Ábyrgð bílaviðgerða
Ábyrgð bílaviðgerða
Ábyrgð bílaviðgerða er lögbundin og í megindráttum felst ábyrgðin í því að kaupandi þjónustu hefur rétt til að kvarta í allt að tvö ár eftir að hún var framkvæmd ef hann getur sýnt fram á mistök við bílaviðgerð. Verkstæði Brimborgar taka þessa ábyrgð sína alvarlega. Almennt um ábyrgð nýrra bíla má lesa hér.
Brimborg er umboðsaðili og viðurkenndur þjónustuaðili fyrir Volvo, Polestar, Ford, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel. Brimborg fylgir kröfum framleiðanda um viðurkennd viðgerðarferli, notar ávalt viðurkennda, ekta, varahluti frá framleiðanda og tekur ábyrgð sína á vinnu við bílaviðgerðir alvarlega.
Rekjanlegt viðgerðarferli
Því tryggjum við að allar beiðnir um bílaviðgerðir á verkstæðum Brimborgar eru skráðar í tölvukerfi félagsins tengt við bílnúmer ökutækisins. Sá sem óskar eftir viðgerðinni staðfestir hvað skal framkvæma með undirskrift sinni. Þegar viðgerðarferli er hafið og í ljós kemur að meira þarf að gera við þá er ekki haldið áfram nema með samþykki þess sem óskaði eftir viðgerðinni. Allir varahlutir sem notaðir eru til verksins eru skráðir inn á beiðnina í tölvukerfinu og því rekjanlegir.
Þegar bifvélavirkinn hefur lokið viðgerð skráir hann allt sem hann hefur framkvæmt inn á verkbeiðnina í tölvukerfinu og að lokum er reikningur skrifaður sem er tengdur verkbeiðni. Alltaf er hægt að leita uppi verkbeiðni eða reikning.
Hrós / ábending / kvörtun
Með þessu er allt viðgerðarferlið rekjanlegt sem er hjálplegt ef okkur verður á mistök og því auðvelt að sannreyna og leiðrétta mistökin. Við leggjum að lokum mikla áherslu á að auðvelt sé að senda okkur ábendingu eða kvörtun, nú eða hrós ef vel hefur tekist til og þarf bara að smella á Hrós / ábending / kvörtun til að koma ábendingu áleiðis.