Fara í efni

Rafbíll | Verð og styrkir til kaupa á rafbílum

Verð rafbíla og verð tengiltvinn rafbíla er misjafnt eins og bílarnir eru margir en Brimborg býður þá í miklu úrvali, í mörgum verðflokkum og með ríkulegum búnaði. Nýtt kerfi fyrir styrki til kaupa á rafbílum hefur tekið við frá 1. janúar 2024.  Rafmagnsbílar njóta nú ívilnunar í formi styrks frá Loftslags- og orkusjóði. Takmarkaður fjöldi styrkja er í boði hverju ári þar sem árleg heildarfjárheimild stjórnvalda í verkefnið er með ákveðnu hámarki sem er ákveðið í fjárlögum.

Rafbílastyrkir fyrir rafmagns fólksbíla

Styrkurinn er föst upphæð per fólksbíl og nemur 900.000 kr. fyrir nýja rafmagns fólksbíla. Rafmagnsbílastyrkurinn er háður því að kaupverð rafbílsins án aukahluta sé ekki hærra en 10 milljónir króna með virðisaukaskatti og að rafbíllinn sé nýskráður á árinu sem sótt er um styrkinn. Hins vegar er rétt að benda á að stjórnvöld hafa sett þak á heildarupphæð sem varið verður til styrkja og því gætu þeir klárast innan ársins.

Umsóknarferlið er rafrænt í gegnum vefinn island.is og lofar Orkusjóður að svara á 2 dögum ef allar veiðeigandi upplýsingar liggja fyrir í umsókninni.

Styrkurinn gildir ekki fyrir notaða rafmagnsbíla sem þegar hafa verið nýskráðir á Íslandi fyrir 31.12.2023 en Brimborg getur boðið notaða rafmagnsbíla í langtímaleigu sem bílaleiga Brimborgar hefur fengið ívilnun eða styrk á. Þá þarf ekki að sækja um styrk því Brimborg hefur þegar gert það þegar bíllinn var keyptur nýr.

Rafbílastyrkir til fyrirtækja fyrir rafmagns sendibíla

Styrkur til kaupa á nýjum rafmagns sendibíl undir 3,5 tonnað heildarþyngd (ökutækjaflokkur N1) er föst upphæð og nemur 500.000 kr.  fyrir sendibíla sem kosta að hámarki 10 milljónir króna. Að auki ef bíllinn er á rauðum númeraplötum þá geta fyrirtæki innskattað 24% virðisaukaskatt af kaupverðinu ásamt því að innskatta allan rekstrarkostnað sendibílsins. Styrkurinn nýtist líka í langtímaleigu hjá Brimborg en þá sækir Brimborgar um styrkinn og leigan lækkar samsvarandi. Ef leigður er sendibíl á rauðum númerum er á sama hátt hægt að innskatta leigugreiðslur og rekstrarkostnað.

Styrkur til kaupa á nýjum rafmagns sendibíl eða vörubíl yfir 3,5 tonn að heildarþyngd (ökutækjaflokkar N2 og N3) er allt að 20.000.000 kr. en þó aldrei hærri en 33% af kaupverði sendibílsins með virðisaukaskatti. 

Brimborg býður úrval rafsendibíla og rafmagnsvörubíla sem uppfylla kröfur Orkusjóðs til styrkja en nánari upplýsingar er að finna á vef Ford á Íslandi, vef Opel á Íslandi og vef Veltis fyrir Volvo Trucks rafmagns vörubíla.

Styrkurinn gildir ekki fyrir notaða rafmagns sendibíla sem þegar hafa verið nýskráðir á Íslandi fyrir 31.12.2023 en Brimborg getur boðið notaða rafmagns sendibíla í langtímaleigu sem bílaleiga Brimborgar hefur fengið ívilnun eða styrk á. Þá þarf ekki að sækja um styrk því Brimborg hefur þegar gert það þegar bílllinn var keyptur nýr.

Rafbílastyrkir styðja við orkuskiptin

Stjórnvöld bjóða fyrrgreinda rafbílastyrki til að hraða orkuskiptum enda er ávinningurinn fyrir notendur og íslenskt samfélag mikill. En rafbílar eru hins vegar enn nokkuð dýrari í innkaupum en aðrir bílar og því er styrkurinn leið til að jafna þann mun.

Smelltu og skoðaðu rafmagnaðar gerðir bíla hjá Brimborg

Peugeot e-208