Fara í efni

Algengar spurningar og svör

Algengar spurningar og svör

Hvort sem er á opnunartíma eða utan hans, þá getur þú fundið svör við spurningum þínum hér á vefnum eða með því að spyrja Góa, snjallsvara Brimborgar. Smelltu á bóluna neðst til hægri til að hefja snjallspjall við Góa. Hér að neðan finnur þú einnig svör við algengum spurningum.

Hvernig panta ég varahluti og aukahluti eða fæ upplýsingar?
Smelltu á hnappinn til að panta varahluti eða aukahluti, eða til að fá upplýsingar um varahluti og aukahluti fyrir Volvo, Ford, Polestar, Mazda, Citroën, Peugeot eða Opel.

VARAHLUTIR OG AUKAHLUTIR | PANTA EÐA FYRIRSPURN

Er bíllinn minn að verða tilbúinn á verkstæðinu?

Öll verkstæði Brimborgar senda sms þegar bifreið er tilbúin úr viðgerð.

Hvernig losna ég við viðvörunarljós í mælaborðinu?

Við mælum með því að skoða handbókina, þar eru oft útskýringar. Ef þú þarft hjálp, þá eru hér stuttar leiðbeiningar fyrir algeng ljós:

  • Loftþrýstingsljós: Mældu loftþrýsting dekkja, sem hægt er að gera við næstu bensínstöð eða hjá MAX1 Bílavaktinni. Endurstilla má loftþrýstingsljósið í mælaborði í mörgum gerðum bíla samkvæmt upplýsingum í handbók bílsins. Í sumum bílum er nóg að keyra í smástund og loftþrýstingur jafnar sig og ljósið hverfur. Ef þú þarft frekari aðstoð spurðu Góa snjallsvara og hef hann hefur ekki svarið þá gefur hann þér samband við þjónustuborð.
  • Ábending um þörf á reglubundinni þjónustu: Ljósið "Service required" eða mynd af skiptilykli bendir til þess að það sé kominn tími fyrir reglubundna þjónustu. Bókaðu tíma hér.
  • Rautt olíuljós. Ef þetta ljós logar, stöðvaðu strax á öruggum stað eða ef þú hefur tekið eftir að við reglulega gangsetningu þá taki það óvenju langan tíma fyrir olíuljósið að slokkna hafðu þá samband við þjónustuborð hjá Brimborg t.d. með því að spyrja Góa snjallsvara. Ef þetta gerist utan opnunartíma getur þú haft samband við neyðarþjónustu Brimborgar eða spurt Góa snjallsvara um neyðarþjónustu.
  • Skilaboð um að stöðva bílinn. Ef þú færð skilaboð sem segja að stöðva þurfi bílinn, þá er mikilvægt að stoppa strax og hafa samband við Brimborg til dæmis með því að biðja Góa snjallsvara um að koma þér í samband við þjónustuborð. Ef þetta gerist utan opnunartíma getur þú haft samband við neyðarþjónustu Brimborgar eða beðið Góa snjallsvara að tengja þig við neyðarþjónustu.

Ef þú þarft neyðarþjónustu utan opnunartíma smelltu þá á hnappinn til að fá ítarlegri upplýsingar eða spurðu Góa snjallsvara.

NEYÐARÞJÓNUSTA

Hvenær þarf að skipta um tímareim eða tímakeðju?

Það er engin ein algild regla um hvenær skuli skipta um tímareim eða tímakeðju, þar sem það ræðst af mörgum þáttum,  meðal annars framleiðanda, bíltegund og vélargerð. Fyrir bíla með sprengihreyfli (bensín, dísil eða metan) er ýmist notuð tímareim eða tímakeðja, en rafbílar eru hvorki með tímareim né tímakeðju og þurfa því ekki slíka endurnýjun. Tengiltvinnbílar, sem nota bæði rafmagn og sprengihreyfil, fylgja sömu reglum og hefðbundnir sprengihreyfilsbílar hvað varðar skipti á tímareim eða tímakeðju.

Framleiðendur tilgreina venjulega endingartíma tímareima eða tímakeðja út frá aldri (árum) eða akstri (kílómetrum), eftir því hvort kemur fyrr. Til að viðhalda fyrirfram ákveðinni endingu þarf að fylgja þjónustuferli framleiðanda, til dæmis með reglulegum olíuskiptum. Sé því ekki fylgt getur endingin styst, og veðurfar eða röng smurolía geta einnig haft neikvæð áhrif.

Upplýsingar um endingartíma, sem og verkstæðisþjónustu fyrir tímareima eða tímakeðju í bílategundum sem Brimborg er umboðsaðili fyrir,fást hjá þjónustuborði Brimborgar eða hjá Góa snjallsvara. Þar er hægt að bóka tíma á verkstæði rafrænt og fá viðeigandi varahluti. Sama þjónusta er í boði hjá viðurkenndum þjónustuaðilum Brimborgar um land allt.

Fyrir bílategundir sem Brimborg er ekki umboðsaðili fyrir veitir þjónustuborð Vélalands Bílaverkstæðis (í eigu Brimborgar) sambærilegar upplýsingar og þjónustu eða hjá Góa snjallsvara. Einnig er hægt að bóka tíma á verkstæði Vélalands rafrænt og Vélaland útvegar viðeigandi varahluti.

Ef þú veist ekki hvort búið sé að skipta um tímareim eða tímakeðju í bílnum sem þú átt eða ert að spá í að kaupa, getur þú haft samband við þjónustuborð Brimborgar varðandi þær bílategundir sem Brimborg er umboðsaðili fyrir og hafa verið í þjónustu hjá Brimborg eða Vélalandi. Fyrir aðrar bílategundir er best að leita til þess verkstæðis sem bíllinn hefur verið í þjónustu eða umboðsaðila.

Öll verkstæði | Panta hér

Hvenær þarf að skipta um olíu á vél, sjálfskiptingu, gírkassa og drifi?

Bílar með sprengihreyfli (brunavél sem gengur fyrir bensíni, dísilolíu eða metani) þurfa reglulega á olíuskiptum að halda og sama gildir um tengiltvinnbíla því þeir eru bæði með rafmótor og sprengihreyfil. Einnig þarf að skoða olíu í gírkassa, á sjálfskiptingu og drifi með reglulegu millibili og skipta um eftir þörfum. Bílaframleiðendur gefa upp ráðlagðan líftíma olíunnar og hvaða gæðakröfur hún þarf að uppfylla til að tryggja góða endingu vélar, gírkassa, sjálfskiptingar og drifs.

  • Tíðni olíuskipta fer eftir tíma (mánuðum/árum) eða akstri (kílómetrum) – hvort sem fyrr kemur.
  • Ytri aðstæður, aksturslag og umhirða geta einnig haft áhrif á olíuskiptatíðnina.
  • Best er að hafa samband við viðurkenndan þjónustuaðila eða skoða upplýsingabækur fyrir viðkomandi bíltegund, bílgerð og vélargerð. Þjónustuborð Brimborgar veitir upplýsingar um bíltegundir frá Brimborg og svo er hægt að spyrja Góa snjallsvara.
Hvar fást nánari upplýsingar?
  • Bílar sem Brimborg er umboðsaðili fyrir:

    • Brimborg veitir upplýsingar um olíuskiptatíðni og gæði olíu.
    • Verkstæði Brimborgar bjóða upp á olíuskipti og útvega varahluti eins og olíusíur.
    • Hægt er að panta tíma rafrænt.
    • Viðurkenndir þjónustuaðilar Brimborgar um allt land bjóða upp á sömu þjónustu. 
  • Aðrar bíltegundir:
    • Vélaland Bílaverkstæði og MAX1 Bílavaktin, sem eru í eigu Brimborgar, geta aðstoðað með allar gerðir bíla og bjóða upp á olíuskipti og varahluti.
    • Hægt er að panta tíma rafrænt.
  • Ef óvissa er um olíuskipti

    • Ef óljóst er hvort olíu hafi verið skipt á réttum tíma eða hvort notuð hafi verið rétt olía fyrir bíl í eigu þinni (eða sem þú ert að hugsa um að kaupa), getur þú leitað til:

      • Brimborgar (fyrir bíla sem þeir eru umboðsaðilar fyrir og hafa verið í reglulegri þjónustu hjá Brimborg, Vélalandi, MAX1 eða öðrum viðurkenndum þjónustuaðilum).

      • Annarra umboðsaðila eða verkstæða fyrir aðrar bíltegundir.

    Hvað með raf- og tengiltvinnbíla?

    • Rafbílar eru ekki með sprengihreyfil og þurfa því ekki olíuskipti.

    • Tengiltvinnbílar, sem ganga bæði fyrir rafmagni og sprengihreyfli, þurfa hins vegar á olíuskiptum að halda.

    Olíuskipti og sía í sjálfskiptingum

      • Olíu- og síuskipti í sjálfskiptingu eru hluti af reglulegri þjónustu fyrir sjálfskipta bíla.

      • Bil milli skiptitíma er mismunandi eftir framleiðendum og bíltegundum.

      • Hafðu samband við þjónustuborð Brimborgar eða spurðu Góa snjallsvara til að fá nákvæmar upplýsingar um hvenær á að skipta um olíu og síu í sjálfskiptingunni ef um bíltegund frá Brimborg er að ræða. Ef um aðrar tegundir er að ræða getur þú haft samband við þjónustuborð Vélalands eða spurt Góa snjallsvara.

      Öll verkstæði | Panta hér

    Bíllinn minn er bilaður og er stopp. Hvað geri ég?
    Ef þú þarft aðstoð strax á opnunartíma hringdu þá í síma 5157000 eða hafðu samband við okkur í gegnum snjallsvarann Góa. Mikilvægar upplýsingar til að hafa til reiðu eru bíltegund, bílnúmer, hvar bíllinn er staðsettur og nafn, símanúmer og netfang. Utan opnunartíma getur þú haft samband í gegnum neyðarþjónustu.

    NEYÐARÞJÓNUSTA

    Hvernig stilli ég hámarks hleðslu á rafbíl?
    Við hleðslu rafbíla, hvort sem er í AC hleðslu eða í DC hraðhleðslu, er mælt alla jafna með að hlaða að staðaldri eingöngu upp í 80%-90%. Það fer betur með drifrafhlöðu bílsins að setja hleðsluhámark fyrir reglulega notkun. Hins vegar ef leggja á í langferð þá er sjálfsagt og ekkert mál að stilla hámarkshleðslu í 100%. Það er gert í stýrikefi bílsins sem nálgast má í gegnum stóra skjáinn í bílnum. Þessar upplýsingar eiga almennt við um allar tegundir rafbíla.

    Hvernig losa ég fastan hleðslukapal eða fast hleðslutengi úr rafbíl
    Þetta gerist mjög sjaldan og er oftast einfalt að leysa. Lestu nákvæmar leiðbeiningar með því að smella á hnappinn.

    LOSA FAST HLEÐSLUTENGI

    Hvers vegna er hætt að heyrast í útvarpi eða leiðsögukerfi bílsins?

    Það getur komið fyrir að þó skjár bílsins sé með fulla virkni þá heyrist ekki hljóð frá útvarpi eða leiðsögukerfi í hátölurum bílsins. Þetta gerist sjaldan og lausnin er oftast einföld. Í nýjustu gerðum bíla er hægt að framkvæma "soft reset" á stóra skjánum. Þetta er einfalt, þú heldur viðeigandi "soft reset" hnapp niðri í cirka 20-30 sekúndur eða þar til skjárinn hefur slökkt á sér og ræst sig upp aftur.

    Það er ágætt að skoða þegar þessu er lokið hvort einhverjar uppfærslur á hugbúnaði bílsins bíði uppfærslu í gegnum netið (e. Over the air update, OTA) ef bíllinn býður upp á OTA möguleika. Bíllinn lætur vita með skilaboðum ef OTA bíður uppfærslu. Ef svo er þá er skynsamlegt að næst þegar bílllinn getur verið stopp í cirka 90 mínútur að setja uppfærsluna af stað í gegnum "Stillingar (e. settings). Einhver munur getur verið á því hvernig þetta er gert eftir því um hvaða bíltegund er að ræða.

    Eru rafbílar í meiri hættu við akstur í rigningu (miklu vatnsveðri)?

    Rafbílar eru varðir gegn vatni á sama hátt og hefðbundnir eldsneytisbílar og akstur í vatni eða miklu vatnsveðri og eru því ekki í meiri hættu. Hins vegar þarf að fara fram með sömu gát hvort sem um rafbíla eða hefðbundna eldsneytisbíla er að ræða og er þar helst átt við aksturshraða.

    Hvað drifrafhlöður rafbíla varðar þá eru þær almennt mjög vel vatnsvarðar en ávallt skal aka með gát í gegnum djúpa polla, ár og önnur vatnsföll á sama hátt og með eldsneytisbíla. Í miklu vatnsveðri, rigningu, getur vatn safnast fyrir í hjólförum á vegi sem getur leitt til þess að bíllinn missi grip. 

    Brimborg hefur flutt inn og selt þúsundir rafbíla frá árinu 2020 og hefur Brimborg ekki borist neinar tilkynningar um vatnstjón á drifrafhlöðu rafbíla né hafa slík mál komið á borð verkstæða félagsins. Þetta gildir um alla rafbíla frá Ford, Volvo, Polestar, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel.

    Öryggi rafbíla gegn vatnstjóni

  • Rafbílar hjá Brimborg eru prófaðir samkvæmt ströngum alþjóðlegum IP67-stöðlum.
  • Drifrafhlaða, rafmótorar og raflagnir þola vatn að ákveðnu marki, svo sem við akstur í grunnt vatn eftir flóð eða mikla rigningu.
  • Ef bíll hefur staðið kyrr í vatni er mælt með skoðun hjá viðurkenndum þjónustuaðila áður en hann er tekinn í notkun.
  • Ábyrgð á rafbílum er 5-7 ár, og á drifrafhlöðu 8 ár ef sýnt er fram á að bilun stafar af framleiðslugalla.

    Leiðbeiningar um akstur í vatni

  • Leyfð vaðdýpt er breytileg eftir bílgerðum, en almennt ætti vatn ekki að fara upp fyrir síls bílsins.
  • Athugaðu dýpstu punkta áður en ekið er í vatn og forðastu akstur yfir ár ef mögulegt er.
  • Keyrðu á gönguhraða og forðastu að stöðva í vatni.
  • Gættu að öldum frá öðrum bílum sem geta aukið vatnshæð.
  • Forðastu akstur í saltvatni til að minnka hættu á tæringu.
  • Eftir að ekið hefur verið í gegnum vatn skal stíga létt á bremsufetil til að athuga hvort full bremsuvirkni sé til staðar. Vatn og leðja sest á bremsubúnað sem getur valdið takmarkaðri bremsuvirkni en bremsubúnaðurinn hreinsar sig við hemlun..
  • Ef þú hefur áhyggjur af öryggi í slíkum aðstæðum, mæli ég með að hafa samband við okkur til að fá frekari upplýsingar eða ráðleggingar. Við getum sett þig í samband við sérfræðinga okkar sem geta veitt þér nánari upplýsingar um akstur í erfiðum veðurskilyrðum. 

    Hvar bóka ég tíma á verkstæðum Brimborgar, MAX1 og Vélalands?
    Smelltu á hnappinn til að bóka tíma á verkstæðum Brimborgar fyrir Ford, Volvo, Polestar, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel. Leigutakar bíla í langtímaleigu hjá Brimborg bóka tíma á sama hátt.

    Öll verkstæði | Panta hér

    Hvernig næ ég sambandi við verkstæði Brimborgar af öðrum ástæðum en bóka tíma?
    Smelltu til að hafa samband af öðrum ástæðum en að bóka tíma við verkstæði Brimborgar fyrir Ford, Volvo, Polestar, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel.

    Hafa samband við verkstæði

    Fór verkstæðisbókunin mín í gegn á netinu?

    Þegar þú bókar á netinu færðu staðfestingu á skjáinn: "BÓKUN MÓTTEKIN". Ef við getum ekki tekið við þér á þeirri tíma sem þú baðst um, færðu sms tilkynningu.

    Ég á tíma á verkstæði, hvert á ég að koma með bílinn minn?

  • Volvo er á Bíldshöfða 6, inngangur snýr að Ártúnsbrekku.
  • Ford er á Bíldshöfða 6, inngangur snýr að Bíldshöfða (gul hurð).
  • Mazda er á Bíldshöfða 8, inngangur á efra plani, snýr að Bíldshöfða.
  • Citroën er á Bíldshöfða 8, inngangur á efra plani, snýr að Bíldshöfða.
  • Peugeot er á Bíldshöfða 8, inngangur á efra plani, snýr að Bíldshöfða.
  • Opel er á Bíldshöfða 8, inngangur á efra plani, snýr að Bíldshöfða.
  • Polestar er á Bíldshöfða 6, inngangur snýr að Ártúnsbrekku.
  • Bílar í langtímaleigu fara á verkstæði viðeigandi bílamerkis.

    Ég á tíma á verkstæði og vil koma með hann utan opnunartíma, hvar set ég lyklana?

  • Verkstæði Ford, Volvo og Polestar á Bíldshöfða 6: Lyklabox vinstra megin við aðalinngang (gul hurð)
    - Vinsamlega athugið að nota umslag sem er við lyklaboxið, lesa vel yfir leiðbeiningar og skrifa hvar bifreið er lagt.
  • Verkstæði Mazda, Citroën, Peugeot og Opel á Bíldshöfða 8: Lúga á hurð vinstra megin við hringhurð.
    - Vinsamlega athugið að nota umslag sem er við lyklaboxið, lesa vel yfir leiðbeiningar og skrifa hvar bifreið er lagt.
  • MAX1 Bíldhöfða 5a: Lúga á hurð (aðalinngangur)
  • MAX1 og Vélaland Jafnaseli 6: Lúga á hurð (aðalinngangur)
  • MAX1 og Vélaland Dalshrauni 5: Lúga á hurð (aðalinngangur)
  • MAX1 Flugvellir 22, Reykjanesbæ: Lúga á verkstæðishurð

    Hvar fær ég upplýsingar um nýja bíla?
    Smelltu á hnappinn til að skoða nýja bíla til sölu eða til langtímaleigu í Vefsýningarsal. Með því að smella á hnappinn finnur þú nýja bíla til sölu eða til langtímaleigu af öllum bíltegundum Brimborgar, getur pantað reynsluakstur, óskað eftir tilboði eða sent fyrirspurn.

    VEFSÝNINGARSALUR NÝRRA BÍLA

    NÝIR BÍLAR Í LANGTÍMALEIGU

    Eru allir bílar með varadekk (fulla stærð af varadekki)?

    Nei, nýir bílar eru ekki allir afhentir með varadekki í fullri stærð. Í dag nota sumir framleiðendur: Smærri varadekk („space saver“) Þessi gerð varadekkja, stundum kölluð "aumingi", eru gerð til bráðabirgða og eru léttari og fyrirferðaminni en hefðbundin varadekk sem sparar pláss og getur bætt eldsneytis- og orkunýtingu örlítið. Þau eru ætluð til að komst á næsta dekkjaverkstæði.

    Dekkjaviðgerðarsett (e. tire repair kit)

    Sumir bílar eru aðeins með viðgerðarsetti í stað varadekks. Þegar minniháttar gat kemur á dekk er hægt að dæla kvoðu sem fylgir með settinu í dekkið, þétta þannig gatið og dæla síðan lofti í það með loftdælu sem fylgir. Þannig er hægt að komast á næsta dekkjaverkstæði til að láta gera varanlega við dekkið eða skipta í nýtt. Þetta dugar þó ekki ef skemmdirnar eru miklar (t.d. rifur í hlið dekks).

    Run-flat-dekk

    Sumir framleiðendur bjóða upp á svokölluð "run-flat-dekk" sem eru sérstaklega hönnuð til að hægt sé að aka stutta vegalengd þrátt fyrir lofttæmingu þannig að hægt sé að aka á næsta dekkjaverkstæði án þess að skipta strax um dekk. 
    Ástæður fyrir þessum breytingum hjá bílaframleiðendum eru meðal annars hagræðing í plássi í skotti, minni þyngd (sem lækkar eldsneytis- og orkunotkun og eykur drægni rafbíla) og lægri kostnaður við framleiðslu. Á verðlistum fyrir nýja bíla hjá Brimborg eru upplýsingar um hvers konar lausn er til staðar í bílnum ef springur á dekki. 

    Get ég keypt gjafavöru hjá Brimborg merkta vörumerki bílsins míns?
    Já, Brimborg býður gott úrval af gjafavöru merkt vörumerki þeirra sjö bílamerkja sem Brimborg er umboðsaðili fyrir. Í boði eru meðal annars bollar, glös, hitabrúsar, bolir, úlpur, jakkar, lyklakippur, derhúfur, húfur, leikfangabílar og jafnvel rafstýrðir bílar fyrir börn. 

    Hafa samband

    Hvar fæ ég upplýsingar um notaða bíla?

    Smelltu á hnappinn til að skoða notaða bíla til sölu í Vefsýningarsal. Með því að smella á hnappinn finnur þú notaða bíla til sölu af öllum bíltegundum, getur pantað reynsluakstur, óskað eftir tilboði eða sent fyrirspurn.

    VEFSÝNINGARSALUR NOTAÐRA BÍLA

    NOTAÐIR BÍLAR Í LANGTÍMALEIGU

    Hvaða skilríkja er þörf á við kaup á bílum?
    Aðgengi að rafrænum skilríkjum er nauðsynlegt til að ganga frá kaupum og einnig er mikilvægt að hafa gilt ökuskírteini til að geta reynsluekið bílnum sem kaupa á. Fyrirkomulag á greiðslu við bílakaupin og nauðsyn á áreiðanleikakönnun við bílakaup vegna laga um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka má lesa um með því að smella á hnappinn.

    GREIÐSLUR OG LÖGBUNDIN ÁREIÐANLEIKAKÖNNUN VIÐ BÍLAKAUP

    Hvenær er opið hjá Brimborg?
    Hér í hlekknum má finna allt um staðsetningar og opnunartíma hjá Brimborg

    SMELLTU HÉR FYRIR OPNUNARTÍMA

    Get ég fengið batterí (rafhlöður) í bíllykla hjá Brimborg?

    Allar upplýsingar um batterí (rafhlöður) í bíllykla færðu með því að smella á hnappinn.

    BATTERÝ Í BÍLLYKLA

    Hvernig finn ég neyðarsíma eða neyðarþjónustu Brimborgar?

    Upplýsingar um neyðarþjónustu fyrir öll bílamerki Brimborgar færðu með því að smella á hnappinn.

    NEYÐARÞJÓNUSTA

    Hvernig finn ég verkstæði eða þjónustuaðila Brimborgar úti á landi?

    Með því að smella á hnappinn færðu upplýsingar um þjónustuaðila um allt land fyrir öll bílamerki Brimborgar, staðsetningu og upplýsingar til að ná sambandi.

    ÞJÓNUSTUAÐILAR Á LANDSBYGGÐINNI

    Hvernig er ábyrgð háttað á bíll sem keyptur var af Brimborg?

    Upplýsingar um ábyrgð bíla, nýrra og notaðra, frá Brimborg eftir kaup má finna með því að smella á hnappinn.

    ÁBYRGÐ BÍLA EFTIR KAUP

    Get ég fengið tækniaðstoð í gegnum síma?

    Hægt er að óska eftir tækniaðstoð verkstæða í gegnum síma eða rafrænt. Þjónustan er veitt gegn gjaldi. Til að óska eftir þjónustunni er smellt á hnappinn og erindi sent inn rafrænt og tæknimaður hefur samband í kjölfarið.

    TÆKNIAÐSTOÐ

    Bíllinn minn lenti í árekstri. Hvar get ég látið gera við hann?

    Smelltu til að finna verkstæði sem Brimborg viðurkennir til að sjá um bílaréttingar og bílamálun fyrir bíla frá Brimborg

    BÍLARÉTTINGAR OG BÍLAMÁLUN

    Ég vil kvarta eða senda ábendingu. Hvernig geri ég það?

    Það er alltaf skemmtilegt að fá hrós en ef okkur hefur orðið á í messunni og þú vilt senda inn kvörtun eða ábendingu þá tökum við því alvarlega, setjum erindið í skráð ferli sem fer til viðeigandi ábyrgðaraðila og við svörum eins hratt og kostur er. Smelltu á viðeigandi hnapp.

    KVÖRTUN VEGNA ÁBYRGÐAR BÍLA EFTIR KAUP

    KVÖRTUN VEGNA BÍLAVIÐGERÐAR

    HRÓS, ÁBENDING, KVÖRTUN | ANNAÐ

    Hvernig næ ég sambandi við bókhaldsdeild, markaðsdeild, mannauðsdeild eða þjónustuborð?

     Fyrir spurningar um reikninga, reikningsviðskipti og annað tengt bókhaldsdeild eða spurningar tengdar markaðsdeild eða mannauðsdeild eða náð sambandi við þjónustuborð getur þú smellt á hnappinn.

    Hafa samband

    Hvað er símanúmerið hjá Volvo atvinnutækjum (Veltir)?

    Símanúmerið hjá atvinnutækjadeild Brimborgar | Veltir er 5109100
    Upplýsingar um Velti má finna á veltir.is

    Má breyta bílum eða sérsmíða bíla?

    Bílar eru skráningarskyld ökutæki og þurfa að uppfylla tiltekin lög og tilteknar reglur til að fá heimild til að aka í umferðinni. Breytingar sem hafa áhrif á það hvort ökutækin uppfylli þessar kröfur geta gert það að verkum að þau séu ekki talin hæf til notkunar í umferð.  Þar getur umfang breytinganna haft áhrif og mögulega þarf að færa ökutækið til aðalskoðunar eða í breytingaskoðun hjá viðurkenndri skoðunarstofu og breyta skráningu. Algengar breytingaskráningar sem skráðar eru í breyhtingastkoðun á skoðunarstöð eru t.d. dæmi

  • Skráning á tengibúnaði
  • Torfærubreytingar
  • Breyting á fólksbifreið í sendibifreið og öfugt
  • Afhending á VSK-merkjum
  • Breyting á notkunarflokki í og úr 
    • leigubifreið
    • ökukennslu
    • húsbifreið
    • Ökutækjaleigubifreið (bílaleigubíl)
  • Nánari upplýsingar má finna á vef Samgöngustofu.
  • Ef ökutæki á að nota á utan umferðar t.d. á keppnissvæðum er reglurnar rýmri en mikilvægt að ráðfæra sig við fagmenn og bílaíþróttafélög fyrir nánari upplýsingar. 
  • Þessar upplýsingar gilda almennt um öll ökutæki á Íslandi þar á meðal bifreiðar. Ef þú ert að spá í eða ert að vinna að breytingum á bílum sem fluttir eru inn af Brimborg t.d. Volvo, Ford, Polestar, Mazda, Citroën, Peugeot eða Opel hafðu þá samband og við reyndum að svara eftir bestu getu.

    Hafa samband