Fara í efni

Samkeppnisstefna

Samkeppnisstefna Brimborgar byggir á sjálfbærnistefnu félagsins og undirstefnum hennar sem eru að finna hér á vefnum og er í samræmi við kjörorð félagsins, Öruggur staður til að vera á, sem kynnt var til sögunnar árið 2003. Stefnur og markmið félagsins skulu ávallt endurspeglast í gildum þess og loforði skipulagsins um að vera öruggur staður til að vera á. Hvort sem átt er við vinnustað eða stað til verslunar og þjónustu. Kjörorð fyrirtækisins er: Brimborg - öruggur staður til að vera á.

Brimborg er einkahlutafélag og er leiðandi bíla- og tækjaumboð á Íslandi og ökutækjaleiga. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að uppfylla ákvæði samkeppnislaga nr. 44/2005, starfar með sjálfstæðum hætti á mörkuðum og starfsfólk á ekki í samskiptum við keppinauta svo tryggja megi virka og heilbrigða samkeppni, sem er samfélaginu til hagsbóta.

Markmið

Markmið Brimborgar er að ástunda heiðarlega og virka samkeppni í allri starfsemi fyrirtækisins enda skilar skilvirk samkeppni mestu til samfélagsins. Þrjár meginstoðir sjálfbærnistefnu félagins eru umhverfisleg sjálfbærni, félagsleg sjálfbærni og sjálfbærir stjórnarhættir og þær tvær síðastnefndu eru lykilstoðir í samkeppnisstefnu Brimborgar.

Grunnstoðir

1. Heiðarleiki og skuldbinding

  • Brimborg tryggir að starfsemin sé ávallt stunduð á grundvelli heiðarlegrar samkeppni í samræmi við ákvæði samkeppnislaga nr. 44/2005 og að allar ákvarðanir séu teknar með tilliti til heiðarlegrar samkeppni til að standa undir loforði um félagslega sjálfbærni og sjálfbæra stjórnarhætti.
  • Hluthafar Brimborgar skulu ekki hafa áhrif til að samhæfa starfsemi félagsins við keppinauta og tryggja að viðkvæmar upplýsingar fari ekki á milli félagsins og keppinauta.
  • Stjórnarhættir og starfsreglur stjórnar eru í samræmi við samkeppnislög og reglur.
    • Í ráðningarsamningum og starfslýsingum stjórnenda og starfsfólks eru skýr ákvæði um að fylgja samkeppnisstefnu félagsins og samkeppnislögum og eiga ekki í samráði við keppinauta Brimborgar á markaði.

2. Þekking og fræðsla

    • Stjórnendur og annað starfsfólk allra félaga í samstæðu Brimborgar fær fræðslu um samkeppnislög og reglur.

3. Góðir viðskiptahættir

    • Brimborg tileinkar sér góða viðskiptahætti í samræmi við lög og reglur til að fyrirbyggja háttsemi sem gæti brotið gegn samkeppnislögum.
    • Ef upp kemur grunur um atvik sem gætu brotið í bága við ákvæði samkeppnislaga skal tafarlaust brugðist við, samráð haft við lögmann félagsins um hvort grunur eigi við rök að styðjast og forstjóri og stjórn upplýst. Komi í ljós að samkeppnisbrot hafi átt sér stað er brugðist við á viðeigandi hátt.

4. Eftirlit, viðbragð og endurskoðun

    • Brimborg hvetur starfsfólk til að láta vita ef grunur vaknar um samkeppnisbrot og fylgir stefnu um vernd uppljóstrara.
    • Ef upp kemur grunur um atvik sem gætu brotið í bága við ákvæði samkeppnislaga skal tafarlaust brugðist við, samráð haft við lögmann félagsins um hvort grunur eigi við rök að styðjast og forstjóri og stjórn upplýst. Komi í ljós að samkeppnisbrot hafi átt sér stað er brugðist við á viðeigandi hátt.
    • Reglubundin endurskoðun fer fram á samkeppnisstefnunni með utanaðkomandi ráðgjöfum og þeim innri ferlum sem henni tengjast og breytingar innleiddar í takt við breytingar á lögum og reglum.

Uppfært 26.5.2024