Fara í efni

Bílatrygging

Bílatrygging

Bílatrygging skiptist í tvo megin þætti.

Ábyrgðartrygging bíla

Í fyrsta lagi er ábyrgðartrygging bíla ásamt slysatryggingu ökumanns og farþega, en ábyrgðartryggingin er lögbundin trygging sem skylt er að hafa. Hún bætir tjón sem bíllinn veldur og slys sem ökumaður og farþegar verða fyrir. Eigináhætta er val tryggingartaka en það er sú upphæð sem tryggingartaki ber í hverju tjóni.

Kaskótrygging bíla

Í öðru lagi er kaskótrygging bíla sem ekki er lögbundin heldur val. Hún bætir tjón á þínum bíl sem þú sjálfur eða ökumaður á þínum vegum veldur. Einnig bætir kaskótrygging bíla sum önnur tjón sem eru bótaskyld en eru ekki bætt á annan hátt, t.d. af ábyrgðartryggingu annars bíl. Tryggingartaki velur upphæð eigináhættu sem hann ber í hverju tjóni.

Bílrúðutrygging (trygging fyrir framrúðu, hliðarrúður og afturrúðu) er ekki lengur lögbundin trygging eins og áður heldur er hún valkostur. Við hjá Brimborg mælum hiklaust með bílrúðutryggingu sem hluta af tryggingaverndinni.

Ofangreind lýsing er ekki tæmandi og það er mikilvægt fyrir bílkaupendur að kynna sér vel skilmála bílatrygginga, hvort sem um er að ræða ábyrgðartryggingu, kaskótryggingu eða bílrúðutryggingu.

Söluráðgjafar Brimborgar sjá um allan frágang bílatrygginga við bílakaupin ef þess er óskað, óháð tryggingarfélagi sem kaupandi velur. Einnig sjá söluráðgjafar um að tilkynna tryggingafélagi afskráningu bílatryggingar þegar bíll er seldur eða settur uppí annan bíl.

Ertu að spá í nýjan eða notaðan bíl?

Vefsýningarsalur nýrra bíla

Vefsýningarsalur notaðra bíla