Fréttir

12.06.2023
Brimborg breytir lífrænum úrgangi í jarðvegsbæti
Starfsfólk Brimborgar náði frábærum árangri í úrgangsflokkun og endurvinnslu árið 2022 þegar 88,40% af úrgangi var flokkaður og 89,10% fór í endurvinnslu. En við viljum gera enn betur. Nú hefjum við vegferð í samvinnu við Pure North til að meðhöndla lífrænan úrgang sem til fellur í rekstri Brimborgar á enn skilvirkari hátt. Við höfum tekið í notkun jarðgerðarvél sem mun breyta öllum lífrænum úrgangi hjá okkur í jarðvegsbæti.
Lesa meira

08.06.2023
Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins - Aðalvinningur Opel Mokka-e rafmagnsbíll frá Brimborg
Í aðalvinning sumarhappdrættis Krabbameinsfélagsins er Opel Mokka-e 100% rafbíll frá Brimborg að verðmæti 6.036.000 kr. Vinningar í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins eru að þessu sinni 253 talsins og samtals að verðmæti um 52,4 milljónir króna.
Lesa meira

27.05.2023
Brimborg og e1 í samstarf um hraðhleðslunet fyrir alla rafbílanotendur
Brimborg og e1 hafa hafið samstarf og opnað tvær fyrstu hraðhleðslustöðvar Brimborgar sem eru nú aðgengilegar öllum rafbílanotendum í gegnum e1 appið. Brimborg styður með þessum hætti við íslensk sprotafyrirtæki og hraðar orkuskiptunum með því að auðvelda rafbílanotendum að hlaða allar stærðir og gerðir rafbíla. Hraðhleðslunet Brimborgar ásamt e1 appinu þjónar öllum gerðum fólksbíla, sendibíla, vörubíla, og hópferðabíla og opnar aðgang að öllum hraðhleðslustöðvum Brimborgar - í e1 appinu! Þar er hægt að finna, hlaða og greiða í hleðslustöðvar á einum stað.
Lesa meira

04.05.2023
Ævintýradagar í Brimborg. Tilboð, ferðapakkar og lukkupottur! Komdu og græjaðu sumarið!
Það eru Ævintýradagar í Brimborg með spennandi tilboðum á bæði nýjum og notuðum bílum, ferðapakkar með nýjum bílum og dregið verður úr lukkupotti. Komdu og græjaðu sumarið!
Lesa meira

04.05.2023
Nýi 5-7 manna rafbíllinn Opel Combo-e Life væntanlegur til landsins
Brimborg kynnir glænýjan Opel Combo-e Life 100% hreinan 5-7 manna rafbíl í tveimur lengdum. Combo-e Life er rúmgóður og sveigjanlegur bíll með stórt farangursrými.
Lesa meira

07.04.2023
Öll ökutæki verða 100% rafmagn í nýrri orkuspá Orkustofnunar
Í frétt á vef Orkustofnunar sem birtist 3. apríl leynist stórfrétt. Raforkuspá Orkustofnunar er opinber spá um hverju má búast við í raforkuþörf til ársins 2050 en forsendur slíkra spáa eru aðvitað lykilatriði. Í nýju spánni er nú reiknað með að öll ökutæki, þar á meðal vörubílar og hópferðabílar, verði 100% rafknúin.
Lesa meira

03.04.2023
Verðlækkun á nýjum bílum hjá Brimborg!
Brimborg hefur tilkynnt lækkuð verð á nýjum bílum sökum styrkingar á gengi krónunnar undanfarið og trúar félagsins á stöðugra og sterkara gengi næstu misserin.
Lesa meira

24.03.2023
PEUGEOT RAFBÍLAR Í HÓPI VINSÆLUSTU RAFBÍLA Á ÍSLANDI
Rafbíllinn Peugeot e-2008 hefur notið fádæma vinsælda og er í 2-3 sæti yfir mest seldu rafbíla á Íslandi. Fallegar línur, nútímalegt innra rými með i-Cockpit®, framúrskarandi drægni, góður hleðsluhraði og fjarstýrð forhitun ásamt skemmtilegum aksturseiginleikum eru lykillinn að þessari velgengni.
Lesa meira

24.03.2023
Sífellt fleiri fyritæki kjósa orkuskiptin með Opel rafmagnssendibílum
Opel rafmagnssendibílar eru vinsælastir rafknúinna sendibíla og mælast nú með 33% markaðshlutdeild á Íslandi.
Lesa meira

23.03.2023
Íslensk fyrirtæki snúa sér að rafsendibílum, Brimborg með 62% hlutdeild
Íslensk fyrirtæki snúa sér að rafsendibílum og er Brimborg stærst í rafsendibílum með 62% markaðshlutdeild það sem af er árinu en umboðið býður úrval rafknúinna sendibíla frá Peugeot, Opel, Citroën og Ford.
Lesa meira