Verðmat á uppítökubíl
Verðmat á uppítökubíl
Ertu að huga að kaupum á bíl hjá Brimborg og vilt setja notaða bílinn þinn upp í og veltir fyrir þér hvaða verð þú getur fengið fyrir gamla bílinn þinn? Hvort sem þú leitar að nýjum eða notuðum bíl getur þú sett gamla bílinn þinn uppí og það er einfalt og fljótlegt að fá verðmat á uppítökubílnum hjá Brimborg.
Verðmat fyrir uppítöku upp í notaða bíla
- Opnaðu Vefsýningarsal notaðra bíla til að skoða bíla til sölu
- Veldu bílinn sem þú hefur áhuga á
- Smelltu á tilboðshnappinn til að óska eftir verðmati
- Fylltu út formið og lýstu notaða bílnum þínum eins nákvæmlega og hægt er, skv. leiðbeiningum neðst á síðunni
Söluráðgjafi mun hafa samband fljótlega eftir móttöku fyrirspurnar. Verðmatið er alltaf áætlun, staðfest skriflega þegar endanlegur samningur liggur fyrir og uppítökubíllinn hefur farið í söluskoðun.
Fyrir verðmat á uppítöku upp í nýja bíla
- Opnaðu Vefsýningarsal nýrra bíla til að skoða bíla til sölu
- Veldu bílinn sem þú hefur áhuga á
- Smelltu á tilboðshnappinn til að óska eftir verðmati
- Fylltu út formið og lýstu notaða bílnum þínum eins nákvæmlega og hægt er, skv. leiðbeiningum neðst á síðunni
Söluráðgjafi mun hafa samband fljótlega eftir móttöku fyrirspurnar. Verðmatið er alltaf áætlun, staðfest skriflega þegar endanlegur samningur liggur fyrir og uppítökubíllinn hefur farið í söluskoðun.
Ég er ekki búinn að velja bíl en er samt að huga að uppítöku
Ef þú ert enn að velta fyrir þér hvaða bíl þú vilt kaupa, geturðu samt fengið verðmat á uppítökubílnum:
- Smelltu á einn af hnöppunum hér fyrir neðan
- Fylltu út formið og lýstu notaða bílnum þínum
- Söluráðgjafi hefur samband um hæl
Almenn fyrirspurn um nýja bíla
Almenn fyrirspurn um notaða bíla
Mikilvægar upplýsingar fyrir verðmat
Til að verðmatið verði sem nákvæmast, vinsamlegast skráðu:
- Bílnúmer
- Tegund og gerð
- Akstur (km)
- Hvort bíllinn er sjálfskiptur eða beinskiptur
- Þínar væntingar um verð
Hafðu í huga að uppítökukbíllinn þarf að vera á númerum, skráður í umferð hjá Samgöngustofu og gangfær en hann má vera bilaður.
Verðmatið er alltaf áætlun, staðfest skriflega þegar endanlegur samningur liggur fyrir og uppítökubíllinn hefur farið í söluskoðun. Söluráðgjafi tekur við fyrirspurninni og svarar um hæl.