Hjólastilling
Hjólastilling fyrir allar tegundir og gerðir ökutækja
Hjólastilling er grundvallaratriði í góðu viðhaldi bílsins. Hún lengir líftíma dekkja, auðveldar akstur, eykur öryggi, dregur úr eldsneytiseyðslu og minnkar mengun. Við bjóðum upp á hjólastillingu fyrir alla bíla, hvort sem um er að ræða fólksbíla, jeppa, sendibíla, vinnuflokkabíla, pallbíla, breytta jeppa, vörubíla eða rútur. Hjólastilling er í boði á tveimur starfsstöðum eftir stærð bílsins skv. nánari lýsingu hér neðar.
Hjólastilling hjá Brimborg, Bíldshöfða 6
-
- Tegundir bíla: Fólksbílar, jeppar, sendibílar < 3,5 tonn, vinnuflokkabílar < 3,5 tonn og pallbílar < 3,5 tonn.
- Bílamerki: Volvo, Polestar, Ford, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel (einnig önnur merki).
Bókaðu tíma:
Polestar verkstæði | Panta hér
Þegar þú bókar færðu staðfestingu um hæl, og við sendum sms áminningu nokkrum dögum fyrir bókaðan tíma.
Hjólastilling hjá Veltir Xpress, Hádegismóum 8
-
- Tegundir bíla: Vörubílar, sendibílar > 3,5 tonn, vinnuflokkabílar > 3,5 tonn, breyttir jeppar, pallbílar > 3,5 tonn og rútur.
- Bílamerki:
- Volvo vörubílar,
- Volvo rútur
- Ford pallbílar og stærri atvinnubílar
- Peugeot, Opel og Citroën stærri atvinnubílar
- Aðgerðir gerðir stærri atvinnubíla
- Við breytingaskoðun: Útgefið vottorð um hjólastillingu.
Veltir Xpress verkstæði | Panta hér
Merki um að bíll þurfi hjólastillingu
- Stýrið er skakkt þegar ekið er beint.
- Bíllinn rásar eða dregst til hliðar.
- Bíllinn leitar til annarrar hliðar við hemlun.
- Dekk slitna ójafnt.
- Eldsneytiseyðsla eykst óútskýranlega.
- Aðvörun í mælaborði frá veggripskerfi.
Starfsfólk Brimborgar og Veltis hefur mikla reynslu af hjólastillingum. Verðið er fast fyrir hverja bílategund og gerð. Ef viðgerð er nauðsynleg í kjölfar hjólastillingar, leggjum við alltaf fram kostnaðaráætlun áður en hafist er handa.
Aðalskoðun og endurskoðun
Bílar fá stundum ábendingu um hjólastillingu við aðalskoðun. Sé svo, geta starfsmenn Brimborgar eða Veltis klárað endurskoðunina eftir að hjólastillingu er lokið, svo þú þurfir ekki að mæta aftur í skoðun.
Hefurðu aðrar spurningar?
Hafðu samband ef erindið þitt er annað en að panta tíma fyrir hjólastillingu.