Fara í efni

Ábyrgð bíla

Ábyrgð eftir kaup á nýjum og notuðum bílum

Öllum bílum sem keyptir eru hjá Brimborg fylgir ábyrgð samkvæmt íslenskum neytendalögum auk þess sem Brimborg býður framlengda ábyrgð. Ábyrgð bíla tekur til galla sem kunna að koma í ljós innan tveggja ára frá afhendingu bílsins, að því gefnu að sýnt sé fram á galla skv. lögum.

Í þessu samhengi þarf að hafa í huga aldur bíls, akstur, kaupverð, þjónustusögu og aðrar forsendur kaupanna. Mikilvægt er að láta seljanda (Brimborg) vita af mögulegum galla eins fljótt og auðið er, þannig að seljandi geti bætt úr honum en dráttur á tilkynningu um galla getur haft áhrif á réttindi til að fá gallann bættan án kostnaðar.

Innkallanir bíla

Auglýsi framleiðandi innköllun á tiltekinni bílgerð fer af stað formlegt ferli hjá Brimborg. Félagið hefur samband við eigendur þeirra bíla sem innköllun nær til ef þeir hafa verið fluttir inn af Brimborg og boða umræddan bíl þá í viðgerð til að lagfæra bilun sem er ástæða innköllunar.  Ferlið er nákvæmlega skráð í upplýsingumkerfi Brimborgar, boðun í innköllun getur verið með bréfi, tölvupósti, símtali eða sma. Eigandi velur þann tíma sem honum, hentar að láta framkvæma innköllun, pantar rafrænt sjálfur tíma á verkstæði fyrir innköllunarviðgerð sbr. nánari lýsingu hér neðst á síðunni.

Faglegt kaupferli og framlengd ábyrgð hjá Brimborg

  • Nákvæm skráning: Allt kaupferli og samningar eru skráð í viðskipta- og tengslaupplýsingakerfi.
  • Reynsluakstur: Hvatt er til að kaupandi reynsluaki bílnum áður en kaup eru staðfest.
  • Ástandsskoðun: Kaupendur eiga rétt á að láta óháðan aðila skoða notaðan bíl ef óskað er áður en kaupin fara fram.

Til viðbótar við lögbundna ábyrgð býður Brimborg framlengda ábyrgð á bæði nýjum og notuðum bílum sem getur náð yfir bílinn í heild eða einstaka hluta, allt eftir skilmálum hverju sinni.

Framlengd ábyrgð Brimborgar – Notaðir bílar

Oft eru notaðir bílar sem Brimborg selur enn í verksmiðjuábyrgð og/eða í framlengdri ábyrgð Brimborgar frá því þeir voru keyptir nýir. Í Vefsýningarsal notaðra bíla sérðu hvenær ábyrgðartími rennur út ef ábyrgð er enn í gildi.

Vefsýningarsalur notaðra bíla

Framlengd ábyrgð Brimborgar – Nýir bílar

Upplýsingar um framlengda ábyrgð á nýjum bílum frá Brimborg má finna hér fyrir neðan. Í Vefsýningarsal nýrra bíla er hægt að skoða nýja bíla sem eru á lager eða í pöntun og sjá hvaða ábyrgð fylgir hverjum og einum.

Vefsýningarsalur nýrra bíla

5 ára ábyrgð og 8 ára drifrafhlöðuábyrgð á nýjum Ford, Mazda, Volvo og Polestar

  • Brimborg býður framlengda verksmiðjuábyrgð í allt að 5 ár eða að 100.000 km, hvort sem kemur á undan km eða tími. Ábyrgðin er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðanda og Brimborgar og greiðist þjónusta af bíleiganda.
  • Drifrafhlöður í rafbílum og tengiltvinnbílum hafa 8 ára ábyrgð eða að 160.000 km, hvort sem kemur á undan km eða tími og miðast ábyrgðin við að hleðslugetan fari ekki á ábyrgðartímanum niður fyrir tiltekið hlutfall af upphaflegri hleðslugetu. Það getur verið misjafnt eftir bílgerðum en oft miðað við 70%.
  • Ábyrgðin gildir einungis fyrir bíla keypta hjá Brimborg, hvort sem um ræðir fólksbíla, jeppa, pallbíla eða sendibíla.
  • Til að viðhalda ábyrgð þarf skráning þjónustuskoðana og viðhalds að vera sannarlega skráð í upplýsingakerfi Brimborgar, þjónustubók bílsins eða gagnagrunn framleiðanda eftir því sem við á eða lögmætum reikning viðurkennds þjónustuverkstæðis framvísað.
  • Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá söluráðgjöfum, í eiganda- og þjónustuhandbók viðkomandi bíls ef þær eru enn til staðar eða í skjölum um framlengda ábyrgð sem afhent eru með bílnum.

Brimborg leggur áherslu á mikilvægi þess að fylgja þeim leiðbeiningum sem gefnar eru við kaup og þjónustu á bílum til að tryggja réttindi eigenda. Framlengd ábyrgð Brimborgar gildir eingöngu á Íslandi og gildir eingöngu um bíla sem fluttir eru inn af Brimborg ehf. Framlengd ábyrgð fellur niður ef ekki er mætt á réttum tíma í þjónustuskoðun sem gildir bæði um akstur og tíma. Það er alfarið á ábyrgð eiganda ökutækis að mæta á réttum tíma og greiðir fyrir þjónustuskoðun.

7 ára ábyrgð og 8 ára drifrafhlöðuábyrgð á nýjum Citroën, Peugeot og Opel

  • Brimborg býður framlengda verksmiðjuábyrgð í allt að 7 ár eða að 100.000 km, hvort sem kemur á undan km eða tími. Ábyrgðin er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðanda og Brimborgar og greiðist þjónusta af bíleiganda.
  • Drifrafhlöður í rafbílum og tengiltvinnbílum hafa 8 ára ábyrgð eða að 160.000 km, hvort sem kemur á undan km eða tími og miðast ábyrgðin við að hleðslugetan fari ekki á ábyrgðartímanum niður fyrir tiltekið hlutfall af upphaflegri hleðslugetu. Það getur verið misjafnt eftir bílgerðum en oft miðað við 70%.
  • Ábyrgðin gildir einungis fyrir bíla keypta hjá Brimborg, hvort sem um ræðir fólksbíla, jeppa, pallbíla eða sendibíla.
  • Til að viðhalda ábyrgð þarf skráning þjónustuskoðana og viðhalds að vera sannarlega skráð í upplýsingakerfi Brimborgar, þjónustubók bílsins eða gagnagrunn framleiðanda eftir því sem við á eða lögmætum reikning viðurkennds þjónustuverkstæðis framvísað.
  • Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá söluráðgjöfum, í eiganda- og þjónustuhandbók viðkomandi bíls ef þær eru enn til staðar eða í skjölum um framlengda ábyrgð sem afhent eru með bílnum.

Brimborg leggur áherslu á mikilvægi þess að fylgja þeim leiðbeiningum sem gefnar eru við kaup og þjónustu á bílum til að tryggja réttindi eigenda. Framlengd ábyrgð Brimborgar gildir eingöngu á Íslandi og gildir eingöngu um bíla sem fluttir eru inn af Brimborg ehf. Framlengd ábyrgð fellur niður ef ekki er mætt á réttum tíma í þjónustuskoðun sem gildir bæði um akstur og tíma. Það er alfarið á ábyrgð eiganda ökutækis að mæta á réttum tíma og greiðir fyrir þjónustuskoðun.

Nánari upplýsingar

Frekari upplýsingar um ábyrgð á bílum frá Brimborg og framlengda verksmiðjuábyrgð má nálgast á eftirfarandi vefsvæðum eða hjá söluráðgjöfum Brimborgar:

Ábyrgðarviðgerðir og innkallanir bíla sem ekki eru fluttir inn af Brimborg

Brimborg veitir þessum bílum þjónustu til að lagfæra bilun en staðfesta þarf hverju sinni hvort bilun fellur undir verksmiðjuábyrgð framleiðanda eða hvort um innköllun er að ræða. Upplýsingar um hvaða bíll er keyptur og hvenær og fyrsta skráningardag bílsins í upprunalandinu þurfa að koma fram. Framlengd ábyrgð Brimborgar er ekki í boði fyrir bíla sem ekki eru keyptir af Brimborg.

Við bjóðum einnig viðgerðarþjónustu fyrir bíla af fyrrgreindum tegundum þó þeir séu ekki fluttir inn af Brimborg og sama á við um húsbíla sem eru byggðir á grindum frá okkar framleiðendum. Þjónustan við þá bíla getur þó verið takmörkuð þar sem þjálfun, reynsla og réttur tækjabúnaður er mögulega ekki til staðar og varahluti þarf mögulega að sérpanta.

Panta tíma í ábyrgðarviðgerð eða innköllun

  • Þú getur pantað tíma í ábyrgðarviðgerð eða innköllun á verkstæðum Brimborgar hér á vefnum.
  • Eftir bókun færðu staðfestingu með SMS og við sendum áminningar fjórum dögum og degi áður en þjónustan á sér stað.
  • Á vefnum geturðu fundið lausa tíma, bókað eða afbókað og einnig sent fyrirspurn.
  • Ef bíllinn er frá Ford, Volvo, Polestar, Mazda, Citroën, Peugeot eða Opel, keyptur hjá Brimborg og er innan ábyrgðartíma vegna innköllunar eða staðfests galla, getur eigandi óskað eftir bíl frá þjónustuleigu Brimborgar ef laus bíll er til staðar.  Vegna reglulegrar þjónustu eða viðgerðar býðst þjónustuleigubíll gegn gjaldi ef hann er bókaður við pöntun.

Panta tíma á verkstæði

Með lengri ábyrgð hjá Brimborg geturðu ekið af stað með örugga tilfinningu og hugarró.

Ég vil kvarta eða senda ábendingu vegna ábyrgðar eða innköllunar. Hvernig geri ég það?

Ef þú upplifir bilun innan ábyrgðartíma sem þú telur vera galla þá er fyrsta skrefið að bóka tíma á verkstæði hjá Brimborg eins og fyrr er líst. Ef þú telur að afgreiðsla Brimborg sé ekki sanngjörn og vilt senda inn kvörtun eða ábendingu þá tökum við því alvarlega, setjum erindið í skráð ferli sem fer til viðeigandi ábyrgðaraðila og við svörum eins hratt og kostur er. Smelltu til að senda inn Hrós, ábendingu eða kvörtun.

HRÓS, ÁBENDING, KVÖRTUN

Ef þú telur að málsmeðferð og niðurstaða vegna kvörtunar eða ábendingar til Brimborgar sé ekki rétt og Brimborg hefur upplýst að um lokaniðurstöðu sé að ræða af hálfu félagsins þá mælir Brimborg með að þú hafir samband við Úrskurðarnefnd Bílgreina. Aðilar að henni eru Bílgreinasambandið (BGS)  hagsmunasamtök bílgreinarinnar) og Félag íslenskra Bifreiðaeigenda (FÍB) auk þess sem oddamaður er skipaður af ráðherra. Einnig er hægt að hafa samband beint við FÍB fyrir félagsmenn eða beint við Neytendasamtökin fyrir þau sem eru félagsmenn þar.