Sjö manna bílar
7 sæta bílar
Sjö manna bílar (7 sæta bílar) fást hjá Brimborg, bæði nýir og notaðir. Þeir eru í boði frá nokkrum bílaframleiðendum sem Brimborgar er umboðsaðili fyrir en einnig fást þeir frá öðrum bílaframleiðendum sem notaðir bílar til sölu hjá Brimborg.
Til að leita að 7 sæta bílum er best að byrja að leita í Vefsýningarsölum Brimborgar fyrir nýja og notaða bíla. Þar er opið allan sólarhringinn alla daga ársins. Þegar þú finnur rétta bílinn þá getur þú sent okkur fyrirspurn með því að smella á viðeigandi hnapp í Vefsýningarsalnum, óskað eftir tilboði og verðmati á uppítökubíl eða pantað reynsluakstur.
Smelltu til að leita að 7 sæta bílum í Vefsýningarsölum.
Einfaldaðu bílakaupin. Láttu okkur sjá um allt, uppítöku á gamla bílnum og hagstæða fjármögnun.
Brimborg býður allar tegundir og gerðir 7 sæta bíla sem eru í boði frá okkar framleiðendum svo framarlega sem þær eru í boði fyrir evrópskan markað, uppfylla evrópskar kröfur um skráningu skv. heildargerðarviðurkenningu (Whole Vehicle Type Approval) og eiginleikar og búnaður henti fyrir íslenskar aðstæður. Ef tiltekinn 7 sæta bíll er ekki í boði frá framleiðanda skv. fyrrgreindum skilyrðum þá býður Brimborg þær bíltegundir eða bílgerðir ekki til sölu og þær er því ekki að finna í Vefsýningarsal eða á verðlista. Þrátt fyrir þetta veitir Brimborg viðgerðarþjónustu og útvegar varahluti í fyrrgreindar bíltegundir og bílgerðir sem koma til landsins með öðrum leiðum. Þjónustan getur þó verið takmörkuð þar sem þjálfun, reynsla og réttur tækjabúnaður er mögulega ekki til staðar hjá Brimborg og varahluti þarf mögulega að sérpanta.