Sendibílar og vinnuflokkabílar
Sendibílar og vinnuflokkabílar
Sendibílar og vinnuflokkabílar eru til í ótrúlegu úrvali hjá Brimborg þar sem Brimborg er umboðsaðili fjögurra af stærstu sendibílaframleiðendum í Evrópu og jafnvel í heiminum. Þetta eru Ford, Peugeot, Citroën og Opel og að auki er Brimborg umboðsaðili Volvo Trucks sem er í hópi stærstu vörubíla- og flutningabílaframleiðenda í heimi. Hjá Brimborg liggur gríðarleg reynsla í lausnum þegar kemur að sendibílum og vinnuflokkabílum og þjónustu við þá. Sendibílar og vinnuflokkabílar eru fáanlegir hjá Brimborg í ólíkum stærðum og með mismunandi burðargetu sem hentar til margvíslegra nota.
Einfaldaðu bílakaupin. Láttu okkur sjá um allt, uppítöku á gamla bílnum og hagstæða fjármögnun.
Brimborg býður allar tegundir og gerðir sendibíla sem eru í boði frá okkar framleiðendum svo framarlega sem þær eru í boði fyrir evrópskan markað, uppfylla evrópskar kröfur um skráningu skv. heildargerðarviðurkenningu (Whole Vehicle Type Approval) og eiginleikar og búnaður henti fyrir íslenskar aðstæður. Ef tiltekinn sendibíll er ekki í boði frá framleiðanda skv. fyrrgreindum skilyrðum þá býður Brimborg þær bíltegundir eða bílgerðir ekki til sölu og þær er því ekki að finna í Vefsýningarsal eða á verðlista. Þrátt fyrir þetta veitir Brimborg viðgerðarþjónustu og útvegar varahluti í fyrrgreindar bíltegundir og bílgerðir sem koma til landsins með öðrum leiðum. Þjónustan getur þó verið takmörkuð þar sem þjálfun, reynsla og réttur tækjabúnaður er mögulega ekki til staðar hjá Brimborg og varahluti þarf mögulega að sérpanta.
Sendibílar nýir | Verðlistar - Búnaður - Tækniupplýsingar
- Ford sendibílar | Verð - búnaður - tækniupplýsingar
- Citroën sendibílar | Verð - búnaður - tækniupplýsingar
- Opel sendibílar | Verð - búnaður og tækniupplýsingar
- Peugeot sendibílar | Verð - búnaður - tækniupplýsingar
Stærri vörubílar og flutningabílar, t.d. vörubílar með kassa og dráttarbílar eru fáanlegir frá Volvo Trucks.
Sendibílar og vinnuflokkabílar | Verð og tilboð
Sendibílar og vinnuflokkabílar sem fást hjá Brimborg eru á sérlega hagstæðu verði en um leið vel búnir mikilvægum búnaði sem gerir alla vinnu ökumannsins einfalda en ekki síst hagkvæma. Í krafti stærðar sinnar getur Brimborg gert magninnkaup á sendibílum og vinnuflokkabílum og skilar það sér í lægra verði á sendibílum og lægra verði á vinnuflokkabílum. Vertu í góðu sambandi við sendibíla og vinnuflokkabíla sérfræðinga okkar og þannig getur þú fylgst með hagstæðu verði og góðu tilboði t.d. í sýningarbíla og reynsluakstursbíla.
Sendibílar til leigu er einnig kostur sem þú ættir að skoða og hentar fyrirtækjum t.d. til að takast á við sveiflur í starfseminni.