Ábyrgð bílaviðgerða
Ábyrgð bílaviðgerða
Ábyrgð á bílaviðgerðum er lögbundin og felur í sér að kaupandi þjónustu getur gert athugasemdir við verkið í allt að tvö ár eftir að það var framkvæmt, svo fremi sem hægt sé að sýna fram á mistök. Verkstæði Brimborgar tekur þessa ábyrgð mjög alvarlega. Almennar upplýsingar um ábyrgð nýrra og notaðra bíla sem keyptir eru af Brimborg má finna hér.
Umboð og viðurkennd þjónusta
Brimborg er umboðsaðili og viðurkenndur þjónustuaðili fyrir Volvo, Polestar, Ford, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel. Við vinnum alltaf samkvæmt ströngum stöðlum og kröfum framleiðenda, notum viðurkennda, upprunalega varahluti og berum fulla ábyrgð á bílaviðgerðum okkar.
Rekjanlegt viðgerðarferli
- Skráning: Allar beiðnir um bílaviðgerðir eru skráðar í tölvukerfi Brimborgar og tengdar bílnúmeri ökutækisins.
- Staðfesting: Sá sem óskar eftir viðgerðinni staðfestir rafrænt við bókun eða á staðnum.
- Viðbótarvinnsla: Komi í ljós að meira þurfi að gera við bílinn, er ekki haldið áfram nema að fengnu samþykki eiganda.
- Varahlutir: Allir varahlutir sem eru notaðir við viðgerðina eru skráðir í tölvukerfið og tengdir verkbeiðninni.
- Yfirlit verka: Þegar bifvélavirkinn lýkur verkinu, skráir hann allt sem gert var inn á verkbeiðnina.
- Reikningur: Í lokin er gefinn út reikningur sem tengist verkbeiðninni, þannig að allt viðgerðarferlið er á einum stað og auðvelt að rekja.
Þú pantar tíma á verkstæði hér:
Verkstæði | Panta hér
Ég vil kvarta eða senda ábendingu vegna viðgerðar. Hvernig geri ég það?
Ef þú upplifir að viðgerð hafi ekki tekist sem skyldi þá er fyrsta skrefið að bóka tíma á verkstæðinu í endurkomu vegna fyrri viðgerðar. Verktæðið skoðar málið og lagfærir ef eitthvað hefur farið úrskeiðis. Ef þú hefur áhyggjur af öryggi bíls í kjölfar viðgerðar þá skaltu hafa samband við þjónustuborð sem forgangsraðar erindinu á viðeigandi verkstæði. Þar sem öll skref í viðgerðarferlinu eru vandlega skráð er auðvelt að sannreyna og leiðrétta mistök, ef þau eiga sér stað.
Ef þú telur að afgreiðsla Brimborgar sé ekki sanngjörn eftir skoðun og vilt senda inn kvörtun eða ábendingu þá tökum við því alvarlega, setjum erindið í skráð ferli sem fer til viðeigandi ábyrgðaraðila og við svörum eins hratt og kostur er. Smelltu til að senda inn Hrós, ábendingu eða kvörtun.
Ef þú telur að málsmeðferð og niðurstaða vegna kvörtunar eða ábendingar til Brimborgar sé ekki rétt og Brimborg hefur upplýst að um lokaniðurstöðu sé að ræða af hálfu félagsins þá mælir Brimborg með að þú hafir samband við Úrskurðarnefnd Bílgreina. Aðilar að henni eru Bílgreinasambandið (BGS), hagsmunasamtök bílgreinarinnar, og Félag íslenskra Bifreiðaeigenda (FÍB) auk þess sem oddamaður er skipaður af ráðherra. Einnig er hægt að hafa samband beint við FÍB fyrir félagsmenn eða beint við Neytendasamtökin fyrir þau sem eru félagsmenn þar.