Hversu oft og lengi þarf ég að hlaða rafmagnaða bílinn minn?
Algeng spurning er hversu oft þarf að hlaða rafbíl eða tengiltvinnbíl, það fer alveg eftir daglegum akstri eða áætluðum akstri sem framundan er eins og t.d. Þegar lagt er af stað í ferðalag. Hleðsluhraði rafbíla og tengiltvinnbíla er misjafn og fer eftir þremur þáttum: hleðslustöðinni sem er valin eða tenglinum sem á að nota, hleðslubúnaði bílsins (hversu mikið hann getur tekið inn af rafmagni í kW (kílóvött) og svo hleðslukaplinum segir Egill Jóhannnsson, forstjóri Brimborgar.
Hleðsla tengiltvinnbíla
Í tengiltvinn rafbílum er algeng stærð á drifrafhlöðu 8-14 kWh og þeir eru hlaðnir í hæghleðslutöðvum (AC). Í PHEV (tengiltvinn) bílum er Type 2 tengi ráðandi og algengast að hleðsluafköst liggi á bilinu 3,3 kW (16A)*7,4 kW (32A)*(7,2 kW er að koma meira í nýju bílunum.
Dæmi um drægni og hleðslutíma Mazda CX-60:
Drægni Mazda CX-60 í 100% rafmagnsstillingu er að allt að 63 km samkvæmt WLTP staðli og er meðalakstur Íslendinga um 40 km á dag svo drægnin dugir vel í allan daglegan akstur. Það tekur 2 klst og 20 mínútur að hlaða frá 0%-100% í heimahleðslustöð.
Hleðsla 100% rafbíla
Í 100% rafbílum er algeng stærð á drifrafhlöðu 30-100 kWh og þeir eru almennt hlaðnir í heimahleðslutöðvum (AC) en á hraðhleðslustöðvum (DC) frá 0-80% hleðslu. Í 100% rafbílum er Type 2 tengi ráðandi og algengast að hleðsluafköst liggi á bilinu 7,4 kW (32A)* 22 kW (32A) miðað við AC hleðslu.
Dæmi um hleðsluhraða og hleðslutíma fyrir 100% rafbílinn Mustang Mach-E
Í venjulegri AC hleðslu hleður þú Standard Range rafhlöðuna á 5,7 klukkustundum frá 10% í 80% og Long Range rafhlöðuna hleður þú á 7,2 klukkustundum frá 10% í 80%.
Standard Range drifrafhlaðan tekur við allt að 115 kW hraðhleðslu og tekur um 38 mínútur að hlaða úr 10% hleðslu í 80%. Long Range drifrafhlaðan tekur við allt að 150 kW hraðhleðslu og tekur um 45 mínútur að hlaða úr 10% í 80%.
Með hraðhleðslunni getur þú líka skotið inn á drifrafhlöðuna 70-90 km viðbótardrægni á aðeins um 10 mínútum eftir stærð rafhlöðu og aðstæðum
Sérfræðingar mæla ekki með hleðslu rafbíla og tengiltvinnbíla í venjulegum heimilistengli, hægt að lesa meira um það hér.
Hægt er að lesa ítarefni um Hleðsluhraða hér:
Hleðslustöðvar og hleðsluhraði
Hvað hefur áhrif á drægni?
Helstu þættir sem hafa áhrif á drægni raf- og tengiltvinnbíla eru stærð drifrafhlöðunnar, nýtni rafvélarinnar, hitastig, vindur, ástand vega, farþegar og farangur og aksturslag svo eitthvað sé nefnt. Drægni bíla sem seldir eru í Evrópu (á EES svæðinu) er reiknuð og gefinn upp skv. WLTP staðli og því er hægt að bera saman drægni mismunandi bíla m.v. sömu forsendur segir Þórður Jónsson, framkvæmdarstjóri Peugeot, Citroën, Opel og Mazda hjá Brimborg.
Helstu þættir sem hafa áhrif á drægni:
- Hraði hefur áhrif á drægni, orkunotkun er minni á lægri hraða.
- Aksturslag og akstursskilyrði hafa áhrif á drægni. Mjúk hröðun og rétt notkun hemla eða rafbremsu eykur drægni og sparar orku ásamt því að nýta sparstillingu eins og kostur.
- Útihitastig, notkun á miðstöð og loftkælingu eru allt þættir sem hafa áhrif á drægni. Forhitun á rafbíl er góð leið til að hámarka drægni þar sem ekki þarf að eyða rafmagni til að hita eða kæla bílinn í upphafi aksturs
- Fjöldi farþega og farangur getur haft áhrif á drægni. Búnaður á toppi t.d. skíða eða hjólafestingar.
Hægt er að lesa ítarefni um Drægni og áhrif ytri aðstæðna hér.
Drægni og áhrif ytri aðstæðna
Söluráðgjafar Brimborgar veita ítarlega ráðgjöf við val á bíl og þau skref sem þarf að taka.
Tengiltvinnbílar í Vefsýningarsalnum
Tengdar greinar:
- Hleðslustöðvar og hleðsluhraða
- Drægni og áhrif ytri aðstæðna
- Verð og ívilnanir
- Hvað kostar að hlaða rafbíl
- Drægni og áhrif ytri aðstæðna