Fara í efni

Neyðarþjónusta

Neyðarþjónusta / neyðarsími

Brimborg býður margþætta neyðarþjónustu fyrir Ford, Volvo, Mazda, Citroën, Peugeot, Polestar og Opel, því aðstæður viðskiptavina geta verið mismunandi. Markmið okkar er að halda kostnaði viðskiptavina í lágmarki, sérstaklega þegar þjónusta er veitt utan opnunartíma. Ef hægt er, hvetjum við þig til að bóka tíma á verkstæði beint hér á vefnum.

Panta tíma á verkstæði

Neyðarþjónusta gegn gjaldi

  • Laugardagar: 10–17
  • Sunnudagar: 10–17
  • Virkir dagar (utan opnunartíma): 18–22
  • Almennir frídagar (rauðir dagar): 10–17

Útkallskostnaður er 25.000 kr. fyrir hvert útkall, sem bætist við kostnað vegna viðgerðar og varahluta. Neyðarþjónustan er hugsuð fyrir þá sem lenda í óvæntu bilunartilviki og þurfa lausn eða viðgerð utan opnunartíma.

Neyðarsímanúmer

  • Ford, Volvo og Polestar fólksbílar og sendibílar: 862 6003
  • Mazda, Citroën, Peugeot og Opel fólksbílar og sendibílar: 894 1515

Neyðarþjónusta utan höfuðborgarsvæðisins

Þjónustuaðilar okkar um land allt bjóða einnig upp á neyðarþjónustu. Nánari upplýsingar, þar á meðal staðsetningu og símanúmer, er að finna á vefsíðu okkar yfir þjónustuaðila.