Húsbílar
Húsbílar
Húsbílar eru ekki til sölu hjá Brimborg þar sem þeir eru ekki framleiddir beint hjá bílaframleiðendum sem Brimborg er umboðsaðili fyrir. Hins eru margir sjálfstæðir húsbílaframleiðendur sem bjóða húsbíla sem eru smíðaðir ofan á grindur frá Ford, Peugeot, Citroën og Opel.
Þrátt fyrir þetta veitir Brimborg viðgerðarþjónustu og útvegar varahluti í fyrrgreindar bíltegundir og bílgerðir sem koma til landsins með öðrum leiðum. Þjónustan getur þó verið takmörkuð þar sem þjálfun, reynsla og réttur tækjabúnaður er mögulega ekki til staðar hjá Brimborg og varahluti þarf mögulega að sérpanta. Við munum þó alltaf reyna að gera okkar besta í þjónustu og varahlutum.
Þurfir þú á þjónustu eða varahlutum að halda í húsbíla sem byggðir eru á Ford, Peugeot, Citroën eða Opel grind smelltu þá á viðeigandi hnapp og veldu verkstæðis- eða varahlutadeild hjá Brimborg fyrir viðeigandi bílamerki.