Fara í efni

Hjólastilling

Hjólastilling fyrir allar tegundir og gerðir ökutækja

Við bjóðum hjólastillingu fyrir fólksbíla, jeppa, sendibíla, vinnuflokkabíla, pallbíla, breytta jeppa, vörubíla og rútur. Hjólastilling er nauðsynleg, eykur líftíma dekkja, eykur öryggi, minnkar eldsneytiseyðslu og dregur úr mengun.

Hjólastilling er í boði á tveimur stöðum eftir stærð bílsins skv. nánari lýsingu hér neðar.

Brimborg verkstæði Bíldshöfða 6.

  • Hjólastilling fyrir minni bíla af öllum tegundum og gerðum hvort sem er fólksbílar, jeppar, sendibílar undir 3, 5 tonn, vinnuflokkabílar undir 3,5 tonn, og pallbílar undir 3,5 tonn.
  • Einnig hjólastilling fyrir bílamerki Brimborgar hvort sem er fólksbílar, jeppar, sendibílar undir 3, 5 tonn, vinnuflokkabílar undir 3,5 tonn, og pallbílar undir 3,5 tonn frá Volvo, Polestar, Ford, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel.

Þú getur pantað tíma í hjólastillingu hjá Brimborg og færð staðfestingu um hæl og svo minnum við þig á með sms nokkrum dögum fyrir bókaðan tíma. Veldu viðeigandi verkstæði hjá Brimborg, finndu lausan tíma, bókaðu tíma eða afbókaðu á verkstæðum Brimborgar hér:

Volvo verkstæði | Panta hér

Ford verkstæði | Panta hér

Mazda verkstæði | Panta hér

Citroën verkstæði | Panta hér  

Peugeot verkstæði | Panta hér

Opel verkstæði | Panta hér

Polestar verkstæði | Panta hér

 

Veltir Xpress verkstæði, Hádegismóum 8:

  • Hjólastilling fyrir stærri atvinnubíla af öllum tegundum og gerðum hvort sem er vörubílar, sendibílar yfir 3,5 tonn, vinnuflokkabílar yfir 3,5 tonn, breyttir jeppar, pallbílar yfir 3,5 tonn og rútur. Eftir hjólastillingu gefum við út útgáfu á vottorði fyrir breytingaskoðun.
  • Einnig hjólastilling fyrir bílamerki frá Velti og Brimborg hvort sem er  vörubílar, sendibílar yfir 3,5 tonn, vinnuflokkabílar yfir 3,5 tonn, breyttir jeppar, pallbílar yfir 3,5 tonn og rútur frá Volvo, Ford, Peugeot, Opel og Citroën.

Veltir Xpress verkstæði | Panta hér


Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga varðandi hjólastillingar:

Bíll gæti þarfnast hjólastillingar ef þú finnur fyrir þessum atriðum:

  •      Stýri er ekki í réttri stöðu þegar ekið er á beinum vegi
  •      Bíllinn rásar frá einum vegarhelming til annars
  •      Bíllinn leitast við að beygja til hliðar við hemlun
  •      Slit á dekkjum ójafnt
  •      Eldsneytiseyðsla hefur aukist sem gæti bent til vanstillingar hjóla
  •      Aðvörun í mælaborði frá veggripskerfi bílsins

Starfsmenn verkstæða Brimborgar og Veltis eru þaulvanir og fljótir að hjólastillaHjólastillingar eru á föstu verði eftir bíltegund og bílgerð. Komi í ljós að fara þarf í viðgerð í framhaldi af hjólastillingu þá er liggur kostnaðaráætlun alltaf fyrir áður en hafist er handa við viðbótarverk.

Bílar fá oft ábendingu um hjólastillingu þegar þeir hafa farið í gegnum aðalskoðun. Fari svo geta starfsmenn Brimborgar eða Veltis klárað endurskoðun bílsins þegar hjólastillingu er lokið og þá þarf bíleigandinn ekki að fara aftur með bílinn í skoðun.

 Ef erindi þitt er annað en að panta tíma í hjólastillingu smelltu þá hér til að hafa samband.