Fara í efni

Kaupleiga

Kaupleiga

Kaupleiga bíla er bílafjármögnun sem hentar fyrirtækjum. Með kaupleigu er bíllinn leigður af fjármögnunarfélagi sem kaupir bílinn en leigutaki færir samt bílinn til eignar. Í lok samningstíma eignast leigutaki bílinn með því að greiða lokagreiðslu sem ákveðin er í upphafi og bílnum er þá afsalað til leigutaka.

Kaupleiga - helstu kostir

Kaupleiga bindur ekki rekstrarfé og lánstími getur verið nokkuð langur og lánshlutfall nokkuð hátt en hvorutveggja er þó háð samþykki fjármögnunarfélags. Þar sem tækið er eign fjármögnunarfélagsins þá er það tryggingin fyrir efndum á samningnum. Þó bíllinn sé í eigu fjármögnunarfélagsins þá getur leigutaki eignfært hann og skuldfært á móti og afskrifað í sínum bókum. Að lokum eignast leigutaki bíllinn gegn greiðslu umsamins lokagjalddags.

Önnur bílafjármögnun sem hentar fyrirtækjum er m.a. fjármögnunarleiga fyrir nýja bíla og fyrir stærri fyrirtæki með stóra bílaflota þá getur rekstrarleiga fyrir nýja bíla verið kostur.

Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar um hvernig þú getur fjármagnað kaup á bíl frá Brimborg með kaupleigu eða einhverju öðru lánsformi sem hentar þér eða þínu fyrirtæki.
 
Ertu að spá í kaupleigu á nýjum bíl? Sendu fyrirspurn hér.
 
Ertu að spá í kaupleigu á notuðum bíl? Sendu fyrirspurn hér.
 
Vefspjall