Fara í efni

Algengar spurningar og svör

Algengar spurningar og svör

Hvort sem er á opnunartíma eða utan opnunartíma getur þú fengið svar við spurningum þínum hér á vefnum eða með því að spyrja Góa, snjallsvara Brimborgar, með því að smella á bóluna hér niðri til hægri. Einnig getur þú lesið algengar spurningar og svör hér fyrir neðan.

Hvernig panta ég varahluti og aukahluti eða fæ upplýsingar?

Smelltu á hnappinn til að panta varahluti eða aukahluti eða spyrjast fyrir um varahluti eða aukahluti í Volvo, Ford, Polestar, Mazda, Citroën, Peugeot eða Opel.

VARAHLUTIR OG AUKAHLUTIR | PANTA EÐA FYRIRSPURN

Er bíllinn minn að verða tilbúinn á verkstæðinu?

Öll verkstæði Brimborgar senda sms þegar bifreið er tilbúin úr viðgerð.

Það er ljós í mælaborðinu sem ég þekki ekki?

Handbókin hefur oftast svarið. Við mælum með að byrja að líta þangað og hvort hægt sé að ákveða næstu skref eftir það. En annars eru hér stuttar leiðbeiningar.

  • Loftþrýstings ljós: Fyrsta skrefið er mæla loftþrýsting dekkja sem væri meðal annars hægt á næstu bensínstöð eða hjá MAX1 Bílavaktinni. Þegar loftþrýstingur hefur verið jafnaður er næsta skref að endurstilla loftþrýstingsljósið í mælaborði. Leiðbeiningar um hvernig það er gert má finna í handbók bílsins. Ef þörf er á frekari skoðun má bóka tíma hér.
  • Ábending um þörf á reglubundinni þjónustu: Ljós geta verið mismunandi eftir tegundum. Skiptilykill eða einhvers konar ábending um "Service required" bendir oft til þess að bíllinn sé að minna á að fljótlega þurfi að mæta með bílinn í reglubundna þjónustu. Hægt er að bóka tíma í reglubundna þjónustu hér.
  • Rautt olíuljós. Ef þannig ljós logar eða t.d. mynd af rauðri smurkönnu þá er mikilvægt að keyra bílinn ekki lengra, stöðva á öruggum stað og hafa samband við Brimborg án tafar. Ef þetta gerist utan opnunartíma þá getur þú haft samband við neyðarþjónustu Brimborgar.
  • Skilaboð í mælaborði um að stöðva bílinn. Ef skilaboð í mælaborði segja að ekki sé ráðlagt að keyra bílinn þá er mikilvægt að keyra bílinn ekki lengra, stöðva á öruggum stað og hafa samband við Brimborg án tafar. Ef þetta gerist utan opnunartíma þá getur þú haft samband við neyðarþjónustu Brimborgar.

NEYÐARÞJÓNUSTA

Hvar bóka ég tíma á verkstæðum Brimborgar, MAX1 og Vélalands?

  • Smelltu á hnappinn til að bóka tíma á verkstæðum Brimborgar fyrir Ford, Volvo, Polestar, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel. Leigutakar bíla í langtímaleigu hjá Brimborg bóka tíma á sama hátt.

Öll verkstæði | Panta hér

Hvernig næ ég sambandi við verkstæði Brimborgar en ég þarf ekki að bóka tíma?

  • Smelltu til að hafa samband af öðrum ástæðum en að bóka tíma við verkstæði Brimborgar fyrir Ford, Volvo, Polestar, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel.

Hafa samband við verkstæði

Fór verkstæðisbókunin mín í gegn á netinu?

  • Þegar þú bókar á netinu færð þú staðfestingu á skjáinn hjá þér: BÓKUN MÓTTEKIN
  • *Þú munt fá sms skilaboð ef við getum ekki tekið við þér á þeim tíma sem þú hefur beðið um.

Ég á tíma á verkstæði, hvert á ég að koma með bílinn minn?

  • Volvo er á Bíldshöfða 6, inngangur snýr að Ártúnsbrekku
  • Ford er á Bíldshöfða 6, inngangur snýr að Bíldshöfða (gul hurð)
  • Mazda er á Bíldshöfða 8, inngangur á efra plani, snýr að Bíldshöfða
  • Citroën er á Bíldshöfða 8, inngangur á efra plani, snýr að Bíldshöfða
  • Peugeot er á Bíldshöfða 8, inngangur á efra plani, snýr að Bíldshöfða
  • Opel er á Bíldshöfða 8, inngangur á efra plani, snýr að Bíldshöfða
  • Polestar er á Bíldshöfða 6, inngangur snýr að Ártúnsbrekku
  • Bílar í langtímaleigu fara á verkstæði viðeigandi bílamerkis.

Ég á tíma á verkstæði og vil koma með hann utan opnunartíma, hvar set ég lyklana?

Verkstæði Ford, Volvo og Polestar á Bíldshöfða 6: Lyklabox vinstra megin við aðalinngang (gul hurð)
- Vinsamlega athugið að nota umslag sem er við lyklaboxið, lesa vel yfir leiðbeiningar og skrifa hvar bifreið er lagt.

Verkstæði Mazda, Citroën, Peugeot og Opel á Bíldshöfða 8: Lúga á hurð vinstra megin við hringhurð.
- Vinsamlega athugið að nota umslag sem er við lyklaboxið, lesa vel yfir leiðbeiningar og skrifa hvar bifreið er lagt.

  • MAX1 Bíldhöfða 5a: Lúga á hurð (aðalinngangur)
  • MAX1 og Vélaland Jafnaseli 6: Lúga á hurð (aðalinngangur)
  • MAX1 og Vélaland Dalshrauni 5: Lúga á hurð (aðalinngangur)
  • MAX1 Flugvellir 22, Reykjanesbæ: Lúga á verkstæðishurð

Hvar fær ég upplýsingar um nýja bíla?

  • Smelltu á hnappinn til að skoða nýja bíla til sölu eða til langtímaleigu í Vefsýningarsal. Með því að smella á hnappinn finnur þú nýja bíla til sölu eða til langtímaleigu af öllum bíltegundum Brimborgar, getur pantað reynsluakstur, óskað eftir tilboði eða sent fyrirspurn.

VEFSÝNINGARSALUR NÝRRA BÍLA

Hvar fæ ég upplýsingar um notaða bíla?

  • Smelltu á hnappinn til að skoða notaða bíla til sölu í Vefsýningarsal. Með því að smella á hnappinn finnur þú notaða bíla til sölu af öllum bíltegundum, getur pantað reynsluakstur, óskað eftir tilboði eða sent fyrirspurn.

VEFSÝNINGARSALUR NOTAÐRA BÍLA

Opnunartímar hjá Brimborg

  • Hér í hlekknum má finna allt um staðsetningar og opnunartíma hjá Brimborg

   SMELLTU HÉR FYRIR OPNUNARTÍMA

Mig vantar batterí (rafhlöður) í bíllykla

Allar upplýsingar um batterí (rafhlöður) í bíllykla má finna hér.

BATTERÝ Í BÍLLYKLA

Upplýsingar um neyðarþjónustu fyrir öll bílamerki Brimborgar.

NEYÐARÞJÓNUSTA

Með því að smella á hnappinn væru upplýsingar um þjónustuaðila um allt land fyrir öll bílamerki Bribmorgar, staðsetningu og upplýsingar til að ná sambandi.

ÞJÓNUSTUAÐILAR Á LANDSBYGGÐINNI

Upplýsingar um ábyrgð bíla, nýrra og notaðra, frá Brimborg eftir kaup má finna með því að smella á hnappinn.

ÁBYRGÐ BÍLA EFTIR KAUP

Hægt er að óska eftir tækniaðstoð verkstæða í gegnum síma eða rafrænt. Þjónustan er veitt gegn gjaldi. Til að óska eftir þjónustunni er smellt á hnappinn og erindi sent inn rafrænt.

TÆKNIAÐSTOÐ

Verkstæði sem Brimborg viðurkennir til að sjá um bílaréttingar og bílamálin fyrir bíla frá Brimborg.

BÍLARÉTTINGAR OG BÍLAMÁLUN

Hvernig næ ég sambandi við bókhaldsdeild?

  • Fyrir spurningar um reikninga, reikningsviðskipti og annað tengt bókhaldsdeild getur þú sent póst á bokhaldsdeild@brimborg.is

Hvað er símanúmerið hjá Volvo atvinnutækjum (Veltir)?

Símanúmerið hjá atvinnutækjadeild Brimborgar | Veltir er 5109100
Upplýsingar um Velti má finna á veltir.is

Viljir þú sinna erindi þínu við Brimborg í síma, hringdu þá í þjónustuborð í síma 5157000.