Drægni og áhrif ytri aðstæðna
Drægni rafbíla og tengiltvinn rafbíla á rafmagni er mikilvægur þáttur við val á rafbíl. Þar skiptir m.a. stærð drifrafhlöðu máli og nýtni rafvélarinnar (rafmótors) en margir aðrir þættir skipta einnig máli. Drægni bíla sem seldir eru í Evrópu (á EES svæðinu) er reiknuð og gefinn upp skv. WLTP staðli og því er hægt að bera saman drægni mismunandi bíla m.v. sömu forsendur. Raunveruleg drægni fer síðan eftir mörgum ytri þáttum eins og hraða, hitastigi, vindi, ástandi vega, aksturslagi, fjölda farþegar og magni farangurs, dekkjum, hæðótt landslag, o.s.frv.
Brimborg er í forystu þegar kemur að úrvali rafmagnaðra bíla. Kynntu þér rafmagns- og tengiltvinnbíla í Vefsýningarsal Brimborgar.
Hleðslustöðvar við heimili, sumarhús, fyrirtæki, stofnvegi og áfangastaði styðja við aukna drægni innan dagsins því hleðsla í neysluhléum, milli verkefna eða í stuttu stoppi til að teygja aðeins úr sér getur skilað sér í góðri viðbótardrægni á stuttum tíma í öflugri hleðslustöð. Íslensk Bílorka í samvinnu við Brimborg býður upp á hleðslustöðvar í miklu úrvali og tilboð í uppsetningu.
Kynntu þér helstu þætti sem hafa áhrif á drægni rafbíla:
HRAÐI
Hraði hefur áhrif á drægni því orkunotkun er minni á lægri hraða nákvæmlega eins og hjá eldsneytisbílum.
AKSTURSLAG OG AKSTURSSKILYRÐI
Aksturslag og aksturskilyrði hafa áhrif á drægni eins og á við hjá eldsneytisbílum. Mjúk hröðun og rétt notkun hemla eða rafbremsu eykur drægni og sparar orku ásamt því að nýta sparstillingu eins og kostur.
ÚTIHITASTIG, MIÐSTÖÐ OG LOFTKÆLING
Útihitastig, notkun á miðstöð og loftkælingu eru allt þættir sem hafa áhrif á drægni. Forhitun á rafbíl í hleðslu t.d. yfir nótt er góð leið til að hámarka drægni þar sem ekki þarf að eyða rafmagni til að hita bílinn í upphafi aksturs.
FARÞEGAR OG FARANGUR
Fjöldi farþega og farangur getur haft áhrif á drægni. Búnaður á toppi t.d. skíða eða hjólafestingar eykur loftmótsstöðu og dregur úr drægni.
Ástand vega
Ástand vega geta dregið úr drægni t.d. vegna meira viðnáms. Þar má nefna malarvegi og snjó á vegum sem dæmi.
Dekk
Dekkin undir bílnum geta aukið viðnmál og dregið úr drægni t.d. nagladekk eða léleg dekk.
Hæðótt landslag
Í hæðóttu landslagi erfiðar bíllinn og notar meiri orku sem dregur úr drægni.