Sendibílar til leigu
Sendibílar til leigu
Sendibílaleiga er frábær lausn fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki sem þurfa að flytja búslóð, smærri hluti í sumarbústaðinn eða hafa sendibíl til afnota í styttri eða lengri tíma. Hægt er að fá sendibíl leigðan í ýmsum stærðum, með skömmum fyrirvara og á hagstæðu verði.
Leigutími
Boðið er upp á sendibíla frá 2 klst. leigu, 4 klst., 8 klst., sólarhring eða lengur – allt eftir þörfum hvers og eins. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að bóka sendibíl og fá nánari upplýsingar um gerðir og verð.
Að leigja sendibíl
Bókunarferlið hjá Brimborg er einfalt og rafrænt.
- Veldu dagsetningar sem þú þarft á bílnum að halda.
- Veldu hvar þú vilt sækja og skila bílnum.
- Finndu sendibíl sem hentar þínum þörfum.
- Fylltu út allar nauðsynlegar upplýsingar og greiddu fyrirfram á netinu.
Framlenging á leigu
Mjög mikilvægt er að skila sendibílnum á umsömdum tíma. Ef upp koma aðstæður sem valda seinkun, er nauðsynlegt að hafa samband sem fyrst til að óska eftir framlengingu. Starfsfólk okkar mun reyna að verða við óskum um lengri leigutíma ef bíllinn er laus. Framlenging er gegn gjaldi, nánari upplýsingar er að finna í skilmálum.
Bílaleigubíl skilað of seint
Ef sendibíl er skilað of seint án þess að framlenging hafi verið bókuð, þarf að greiða framlengingargjald auk refsigjalds fyrir seinkun. Frekari upplýsingar má nálgast í skilmálum.