Fara í efni

Hvort ætti ég að velja 100% rafbíl eða tengiltvinnrafbíl?

Hvort ætti ég að velja 100% rafbíl eða tengiltvinnrafbíl?
Hvort ætti ég að velja 100% rafbíl eða tengiltvinnrafbíl?

Þegar þú tekur ákvörðun um orkuskipti í bílamálum þarftu að byrja á að velja bíl sem hentar þér. Þú getur valið 100% hreinan rafbíl eða tengiltvinnrafbíl sem er þá blanda af bensín- og rafmagnsbíl. Allt fer eftir þínum þörfum og hvernig þú ætlar að nýta bílinn.

Mikilvægar spurningarnar: Hvernig ætlarðu að nýta bílinn og getur þú hlaðið heima?
Mörgum finnst erfitt að ákveða hvort kaupa eigi rafbíl eða tengiltvinnrafbíl og þess vegna mælum með því að fólk hugsi vel hvernig það ætlar að nýta bílinn. Ertu til dæmis að keyra mikið í langkeyrslu eða á bíllinn mest að vera notaður í stuttar ferðir innanbæjar? Keyrirðu mikið með drekkhlaðinn bíl og eftirvagn?

Stundum þjáist fólk af svokölluðum drægnikvíða sem við höfum skrifað um hér og kýs að prófa sig áfram með því að velja tengiltvinnrafbíl áður en stökkið er tekið yfir í 100% rafbíl.

Það er auðvitað ekkert sem mælir á móti því og við getum alveg staðfest það að fólk sem ekur tengiltvinnrafbílum er yfirleitt fljótt að öðlast góða tilfinningu fyrir því hversu langt það getur ekið á rafmagninu. Oftar en ekki er niðurstaðan sú að það henti þeim bara prýðilega að skipta næst alveg yfir í rafmagnið en auðvitað hentar það ekki öllum.

Samkvæmt könnun Samorku hleður 96% fólks sem á rafbíl eða tengiltvinnrafbíl bílinn heima og notar bara hraðhleðslustöðvar á langkeyrslu. Meira um það hér.



Hjálplegar staðreyndir um rafmagnaða bíla

  • Það er áhugavert að vita að alla jafna er 46% af akstri tengiltvinnrafbíla á rafmagni.
  • Meðalakstur Íslendingar er um 40 km á dag.
  • Tengiltvinnbílar frá Brimborg eru að lágmarki með 50 km drægni samkvæmt WLTP.
  • 100% rafbílar frá merkjum Brimborgar eru með allt að 600 km drægni samkvæmt WLTP.
  • Yfirleitt tekur mjög skamman tíma að hlaða 100% rafbíl í hraðhleðslustöð
  • Rafhleðslustöðvum á Íslandi mun fjölga hratt á næstu misserum, fylgstu með hér.
  • Kostnaður við að hlaða rafbíl
  • 96% fólks sem á rafbíl hleður bílinn heima og notar bara hraðhleðslustöðvar á langkeyrslu samkvæmt könnun Samorku.
  • Meðalheimili getur sparað u.þ.b. 300.000 kr. á ári miðað við eldsneytis- og raforkuverð í dag með því að skipta yfir í meðaldýran rafbíl.



Munurinn á rafbílum og tengiltvinnrafbílum

Gott getur verið að þekkja skammstafanir sem tengjast þessum tveimur gerðum, annars vegar er um að ræða BEV - Battery Electric Vehicle sem eru 100% hreinir rafbílar og svo PHEV Plug-In Hybrid Vehicle sem eru tengiltvinnrafbílar.

Báðar þessar gerðir rafbíla eru hlaðanlegar (Plug-In), sem þýðir að það er hægt að tengja bílana við hleðslustöð og hlaða þá með rafmagni.

Þessar gerðir rafbíla eru líka báðar sjálfhlaðanlegar en það þýðir að þeir hlaða sig að einhverju leyti sjálfir með því að nýta hemlaorku. Þannig að þegar þú bremsar þá breytir bíllinn hreyfiorku í rafmagn.

Munurinn á þessum tveimur gerðum rafbíla liggur í að 100% hreinn rafbíll gengur eingöngu fyrir rafmagni og þarf því að treysta á að fá alltaf næga orku frá rafgeyminum eða með því að fá orku til baka við hemlun.

Tengiltvinnrafbílar eru hins vegar bæði með drifrafhlöðu og bensínvél og þegar rafmagnið klárast af rafhlöðunni skiptir bíllinn sjálfkrafa yfir á bensínvélina. Tengiltvinnrafbíll getur líka hlaðið sig sjálfur með hemlaorku. Tengiltvinnrafbílar eru yfirleitt með talsvert styttri drægni á rafmagni en 100% rafbílar en séu þeir hlaðnir reglulega, til dæmis á nóttunni, þá dugir rafmagnið langoftast í innanbæjarsnattið og fólk sparar dágóðan pening í eldsneytiskaupum.



Heyrðu í okkur ef þú ert óviss!

Við vonum að þessi umfjöllun hjálpi þér að taka ákvörðun um hvort sé betra fyrir þig að fá þér 100% rafbíl eða tengiltvinnrafbíl. Ef þú ert með spurningar þá mælum við með spjalli við söluráðgjafa Brimborgar sem veita ítarlega ráðgjöf við val á bíl og þau skref sem þarf að taka.

Rafbílar í Vefsýningarsalnum

Tengiltvinnbílar í Vefsýningarsalnum

Tengdar greinar:

Tenglar á rafbílafróðleik