Fara í efni

Bílaleiga

Bílaleiga

Bílaleiga hjá Brimborg.

Brimborg býður langtímaleigu fyrir nýja og notaða bíla og sendibílaleigu. Fyrir hefðbundnar styttri leigur er Brimborg í samvinnu við Saga Car Rental. Smelltu á hnappana hér fyrir neðan til að velja viðeigandi leiguform og panta bílaleigubíl. 

Langtímaleiga á bíl

Langtímaleiga (1 mánuður eða lengur)

Sendibílar til leigu

Sendibílaleiga ( frá 2 klst, 4 klst, 8 klst. eða lengur)

Saga Car Rental
Hefðbundnar styttri leigur, sólarhringur, vika, mánuður.

Að leigja bíl

Að leigja bíl hjá Brimborg er rafrænt og einfalt hvort sem er langtímaleiga, sendibílaleiga eða hefðbundinn bílaleiga. Bókunarferlið er allt rafrænt. Þú velur einfaldlega þær dagsetningar sem þú þarft bílinn, hvar þú vilt sækja og skila og velur þér svo bíl sem hentar þínum þörfum. Þú getur svo fyllt inn allar upplýsingarnar þínar og fyrirframgreitt á netinu. Eingöngu er hægt að greiða fyrir leigu með kreditkorti og framvísa þarf gildu ökuskírteini. Leigutaki verður að vera 21 árs eða eldri. Árið gildir. Nánari skilmálar á vefsíðum bílaleiganna.

Framlenging á leigu

Mikilvægt er að skila bílaleigubíl á réttum tíma. Ef af einhverju ástæðum skil tefjast er mikilvægt að hafa samband og óska eftir framlengingu sem starfsfólk okkar reynir að uppfylla eftir bestu getu ef bíllinn er ekki bókaður öðrum. Framlenging er gegn gjaldi. Nánari upplýsingar í skilmálum.  

Bílaleigubíl skilað of seint

Ef bílaleigubíl er skilað of seint og ekki hefur verið óskað eftir framlengingu þá greiðist framlengingargjald auk refsigjalds fyrir að skila of seint. Nánari upplýsingar í skilmálum.