Fara í efni

Rafbílar hjá Brimborg

Rafbílar hjá Brimborg

Brimborg býður upp á fjölbreytt úrval nýrra rafknúinna bíla frá sjö bílaframleiðendum sem fyrirtækið er umboðsaðili fyrir, ásamt úrvali af notuðum rafbílum af öllum tegundum og gerðum. Úrval rafbíla eykst jafnt og þétt vegna aukinn krafna víða um heim um meiri orkunýtni, minni loftmengun og minni losun gróðurhúsalofttegunda.

Eftir því sem úrval rafbíla og tengiltvinnbíla eykst og þeir verða betri með meiri drægni þá eru þeir farnir að uppfylla þarfir notenda sem áður var aðeins hægt með dísil eða bensínbílum. Í sumum tilvikum hafa rafknúnar gerðir alveg tekið við af bensín eða dísilbílum og má þar nefna að Volvo EX90 og Volvo XC90 PHEV hafa alveg tekið við af Volvo XC90 dísil sem er ekki lengur framleiddur.

Hvort sem þú hefur áhuga á tengiltvinnrafbíl (plug-in hybrid / PHEV) eða 100% hreinum rafbíl sem nýta íslenska raforku, geturðu treyst á framúrskarandi drægni, góðan hleðsluhraða og framúrskarandi þjónustu frá reynslumiklu starfsfólki. Kynntu þér úrvalið, verðið og búnaðinn í Vefsýningarsölunum okkar.

Vefsýningarsalur nýrra bíla

Vefsýningarsalur (leitarvél) notaðra bíla

Settu gamla bílinn þinn upp í nýjan eða notaðan bíl – engin sölulaun og við sjáum um allt ferlið.

Einfaldaðu rafbílakaupin enn frekar með því að láta okkur sjá um uppítöku, hagstæða fjármögnun, tilboð í hleðslustöð og ráðgjöf um uppsetningu. Brimborg er leiðandi í úrvali rafbíla, framboði hleðslustöðva og ráðgjöf tengdri rafbílakaupum.

Uppítaka - allar upplýsingar

Við höfum tekið saman ítarlegt efni um hleðslustöðvar og hleðsluhraða rafbíla. Smelltu á hnappinn til að lesa nánar.

Hleðslustöðvar og hleðsluhraði

Rafbílar njóta töluverðs stuðnings frá stjórnvöldum við kaup. Smelltu á hnappinn til að fræðast meira.

Rafbíll - Verð og ívilnanir

Margir spyrja hvað kostar að setja upp hleðslustöð fyrir rafbíla og tengiltvinnbíla. Við svörum því í stuttri grein – aldrei hefur verið einfaldara að setja upp hleðslustöð. Smelltu á hnappinn til að lesa nánar.

Hvað kostar að setja upp hleðslustöð

Ertu forvitin(n) um hvað rafbíll eyðir af rafmagni eða hvað það kostar að hlaða hann? Smelltu á hnappinn til að komast að meiru.

Hvað kostar að hlaða rafbíl?

Kynntu þér einnig hvernig ytri þættir geta haft áhrif á drægni rafbílsins þíns. Smelltu á hnappinn til að lesa nánar.

Drægni og áhrif ytri aðstæðna