Söluskoðun
Söluskoðun
Ef þú ert að spá í nýjan eða notaðan bíl þá getur þú sett gamla bílinn uppí. Við gerum þér tilboð í gamla bílinn en söluskoðun fer fram áður en endanlega er ákveðið með uppítöku og skipuleggur söluráðgjafi með þér hvenær hún fer fram. Að lokinni söluskoðun fer ráðgjafi með þér yfir niðurstöður söluskoðunar, reiknar út milligjöf upp í kaupverð bílsins sem þú gert að spá í að kaupa og getur reiknað fjármögnun fyrir þig. Á meðan söluskoðun fer fram getur þú reynsluekið bílnum sem þú ert að spá í að kaupa.
Þú finnur nýja og notaða bíla í Vefsýningarsölum Brimborgar og getur sent ósk um uppítöku og söluskoðun þar beint í gegn þegar þú hefur fundið bílinn sem þú vilt kaupa.