Fara í efni

Ábyrgð bíla

Ábyrgð bíla eftir kaup

Ábyrgð á nýjum bílum og  notuðum bílum eftir kaup á Íslandi eru skv.  íslenskum lögum ákveðin lágmarksréttindi neytenda og tryggja að neytandi getur gert kröfu um úrbætur vegna galla sem neytandinn getur sýnt fram á í allt að tvö ár frá afhendingu bílsins. Skilgreining á galla er háð meðal annars aldri bíls, verði og öðrum forsendum við kaupin. Tilkynna þarf um galla til söluaðila við fyrsta tækifæri svo seljandi geti nýtt sér rétt sinn til að bæta úr gallanum. 

Faglegt kaupferli

Allt kaupferli og samningar hjá Brimborg er skráð nákvæmlega, lögð er áhersla á að kaupandi reynsluaki bílnum áður en kaup eru staðfest og kaupandi upplýstur um réttindi sín um að fara með notaðan bíl í ástandsskoðun til þriðja aðila af kaupandi kýs svo áður en af kaupum verður.

Til viðbótar við lágmarksvernd bílkaupenda skv. lögum þá býður Brimborg viðbótarábyrgð á nýjum og notuðum bílum, bæði á bílnum í heild og einstökum hlutum hans skv. nánari skilmálum.

Viðbótarábyrgð Brimborgar, notaðir bílar

Í mörgum tilvikum eru notaðir bílar í sölu hjá Brimborg enn í ábyrgð frá því hann var keyptur nýr. Í Vefsýningarsal má skoða ábyrgðartíma notaðra bíla.

Vefsýningarsalur notaðra bíla

Viðbótarábyrgð Brimborgar, nýir bílar

Um viðbótarábyrgð á nýjum bílum keyptum af Brimborg má lesa um hér fyrir neðan. Til að finna nýja bíla í sölu af lager eða úr pöntun þá er þá að finna í Vefsýningarsal. 

Vefsýningarsalur nýrra bíla

5 ára ábyrgð og 8 ára drifrafhlöðuábyrgð á nýjum Ford, Mazda, Volvo og Polestar

Brimborg býður kaupanda nýrra Ford, Mazda, Volvo og Polestar bíla framlengda verksmiðjuábyrgð eða samtals 5 ár gegn sérstökum skilmálum hvers framleiðanda. Ábyrgð á drifrafhlöðu rafbíla er 8 ár skv. sérstökum skilmálum hvers framleiðanda. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg.  Ábyrgðin er víðtæk verksmiðjuábyrgð sem gildir bæði fyrir fólksbíla, jeppa, pallbíla og sendibíla. Söluráðgjafar veita nánari upplýsingar um ábyrgðar- og þjónustuskilmála en ítarlegar upplýsingar fylgja í eiganda- og þjónustuhandbók bílsins.   

7 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu á nýjum Citroën, Peugeot og Opel

Brimborg býður nýja Citroën, Peugeot og Opel bíla með víðtækri 7 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg. Ábyrgðin er víðtæk verksmiðjuábyrgð sem gildir bæði fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla. Söluráðgjafar veita nánari upplýsingar um ábyrgðar- og þjónustuskilmála en ítarlegar upplýsingar fylgja í eiganda- og þjónustuhandbók bílsins. 

Nánari upplýsingar um ábyrgð bíla hjá Brimborg og framlengda verksmiðjuábyrgð er að finna á eftirfarandi vefsvæðum eða hjá söluráðgjöfum Brimborgar.

Panta tíma í ábyrgðarviðgerð

Þú getur pantað tíma fyrir ábyrgðarviðgerð á verkstæðum Brimborgar hér á vefnum. Þegar þú hefur bókað tíma þá færð þú mjög fljótlega staðfestingu í sms með nánari leiðbeiningum. Síðan munum við minna þig á tímann fjórum dögum áður en þú átt að mæta og aftur minnum við á daginn áður. Þú finnur lausan tíma, bókar tíma, afbókar eða bókar fyrirspurn fyrir verkstæði Brimborgar hér.

Vefspjall