Rútur
Rútur
Rútur fást í miklu úrvali hjá Brimborg frá tveimur virtum framleiðendum, Ford og Volvo. Brimborg hefur mikla reynslu af innflutningi og þjónustu á rútum. Rúturnar fást í margvíslegum stærðum og með ólíkum sætafjölda.
Einfaldaðu bílakaupin. Láttu okkur sjá um allt, uppítöku á gamla bílnum og hagstæða fjármögnun.
Rútur nýjar | Verðlistar - Búnaður - Tækniupplýsingar
- Ford rútur | Verð - búnaður - tækniupplýsingar
- Volvo rútur og strætisvagnar | Verð - búnaður - tækniupplýsingar
Rútur verð tilboð
Rútur frá Brimborg eru sérlega hagkvæmar í rekstri enda koma þær frá framleiðendum sem leggja mikið upp úr gæðum og lágum rekstrarkostnaði. Eldsneytisnotkun er í lágmarki og kostnaður vegna viðhalds og viðgerða með því lægsta sem þekkist. Rúturnar eru á frábæru verði og sérstaklega ef tekið er mið af miklum búnaði og gæðum. Í krafti stærðar sinnar getur Brimborg gert magninnkaup sem skilar sér í lægra verði til rekstraraðila á rútum. Vertu í góðu sambandi við rútu ráðgjafa okkar því stundum detta inn á borð hjá okkur hagstæð tilboð að utan. Við sérpöntun einnig rútur eftir óskum rekstraraðila. Sérpöntun kostar ekkert aukalega og getur jafnvel leitt til lægra verðs.
Nýjar rútur eru ódýrari í rekstri
Þótt upphaflegt kaupverð á rútu sé hagstætt segir það aldrei alla söguna. Rekstrarkostnaður og endursöluverð vega jafnvel þyngra þegar reikna skal heildarlíftímakostnað við rútur. Rekstrarkostnaður vegur þungt enda eru rútur í atvinnurekstri í mikilli notkun. Þar eru rútur frá Brimborg í sérflokki hvað hagkvæmni varðar. Hagstæð þjónusta Brimborgar og lítil eldsneytiseyðsla rúta frá Ford og Volvo lækkar rekstrarkostnaðinn enn frekar. Og auðvitað skiptir máli fyrir metnaðaðarfulla rekstraraðila að öryggi sé gott og mengun í lágmarki. Að lokum er mikilvægt að hafa endursöluverðið í huga. Góð endursala og hátt endursöluverð skiptir máli fyrir heildarlíftímakostnað rútunnar og vörumerki sem eru þekkt og vinsæl í Evrópu seljast hraðar í endursölu og á hærra verði.
Fáðu upplýsingar um nýjar rútur strax í dag. Sendu fyrirspurn á söluráðgjafa og fáðu nánari upplýsingar um nýjar rútur hjá Brimborg. Sérfræðingar okkar fara yfir þann búnað sem er í boði, allar tækniupplýsingar og sætauppbyggingu og að því loknu gerum við þér tilboð.