðmat getum við gert og tilboð í uppítökuverð. -
Fáðu verðmat og tilboð
Söluráðgjafar Brimborgar meta uppítökubílinn þinn og senda þér verðmat á uppítökubíl, skipuleggja söluskoðun á uppítökubílnum, gera tilboð í milligjöf og skoða möguleika á hagkvæmri fjármögnun ef óskað er. Uppítakan og uppítökuverðmatið er ekki endanlega staðfest fyrir en bæði kaupandi og söluráðgjafi fyrir hönd Brimborgar hafa undirritað samning um kaupin. -
Uppítökubíllinn sem útborgun
Verðmætið sem fæst fyrir gamla bílinn þinn reiknast sem útborgun fyrir nýjan eða notaðan bíl. Viltu taka lán fyrir mismuninum? Við aðstoðum þig við að finna hagstæða fjármögnun. -
Við sjáum um öll formsatriði
Engar áhyggjur af pappírsvinnu – við sjáum um eigendaskipti, afsal og allar tilkynningar til Samgöngustofu og tryggingarfélagsins þíns. Þú greiðir engin sölulaun ef þú skiptir um bíl hjá okkur.
Af hverju uppítaka hjá Brimborg?
-
- Engin sölulaun – þú sparar tíma og pening.
- Einfalt og hratt ferli – við sjáum um allt frá upphafi til enda.
- Hagstæð fjármögnun – ef þú þarft lán fyrir mismuninum, finnum við lausn sem hentar þér.
- Mikið úrval nýrra og notaðra bíla – finna má fjölbreyttar tegundir og verðflokka.