Fara í efni

Hvað kostar að hlaða rafbíl?

Hvað kostar að hlaða rafbíl?

Mörg okkar velta fyrir sér hver kostnaðurinn sé við að hlaða rafbíl eða tengiltvinnrafbíl og hversu mikið rafmagn slíkir bílar nota. Hér er farið yfir nokkur grundvallaratriði, en hafa ber í huga að heildarverð á rafmagni, orkuverð og dreifingarkostnaður, er breytilegt eftir söluaðilum, dreifiveitum og landshlutum.

Smelltu hér til að skoða reiknivélina þar sem þú getur borið saman kostnað við rekstur rafbíls og eldsneytisbíls.

Hvernig er raforkan mæld og hvað kostar einingin?

  • Mælieining raforkunotkunar: Raforkunotkunin er mæld í kílóvattstundum (kWh) þ.e. hvað mikið af kW er notað á klukkustund.
  • Kostnaður per kWh:
    • Raforkuverð (kr./kWh) frá raforkusala.
    • Dreifingarkostnaður frá dreifiveitum (t.d. Veitum, RARIK, HS Veitum o.fl.). Dreifingarkostnaðurinn skiptist í fastagjald (kr./ár) og einingaverð (kr./kWh).
    • Fyrir notendur í dreifbýli kemur sérstakur dreifbýlisstuðningur sem lækkar kostnað per kWh.
  • Heildarverð (raforka + dreifing): Getur verið frá um 17 kr. upp í um 29 kr. per kWh án fastagjalds, háð búsetu, samningi við raforkusala og dreifiveitu (skrifað í mars 2025).
  • Fastagjald, á að taka það með í útreikning?
    • Sumir sleppa því á þeirri forsendu að það sé fyrir alla orkunotkun heimilis eða fyrirtækis og því hvort sem er greitt óháð rafbílahleðslu.
    • Aðrir vilja hins vegar deila fastagjaldinu niður á alla raforkunotkun á viðkomandi heimtaug, hvort sem er vegna bílahleðslu eða annarrar notkunar.
    • Þetta er því spurning um nákvæmni. Viljir þú taka fastagjaldið með, skaltu deila því á alla raforkunotkun heimtaugarinnar (heimilis eða fyrirtækis) og finna þannig kostnað per kWh.
  • Hvernig finn ég minn kostnað?
    • Skoðaðu raforkureikninginn: Hann skiptist í tvo reikninga—annars vegar frá raforkusala (orkuverð) og hins vegar frá dreifiveitu (dreifing).
    • Upphæðina per kWh má lesa út frá þessum tveimur liðum.
    • Á vef Orkuseturs getur þú borið saman raforkukostnað eftir sölu- og dreifingaraðilum.

Smelltu hér til að skoða reiknivélina um samanburð á rafbíla- og eldsneytisbílaakstri.

Hvað kostar að hlaða rafbíl á heimarafmagni?

Til að sýna dæmi skulum við gefa okkur nokkrar forsendur, en mundu að skoða þitt eigið verð á kWh. Tölurnar hér að neðan eru aðeins dæmi:

  • Meðalakstur fólksbíla á Íslandi: Um 14.000 km á ári (um 38 km á dag).
  • Orkunotkun rafbíls: Getur verið frá 15–25 kWh/100 km eftir stærð, aksturslagi og aðstæðum. Hér tökum við dæmið 20 kWh/100 km.

Dæmi með 20 kr. per kWh (raforka + dreifing):

  • Notkun á ári: 14.000 km × 20 kWh/100 km = 2.800 kWh
  • Kostnaður á ári: 2.800 kWh × 20 kr. = 56.000 kr.
  • Bætist við km-gjald (6,0 kr./km): 14.000 km × 6,0 kr. = 84.000 kr.
    • Samtals: 56.000 kr. + 84.000 kr. = 140.000 kr. á ári.

Ef orkuverðið er 25 kr./kWh:

  • 2.800 kWh × 25 kr. = 70.000 kr.
  • Með sama km-gjaldi bætast 84.000 kr. við, samtals 154.000 kr.

Munurinn stafar af ólíkum gjaldskrám raforku- og dreifiveitna, auk fastagjalds og mögulegra áskrifta að hleðslulausnum.

Dæmi: „Fylling” á 78 kWh rafhlöðu

  • Full áfylling ef rafhlaðan er tóm:
    • 78 kWh × 20 kr./kWh = 1.560 kr.
    • 78 kWh × 25 kr./kWh = 1.950 kr.
  • Drægi með 20 kWh/100 km eyðslu:
    • 78 kWh / 20 kWh/100 km = um 390 km (sambærilegt við vegalengdina Rvk–Akv).
  • Orkukostnaður Rvk–Akv: 1.560–1.950 kr. eftir orkuverði, eða um 4,0 kr./km.
    • Með km-gjaldi væri kostnaðurinn 3.900–4.310 kr.

Tengiltvinnrafbílar

  • Hafa minni rafhlöðu, oft 10–15 kWh.
  • Dæmi: 13 kWh hleðsla kostar 260–325 kr. (20–25 kr. per kWh).

Smelltu hér til að skoða reiknivélina fyrir samanburð á kostnaði við rekstur raf- og eldsneytisbíla.

Kílómetragjald

Nýja kílómetragjaldið, sem tók gildi 1. janúar 2024, leggst á raf- og tengiltvinnbíla. Það er hugsað til að bæta Ríkissjóði upp minni tekjur af eldsneytisgjöldum og getur breyst milli ára. Þegar þetta er skrifað:

  • Rafbílar: 6,0 kr./km
  • Tengiltvinnbílar: 2 kr./km

Frumvarp sem lagt var fram í mars 2025 gerir ráð fyrir að kílómetragjald leggist á öll ökutæki óháð orkugjafa og verði 6,7 kr./km fyrir öll ökutæki undir 3.500 kg. að heildarþyngd. Fyrir þyngri ökutæki en það verður hækkar gjaldið í þrepum.

Hvað kostar að hlaða rafbíl á hraðhleðslustöð?

Dæmin hér að ofan miðast við hleðslu á heimataxta, en ef bíllinn er hlaðinn á hraðhleðslustöð er kostnaður per kWh oft hærri vegna uppsetningar- og rekstrarkostnaðar stöðvarinnar. Jafnframt getur verið tímagjald á stæðum.

  • Dæmi: 78 kWh rafhlaða
    • Heima á 20 kr./kWh: 1.560 kr.
    • Heima á 25 kr./kWh: 1.950 kr.
    • Hraðhleðsla: Kostnaðurinn gæti verið 35–75 kr./kWh, eða 2.730–5.850 kr. fyrir sömu 78 kWh.
  • Tímagjöld eru sett á til að hvetja eigendur til að færa bílinn þegar nægilegri hleðslu er náð, svo fleiri komist að.

Hvað sparar maður í orkukostnaði miðað við bensínbíl?

Dæmi um bensínbíl (6 lítrar / 100 km):

  • Bensínverð: 330 kr./lítri (dæmi)
  • 100 km = 1.980 kr. (6 × 330 kr.)
  • 14.000 km á ári = 277.200 kr. (1.980 × 140)

Sparnaður með rafbíl (miðað við dæmið um 140.000 kr.):

  • 277.200 kr. (bensínbíll) – 140.000 kr. (rafbíll) = 137.200 kr.
  • Um 49,4% sparnaður.
  • Viðhaldskostnaður rafbíla er einnig yfirleitt minni þar sem ekki þarf að smyrja vél, skipta um tímareim, viftureim eða pústkerfi.

Fleiri atriði til að hafa í huga

  • Orkunotkun er alltaf aðeins hærri en bíllinn sjálfur gefur upp, þar sem hleðslubúnaður og rafhlaða tapa örlitlu við hleðslu.
  • Íslensk Bílorka, í samvinnu við Brimborg, býður AC-heimahleðslustöðvar og fast verð á uppsetningu. Einnig DC-hraðhleðslustöðvar fyrir fyrirtæki.
  • Sjáðu nánar um hleðslustöðvar, hleðsluhraða og kostnað við uppsetningu á vef Bílorku.

Samantekt

  • Verð á rafmagni ræðst af orkusöluaðila, dreifiveitu og búsetu, auk þess hvort fastagjald sé tekið með í reikninginn eða ekki. Verðið getur sveiflast frá um 17 kr./kWh upp í 29 kr./kWh eða meira.
  • Rafmagn er þó yfirleitt mun ódýrara en bensín eða dísil, jafnvel þegar kílómetragjaldi er bætt við.
  • Viðhaldskostnaður rafbíla er oft lægri en hjá hefðbundnum bensín- eða dísilbílum.

Smelltu hér til að skoða allt um hleðslustöðvar og hleðsluhraða.
Smelltu hér til að skoða verð rafbíla og ívilnanir (skattaafslætti).
Smelltu hér til að lesa um kostnað við uppsetningu hleðslustöðva.
Smelltu á hnappana til að skoða úrval rafbíla hjá Brimborg.

NÝIR RAFBÍLAR

NOTAÐIR RAFBÍLAR

LANGTÍMALEIGA Á RAFBÍLUM

 

Hvað kostar að hlaða rafbíl