Fara í efni

Jeppar til leigu

Jeppar til leigu

Hjá bílaleigum Brimborgar finnur þú fjölbreytt úrval af jeppum í ólíkum stærðarflokkum til leigu. Brimborg býður upp á jeppa í samstarfi við Saga Car Rental, Thrifty Car Rental og Dollar Rent A Car. Með því að smella á einn af hnöppunum hér fyrir neðan geturðu skoðað allar upplýsingar um bílaflokkana og verðskrá.

Að leigja jeppa

Það er einfalt og rafrænt að leigja jeppa hjá Brimborg. Bókunarferlið er allt unnið á netinu:

  1. Veldu dagsetningar og staði til að sækja og skila bílnum.
  2. Finndu jeppa sem hentar þínum þörfum.
  3. Settu inn upplýsingar og greiððu fyrirfram með kreditkorti.

Athugaðu að leigutaki þarf að hafa gilt ökuskírteini, vera að lágmarki 21 árs og greiða með kreditkorti. Sjá nánari upplýsingar í skilmálum bílaleiganna.

SAGA CAR RENTAL

THRIFTY CAR RENTAL

DOLLAR RENT A CAR

Framlenging á leigu

Mikilvægt er að skila bílnum á umsömdum tíma. Ef þú sérð fram á að seinka skilum, vinsamlegast hafðu samband sem fyrst og óskaðu eftir framlengingu. Starfsfólk okkar mun gera sitt besta til að verða við beiðninni ef bíllinn er ekki þegar bókaður fyrir aðra. Framlenging er gegn gjaldi, nánar tilgreint í skilmálum.

Bílaleigubíl skilað of seint

Ef jeppa í leigu er skilað of seint og ekki hefur verið óskað eftir framlengingu, fellur á sérstakt framlengingargjald ásamt refsigjaldi fyrir seinkun. Aðrar upplýsingar um þessi gjöld má nálgast í skilmálum bílaleigunnar.