Langtímaleiga á bílum
Langtímaleiga á bílum
Langtímaleiga á nýjum eða notuðum bíl er afar hentug lausn fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Lágmarksleigutími er 12 mánuðir og leigutaki greiðir mánaðarlegt gjald þar sem öll þjónusta er innifalin, að undanskildum orkukostnaði, rúðuvökva og þrifum á bílnum. Hjá Langtímaleigu Brimborgar er hægt að velja um bæði nýja og notaða bíla í langtímaleigu. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að velja bíl og leigutíma, ásamt því að sjá allar upplýsingar um verð og skilmála.
Vetrarleiga á bíl
Vetrarleiga á bíl er styttri útgáfa af langtímaleigu og er eingöngu í boði fyrir notaða bíla. Þetta er vinsæll valkostur fyrir þá sem þurfa ekki langtímaleigubíl allt árið heldur einungis tímabundið, svo sem þegar tímabundið vantar annan bíl á heimilið eða bíl fyrir tiltekinn skóla- eða vinnuáfanga. Vetrarleiga getur reynst hagkvæm þar sem um er að ræða vel útbúna og nýlega bíla á góðu verði. Leigutaki greiðir mánaðarlegt gjald og innifalin er öll þjónusta nema orkukostnaður, rúðuvökvi ogþrif, sem leigutaki sér um.
Algengast er að fólk taki bíl á vetrarleigu að hausti, en hjá Langtímaleigu Brimborgar má leigja hvenær sem er á tímabilinu 1. september til 1. maí. Lengd leigutíma fer eftir því hvenær leigusamningur hefst, en lágmarksleigutími er einn mánuður.
Að leigja langtímaleigubíl eða bíl í vetrarleigu
Ferlið við að leigja langtímaleigubíl eða vetrarleigubíl hjá Brimborg er bæði rafrænt og einfalt. Þú velur gerð bíls og leigutíma á netinu og sendir inn bókun. Starfsfólk okkar fer þá yfir umsóknina, óskar eftir staðfestingu á greiðsluhæfi og gerir grein fyrir næstu skrefum. Greitt er með kreditkorti og framvísa þarf gildu ökuskírteini. Leigutaki þarf að vera að minnsta kosti 21 árs gamall. Allar nánari upplýsingar og skilmála er að finna á vefsíðu langtímaleigunnar.
Nýir og notaðir bílar í langtímaleigu
Framlenging á leigu
Mikilvægt er að skila bílnum á umsömdum tíma, hvort sem um er að ræða langtímaleigubíl eða vetrarleigubíl. Ef eitthvað kemur upp á og ekki er hægt að skila á réttum tíma skal hafa samband við starfsfólk okkar sem mun meta hvort hægt sé að framlengja leigusamninginn. Framlenging er gegn gjaldi og frekari upplýsingar má finna í skilmálum.
Bílaleigubíl skilað of seint
Ef bíl er skilað of seint án þess að óskað hafi verið eftir framlengingu bætist við framlengingargjald og refsigjald vegna seinkunar. Nánari upplýsingar um þessi gjöld má finna í skilmálum.