Sendibílar til leigu
Sendibílar til leigu
Sendibílar til leigu er góður kostur fyrir einstaklinga sem þurfa t.d. að flytja búslóð eða sitthvað smálegt í sumarbústaðinn, eða fyrir fyrirtæki sem þurfa sendibíl til lengri eða skemmri tíma. Þú getur fengið sendibíl til leigu - í ýmsum stærðum - með stuttum fyrirvara og á hagstæðu verði.
Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að bóka sendibíl og þar finnur þú allar upplýsingar um bíla og verð.
Sendibílaleiga er frá 2 klst, 4 klst, 8 klst., sólarhring eða lengur.
Að leigja sendibíl
Að leigja sendibíl hjá Brimborg er rafrænt og einfalt. Bókunarferlið er allt rafrænt. Þú velur einfaldlega þær dagsetningar sem þú þarft bílinn, hvar þú vilt sækja og skila og velur þér svo bíl sem hentar þínum þörfum. Þú getur svo fyllt inn allar upplýsingarnar þínar og fyrirframgreitt á netinu.