Fara í efni

Stefna gegn spillingu og mútum

Stefna Brimborgar gegn spillingu og mútum byggir á sjálfbærnistefnu félagsins og undirstefnum hennar sem eru að finna hér á vefnum og er í samræmi við kjörorð félagsins, Öruggur staður til að vera á, sem kynnt var til sögunnar árið 2003. Stefnur og markmið félagsins skulu ávallt endurspeglast í gildum þess og loforði skipulagsins um að vera öruggur staður til að vera á. Hvort sem átt er við vinnustað eða stað til verslunar og þjónustu. Kjörorð fyrirtækisins er: Brimborg - öruggur staður til að vera á.

Tilgangur Brimborgar með "Stefnu gegn spillingu og mútum" er að hindra spillingu og koma í veg fyrir mútur í öllu tilliti. Stjórnendum og starfsfólki Brimborgar er alfarið óheimilt að múta öðrum eða taka við mútum. Ekki er heimilt að múta í gegnum aðra eins og umboðsmenn, ráðgjafa eða dreifingaraðila.

Umfang og notagildi
Þessi stefna gegn mútum tekur á margvíslegu samhengi þar sem mútumál geta komið upp. Aðrir þættir viðskiptasiðferðis og spillingar, þar á meðal hagsmunaárekstrar og óbeinar mútur eru líka teknir fyrir.

Reglur

Skilgreining
Mútur eru það að bjóða, gefa eða lofa óeðlilegum verðmætum, beint eða óbeint, í þeim tilgangi að hafa áhrif á eða verðlauna einhvern til að bæta eða viðhalda viðskiptalegri stöðu.

Grunnregla
Spurðu sjálfan þig ætíð áður en þú býður, gefur eða lofar einhverju sem er dýrmætt til einhvers aðila ef þetta gæti talist hafa ólögmætan tilgang. Ef svarið er já, máttu ekki framkvæmda verknaðinn.

Spurðu sjálfan þig áður en þú samþykkir að taka við einhverjum verðmætum persónulega hvort um eðlilegan gjörning sé að ræða.

Mútugreiðslur geta verið með margvíslegum hætti, að bjóða eða gefa peninga eða eitthvað annað verðmætt. Hafa skal í huga að algengir viðskiptahættir eða félagsstarfsemi eins og að veita gjafir geta verið mútur í sumum kringumstæðum.

Gjafir og skemmtanir
Gjafir eða skemmtanir verða að vera hóflegar, sanngjarnar og sjaldgæfar. Ef að stjórnandi eða starfsmaður ákveður að gefa eða þiggja gjöf/skemmtun sem er að verðmæti yfir kr. 15.000 skal hann tilkynna það til Mannauðssviðs sem heldur skrá um allar slíkar gjafir/skemmtanir.

Aldrei má lofa eða bjóða uppá gjafir eða skemmtanir í þeim tilgangi að ná einhverju fram fyrir Brimborg. Ekki má heldur þiggja gjafir eða skemmtanir sem ætlaðar eru til að breyta hegðun starfsmanns viðskiptalega.

Styrkir, framlög og kostun
Brimborg getur veitt utanaðkomandi aðilum styrki eða stuðning.

Styrkir og stuðningur við stjórnmálaflokka
Ef Brimborg styrkir stjórnmálaflokka skal hver flokkur fá jafnt framlag í samræmi við stærð flokks.

Ef stjórnmálaflokkar óska eftir að koma að kynna málstað sinn hjá Brimborg skal veita öllum aðgang sem þess óska.

Hagsmunagæsla
Brimborg er heimilt að verja hagsmuni sína og starfsgreinar sinnar með því að taka virkan þátt í hagsmunasamtökum. Félagið vinnur til dæmis upplýsingar og útvegar upplýsingar málstað sínum til framdráttar. Allar mútur eru hins vegar óheimilar hér sem annarstaðar.

Nýir aðilar
Þegar gengið er til samninga við nýja birgja eða aðra viðskiptaaðila skal tryggja að öll samskipti og viðskipti séu eðlileg.

Áhættumat

 

Athugasemdir/Dregur úr áhættu

Mat

Starfsmenn Brimborgar múta öðrum

   
 

Dregur úr áhættu

 

Gjafir og skemmtanir

Öruggt fjárhagsbókhald, Starfsfólk vinnur ekki skv. bónuskerfi.

Lítil áhætta

Styrkir, framlög og kostun

Öruggt fjárhagsbókhald, Fáir hafa heimild til að ákveða

Lítil áhætta

Stuðningur við stjórnmálaflokka

Öruggt fjárhagsbókhald, Skýrar reglur, Fáir heimild til að ákveða

Lítil áhætta

Hagsmunagæsla

Öruggt fjárhagsbókhald, Fáir hafa heimild til að ákveða

Lítil áhætta

Nýir aðilar

Öruggt fjárhagsbókhald, Fáir hafa heimild til að ákveða

Lítil áhætta

     
     

Starfsmenn Brimborgar taka við mútum

 

Gjafir og skemmtanir

Starfsfólk vinnur ekki skv. bónuskerfi. Skráning gjafa og skemmtana

Meðal áhætta

Styrkir, framlög og kostun

Fáir hafa heimild til að ákveða

Lítil áhætta

Stuðningur við stjórnmálaflokka

Skýrar reglur, Fáir hafa heimild til að ákveða

Lítil áhætta

Hagsmunagæsla

Fáir í samskiptum

Lítil áhætta

Nýir aðilar

Umfangsmikil áreiðanleikakönnun

Meðal áhætta

Innleiðing


Kynningar og þjálfun
Mannauðsstjóri ber ábyrgð á að kynna þessa stefnu fyrir öllu starfsfólki. Allir nýliðar fá stefnuna til yfirlestrar og undirritunar við ráðningu.

Bókhald og skráningar

Allar fjárhagshreyfingar skulu bókaðar og koma fram í fjárhagsbókhaldi Brimborgar. Ekkert má vera utan bókhalds.

Eftirlit
Eins og áður hefur komið fram skal mannauðssvið halda skrá um allar gjafir sem fara yfir kr. 15.000. Mannauðsstjóri skal hafa eftirlit með gjöfum og upplýsa og eftir atvikum ræða málin í stjórn félagsins.

Forstjóri og framkvæmdastjórar sviða ásamt millistjórnendum skulu vera vel vakandi fyrir þessum málum og upplýsa ef grunur vaknar um mögulegar mútur.

Uppfært 26.5.2024