Fara í efni

Bílalán

Bílalán nýrra bíla

Bílalán er einföld og þægileg leið til að eignast nýjan bíl. Bílalán fyrir nýja bíla fást hjá öllum fjármögnunarfyrirtækjum og sjá söluráðgjafar Brimborgar um að aðstoða þig við val á hagstæðustu leiðinni fyrir þig! Einstaklingar fá allt að 90% fjármögnun í nýjum bíl og getur útborgun verið í formi peninga eða uppítökubíls og samningstími allt að 7 ár.

Bílalán notaðra bíla

Bílalán er einföld og þægileg leið til að eignast nýjan eða notaðan bíl. Bílalán fyrir notaða bíla fást hjá öllum fást hjá öllum fjármögnunarfyrirtækjum og sjá söluráðgjafar Brimborgar um að aðstoða þig við val á hagstæðustu leiðinni fyrir þig! Einstaklingar fá allt að 90% fjármögnun í allt að 5 ár í notuðum bíl ef samanlagður aldur bílsins og lánstími er að hámarki 9 ár. Einstaklingar fá allt að 80% fjármögnun í 7 ár í notuðum bíl ef samanlagður aldur bílsins og lánstími er að hámarki 12 ár.  Útborgun getur verið í formi peninga eða uppítökubíls.

Hvernig fæ ég bílafjármögnun?
Þegar þú hefur fundið draumabílinn aðstoða söluráðgjafar Brimborgar þig við að velja hagstæðustu leiðina og senda inn umsókn um fjármögnun hjá því fjármögnunarfyrirtæki sem þú velur. Fjármögnunarferlið er einfalt, söluráðgjafi sendir umsókn, þú samþykkir heimild til upplýsingagjafar rafrænt og færð svar um hæl. Þú undirritar lánasamninginn við afhendingu á nýja bílnum og við sjáum um pappírsvinnuna fyrir þig. Fáðu ráðgjöf hjá söluráðgjafa Brimborgar hvaða fjármögnun er hagstæðust fyrir þig.

Hversu langur samningstími er í boði?
Samningstíminn getur verið allt að sjö ár með 10% útborgun við kaup á nýjum bíl. Þú getur á auðveldan máta greitt inn á lánið á samningstíma án þess að að borga uppgreiðslu- eða umframgreiðslugjald. Vextir á bílalánum eru óverðtryggðir vextir.

Útborgun með uppítökubíl
Bílafjármögnun krefst amk 10% útborgunar sem getur verið í formi peningar eða uppítöku á notuðum bíl. Litið er á uppítökubílinn sem útborgun og oft dugar það til að mismuninn sé hægt að brúa með bílafjármögnun. Söluráðgjafi Brimborgar útbýr bæði eigendaskipti og afsal og tilkynnir eigendaskiptin til Samgöngustofu.

Þarf ég að fara í greiðslumat?
Ef lánsfjárhæðin er hærri en 2.100.000 kr. fyrir einstakling eða 4.200.000 kr. fyrir sambúðarfólk þarftu að fara í rafrænt greiðslumat sem þú getur auðveldan máta undirritað í símanum þínum

Get ég fært fjármögnun af gamla bílnum yfir á nýjan bíl?
Þú getur á auðveldan máta skipt um bíl og fengið sameingingarlán. Þetta er ódýrari kostur heldur en að greiða upp gamla lánið og taka nýtt lán. Ef þú átt bíl sem er með bílalán hjá fjármögnunarfyrirtæki og vilt skipta honum upp í nýjan bíl aðstoða söluráðgjafar Brimborg þig við að sækja um sameiningarlán og velja hagstæðustu leiðina.

Hagstæð græn fjármögnun fyrir raf, og Plug-in Hybrid/tengiltvinn rafbíla
Með hagstæðri grænni fjármögnun greiðir þú greiðir engin lántökugjöld við fjármögnun nýrra rafmagnaðra bíla og færð allt að helmingsafslátt af Plug-in Hybrid bílum sem eru með minni útblástur en 99g/km í Co2 gildi eða færð lægri vexti.

Fjármögnun fyrirtækja
Bílalán er einföld og þægileg leið fyrir fyritækir til að eignast nýjan bíl. Bílalán fyrir nýja bíla fást hjá öllum fjármögnunarfyrirtækjum og sjá söluráðgjafar Brimborgar um að aðstoða þig við val á hagstæðustu leiðinni fyrir þitt fyrirtæki! Fyrirtæki fá allt að 80% fjármögnun í nýjum bíl og getur útborgun verið í formi peninga eða uppítökubíls og samningstími allt að 7 ár. Ef bifreið er VSK bifreið er útborgun 20% af verði bifreiðar án vsk + virðisaukaskatt.
Fyrirtæki hafa kost á rekstrarleigu sem er blanda af fjármögnun og flotastýringu.

Ertu að spá í bílalánum út af nýjum bíl? Sendu fyrirspurn hér.
 
Ertu að spá í bílalánum út af notuðum bíl? Sendu fyrirspurn hér.
 
 
Vefspjall