Pallbílar
Pallbílar
Pallbílar frá Ford fást hjá Brimborg og eru Amerísku Ford F-series pallbílarnir mest seldu bílar í Bandaríkjunum og Ford Ranger pallbíllinn einn sá mest seldi í Evrópu. Það kemur ekki á óvart enda eru þetta traustir vinnuhestar sem Brimborg býður á hagstæðu verði, sérsniðna að þínum þörfum. Pallbílar frá Ford fást í ýmsum stærðum og með mismunandi burðargetu. Útfærslur á húsi eru af ýmsu tagi og m.a. er boðið upp á mismunandi sætafjölda. Pallbílar henta fullkomlega í hverskyns atvinnurekstur en geta einnig hentað sem vinnubílar og heimilisbílar. Dráttargeta Ford pallbíla gerir að verkum að þeir henta vel í margvísleg erfið verkefni, m.a. til að draga stórar og þungar hestakerrur.
Einfaldaðu bílakaupin. Láttu okkur sjá um allt, uppítöku á gamla bílnum og hagstæða fjármögnun.
Pallbílar nýir | Verðlistar - Búnaður - Tækniupplýsingar
Pallbílar verð tilboð
Pallbílar Ford hjá Brimborg eru sannkallaðir vinnuhestar og nánast ódrepandi. Þeir eru fjórhjóladrifnir og sérlega auðveldir til breytinga, t.d. ef setja þarf undir þá stærri hjólbarða. Pallbílarnir frá Ford eru á frábæru verði og sérstaklega ef tekið er mið af miklum búnaði og aflmiklum vélum. Í krafti stærðar sinnar getur Brimborg gert magninnkaup á bílum og skilar það sér í lægra verði til kaupandans. Vertu í sambandi og fylgstu með á vefnum því reglulega bjóðum við góð tilboð á pallbílum og það kemur fyrir að við eigum reynsluaksturs- og sýningarbíla sem við bjóðum á tilboði.
Ford pallbílar | Sérpöntum Ford F-150 og Ford F-350
Ford pallbíla sérpöntun við fyrir ýmis sérhæfð verkefni, m.a. Ford F-series pallbíla eins og F-150 og Ford F-350. Með sérpöntun beint frá verksmiðju er hægt að útfæra pallbílinn nákvæmlega eins og hentar væntanlegum notanda og um leið gerum við hagstætt verðtilboð. Sérpöntun kostar ekkert aukalega og getur jafnvel leitt til lægra verðs.
Sérfræðingar okkar í fyrirtækjalausnum setja saman pallbíl eins og þér hentar og gera þér tilboð.