Fara í efni

Fréttir

Mikið úrval notaðra rafbíla hjá Brimborg

Nú er öruggara að kaupa notaðan rafbíl en notaðan eldsneytisbíl

Árið 2010 voru aðeins um 20 þúsund rafbílar keyrandi á götum heimsins en nú telja þeir meira en 40 milljónir og eru fyrstu rafbílarnir nú um 15 ára gamlir og lifa enn góðu lífi.
Lesa meira

Volvo frumsýnir rafbílinn EC40

Komdu og sjáðu Volvo EC40 AWD sem er með meiri drægni og styttri hleðslutíma en forveri sinn C40.
Lesa meira
Komdu á frumsýningu á glænýjum Peugeot E-3008 rafbíl með allt að 525 km drægni í Brimborg Akureyri.

Nýr Peugeot E-3008 rafbíll frumsýndur í Brimborg Akureyri

Brimborg á Akureyri frumsýnir glænýjan Peugeot E-3008 rafbíl með framúrskarandi drægni, góðum hleðsluhraða, nýju stórfenglegu Panoramic i-Cockpit innra rými, ríkulegum útbúnaði, snjallhleðslu og víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Frumsýningin verður við Tryggvabraut 5 á Akureyri, dagana 17. júlí - 2. ágúst. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða á staðnum og ráðgjöf varðandi hleðslu rafbíla. Það hefur aldreið verið öruggara að eiga rafbíl og á þessu ári mun Peugeot gera það enn auðveldara með breiðustu rafbílalínunni á Íslandi.
Lesa meira
Brimborg og Defend Iceland í samstarf um netöryggi

Brimborg og Defend Iceland í samstarf um netöryggi

Brimborg hefur samið við netöryggisfyrirtækið Defend Iceland um aðgang að villuveiðigátt fyrirtækisins til að styrkja enn frekar varnir félagsins gagnvart netárásum, afla þekkingar á veikleikum tölvukerfa þess og miðla til eflingar netöryggis á Íslandi.
Lesa meira

Volvo EX30 rafbíllinn lækkar í verði.

Brimborg hefur náð samkomulagi við Volvo Cars um verðlækkun á Volvo EX30 rafbílnum, næst vinsælasta rafbílnum á Íslandi, sem meðal annars innifelur þriggja ára þjónustu og viðhald.
Lesa meira
Komdu á Opel rafsendibíladaga í Brimborg og skoðaðu rafsendibíla á frábæru tilboði.

Opel rafsendibíladagar | Vinsælustu rafsendibílarnir þriðja árið í röð með allt að 1.100.000 kr. afslætti

Komdu á Opel rafsendibíladaga hjá Brimborg við Bíldshöfða 8 í Reykjavík og við Tryggvabraut 5 á Akureyri dagana 22. júní- 19.júlí. Við bjóðum nú allt að 1.100.000 kr afslátt og með rafbílastyrk til viðbótar að upphæð 500.000 kr. er kaupverð allt að 1.600.000 kr. lægra en verðlistaverð. Nýttu tækifærið. Opel rafsendibílar eru vinsælustu rafknúnu atvinnubílarnir á Íslandi þriðja árið í röð með 28,8% markaðshlutdeild. Opel rafsendibílar státa af þýskum gæðum sem eru staðfest með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðunni, góðri drægni og miklum hleðsluhraða. Sparneytni, lágur rekstrarkostnaður, fyrirtaks vinnuaðstaða með góðu aðgengi, hámarks nýting, ríkulegur búnaður, löng ábyrgð og fjölmargar stærðarútfærslur tryggja m.a. vinsældir Opel rafmagnssendibíla.
Lesa meira

Hagstæðari bifreiðahlunnindi fyrir rafbíla og nýskráningarbann 2028 á jarðefnaeldsneytisbíla

Ríkisstjórnin kynnti nýja aðgerðaráætlun í loftslagsmálum og þar eru margar stórfréttir fyrir orkuskipti ökutækja. Bann verður lagt við nýskráningum jarðefnaeldsneytisbíla árið 2028 og þeir launþegar sem njóta bifreiðahlunninda munu þurfa að greiða lægri skatt ef þeir skipta í rafbíl og um leið sparar vinnuveitandinn rekstrarkostnað.
Lesa meira
60,6% af sendibílum í rekstri Brimborgar nú rafknúnir. Árlegur sparnaður 61,4%

60,6% af sendibílum í rekstri Brimborgar nú rafknúnir. Árlegur sparnaður 61,4%

Í samræmi við sjálfbærnistefnu Brimborgar þá stefnir félagið að því að allur sendibíla floti félagsins verði rafknúinn í lok árs 2024 og gengur útskipti áætlunin vel en nú eru 60,6% af flotanum rafknúinn. Aukið úrval rafsendibíla, meiri drægni, betri hleðsluhraði og þéttara hraðhleðslunet gerir hraðari útskipti möguleg. Orkusparnaður á ársgrundvelli ef allur flotinn væri á rafmagni getur verið allt að 61,4%. Með nýjum stuðningi Orkusjóðs til útskipta á þyngri sendibílum yfir í rafmagn er fyrirtækjum gert einfaldara með að skipta út síðustu bílunum, þeim stærstu sem keyra lengstu vegalengdirnar. Sendibílar í skammtímaútleigu hjá bílaleigu Brimborgar eru núna eingöngu rafbílar og sendibílar í langtímaleigu eru 35,1% rafmagnsbílar.
Lesa meira
Gunnar Þór Reykdal, bifvélavirki í Brimborg valin Iðnaðarmaður ársins 2024!

Gunnar Þór Reykdal, bifvélavirki hjá Brimborg er Iðnaðarmaður ársins 2024

Gunnar Þór Reykdal, bifvélavirki á verkstæði Peugeot, Opel og Citroën í Brimborg var valinn Iðnaðarmaður ársins 2024 á Vísi. Verkefnið var samstarfsverkefni útvarpsstöðvarinnar X977 og Sindra. Gunnar Þór var kosinn Iðnaðarmaður ársins úr hópi sjö metnaðarfullra iðnaðarmanna.
Lesa meira
Komdu á frumsýningu á glænýjum Peugeot E-3008 rafbíl með allt að 525 km drægni.

Nýr Peugeot E-3008 rafbíll frumsýndur í Brimborg

Brimborg frumsýnir glænýjan Peugeot E-3008 rafbíl með framúrskarandi drægni, góðum hleðsluhraða, nýju stórfenglegu Panoramic i-Cockpit innra rými, ríkulegum útbúnaði, snjallhleðslu og víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Frumsýningin verður í sýningarsal Peugeot við Bíldshöfða 8 í Reykjavík dagana 13.-27. júní. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða á staðnum og ráðgjöf varðandi hleðslu rafbíla, uppsetningu hleðslustöðva og sérkjör í hraðhleðslu. Það hefur aldreið verið öruggara að eiga rafbíl og á þessu ári mun Peugeot gera það enn auðveldara með breiðustu rafbílalínunni á Íslandi.
Lesa meira