Fara í efni

Rútur

Rútur (Hópferðabílar)

Rútur (Hópferðabílar) fást í miklu úrvali hjá Brimborg frá tveimur virtum framleiðendum, Ford og Volvo. Brimborg hefur mikla reynslu af innflutningi og þjónustu á rútum. Rúturnar fást í margvíslegum stærðum og með ólíkum sætafjölda.

Einfaldaðu bílakaupin. Láttu okkur sjá um allt, uppítöku á gamla bílnum og hagstæða fjármögnun.

Fyrirtækjalausnir Brimborgar

Vefsýningarsalur nýrra bíla

Brimborg býður allar tegundir og gerðir af hópferðabílum (rútum) sem eru í boði frá okkar framleiðendum svo framarlega sem þær eru í boði fyrir evrópskan markað, uppfylla evrópskar kröfur um skráningu skv. heildargerðarviðurkenningu (Whole Vehicle Type Approval) og eiginleikar og búnaður henti fyrir íslenskar aðstæður. Ef tiltekinn hópferðaferðabíll (rúta) er ekki í boði frá framleiðanda skv. fyrrgreindum skilyrðum þá býður Brimborg þær bíltegundir eða bílgerðir ekki til sölu og þær er því ekki að finna í Vefsýningarsal eða á verðlista. Þrátt fyrir þetta veitir Brimborg viðgerðarþjónustu og útvegar varahluti í fyrrgreindar bíltegundir og bílgerðir sem koma til landsins með öðrum leiðum. Þjónustan getur þó verið takmörkuð þar sem þjálfun, reynsla og réttur tækjabúnaður er mögulega ekki til staðar hjá Brimborg og varahluti þarf mögulega að sérpanta. 

Rútur nýjar | Verðlistar - Búnaður - Tækniupplýsingar

Rútur verð tilboð

Rútur frá Brimborg eru sérlega hagkvæmar í rekstri enda koma þær frá framleiðendum sem leggja mikið upp úr gæðum og lágum rekstrarkostnaði. Eldsneytisnotkun er í lágmarki og kostnaður vegna viðhalds og viðgerða með því lægsta sem þekkist. Rúturnar eru á frábæru verði og sérstaklega ef tekið er mið af miklum búnaði og gæðum. Í krafti stærðar sinnar getur Brimborg gert magninnkaup sem skilar sér í lægra verði til rekstraraðila á rútum. Vertu í góðu sambandi við rútu ráðgjafa okkar því stundum detta inn á borð hjá okkur hagstæð tilboð að utan. Við sérpöntun einnig rútur eftir óskum rekstraraðila. Sérpöntun kostar ekkert aukalega og getur jafnvel leitt til lægra verðs.

Sérfræðingar okkar í fyrirtækjalausnum setja saman rútur eins og þér hentar og gera þér tilboð.

Fyrirtækjalausnir Brimborgar