Fara í efni

Ástandsskoðun

Ástandsskoðun

Ástandsskoðun notaðra bíla er mikilvægt skref í kaup- og söluferli notaðra bíla og eykur öryggi í bílaviðskiptum, bæði fyrir þá sem eru að selja bíl og hina sem eru að kaupa bíl. Allir notaðir bílar í sölu hjá Brimborg eru í góðu standi og ástandsskoðaðir og eru oft seldir með viðbótarábyrgð. Hins vegar hefur kaupandi lögbundinn rétt og er hvattur til að láta þriðja aðila ástandsskoða notaðan bíl fyrir kaup.

Brimborg hvetur kaupendur til að reynsluaka áður en kaup eru ákveðin og kynna sér ábyrgð bíla eftir kaup.

Söluráðgjafi Brimborgar skipuleggur með þér hvenær þú getur fengið bílinn til að fara með hann í reynsluakstur og ástandskoðun. Úrval notaðra bíla má finna í Vefsýningarsal.

Vefsýningarsalur (leitarvél) notaðra bíla