Drægni og áhrif ytri aðstæðna
Drægni rafbíla og áhrif ytri aðstæðna
Drægni raf- og tengiltvinnbíla á rafmagni er lykilatriði við val á slíkum bílum auk þess að hleðsluhraði í hraðhleðslu skipti máli. Drægni ræðst að mestu leyti af stærð rafhlöðunnar og nýtni rafmótors, en fjölmargir aðrir þættir hafa einnig áhrif. Í Evrópu (EES-svæðinu) er drægni gefin upp samkvæmt WLTP-staðli, sem auðveldar samanburð milli ólíkra bíla. Hins vegar er raunveruleg drægni breytileg og fer m.a. eftir hraða, hitastigi, vindi, vegaaðstæðum, aksturslagi, fjölda farþega, farangri, dekkjum, hæðóttu landslagi o.fl.
Brimborg er leiðandi í úrvali rafbíla og tengiltvinnbíla. Kynntu þér úrvalið í Vefsýningarsölum Brimborgar.
Vefsýningarsalur nýrra bíla
Vefsýningarsalur notaðra bíla
Hleðslustöðvar við heimili, sumarhús, fyrirtæki, stofnvegi og áfangastaði auðvelda daglegan akstur með því að lengja drægni. Stutt hleðsla í neysluhléi, milli verkefna eða þegar stoppað er í stutta stund getur skilað góðri viðbótardrægni, sérstaklega ef um öfluga hleðslustöð er að ræða. Íslensk Bílorka býður, í samstarfi við Brimborg, fjölbreytt úrval hleðslustöðva og hagstæð tilboð í uppsetningu.
Bílorka | Hleðslubúnaður og uppsetning
Dæmi um helstu þætti sem hafa áhrif á drægni rafbíla:
Hraði
Hærri hraði eykur loftmótstöðu og orkunotkun, sem dregur verulega úr drægni.
Aksturslag
Jafn akstur, mjök hröðun og notkun orkusparandi stillinga eins og ökustillinga (“eco mode”) lengja drægni. Einnig er skynsamlegt að nýtast vel við rafbremsu (re-gen).
Lofthiti
Í kulda tapar rafhlaðan meira af getu sinni, og orkukrefjandi hitun dregur úr drægni. Best er að forhita bílinn á meðan hann er í hleðslu. Aukin notkun miðstöðvar getur þú dregið úr drægni ef bíllinn var ekki forhitaður og notkun sætishitara og stýrishita hefur minni áhrif á drægni en notkun miðstöðvar.
Vindur
Mikill mótvindur eykur orkunotkun, á meðan meðvindur getur aukið drægni.
Fjöldi farþega og farangur
Meiri þyngd kallar á meira orkunotkun og minnkar drægni. Auk þessa getur ýmiss aukabúnaður, s.s. hjól- og skíðafestingar aukið loftmótstöðu og þyngd og dregið úr drægni.
Dráttur á eftirvagni
Sé dráttarkrókur á bílnum og bíllinn dregur ferðavagn, kerru eða þess háttar þá hefur það áhrif á orkunotkun og þar af leiðandi drægni sem minnkar eftir því sem þyngd eftirvagns er meiri.
Ástand vega
Malarvegir eða snjóþekja auka viðnám auka orkueyðslu og minnka þar með drægni á sama hátt og með hefðbundna eldsneytisbíla.
Tegund, gæði og ástand dekkja
Tegund og ástand dekkja, s.s. nagladekk eða slitin dekk og lágur loftþrýstingur í dekkjum hefur áhrif á orkunotkun og drægni til minnkunar.
Hæðótt landslag
Akstur upp hæðir og brekkur krefst meiri orku. Aftur á móti getur endurheimst orka við akstur niður brekkur bætt upp hluta orkutapsins.