Bílatrygging
Bílatryggingar
Bílatryggingar samanstanda yfirleitt af tveimur þáttum: lögbundinni ábyrgðartryggingu og valkvæðri kaskótryggingu. Að auki er hægt að bæta við bílrúðutryggingu, sem nú er valfrjáls. Hér að neðan er yfirlit yfir helstu atriði, en við hvetjum alla bílkaupendur til að lesa nánar um skilmála trygginga áður en gengið er frá kaupum.
Lögbundin ábyrgðartrygging bíla
- Skyldutrygging sem allir ökumenn þurfa að hafa.
- Nær yfir tjón sem bíllinn veldur, auk slysa á ökumanni og farþegum.
- Eigináhætta er sú upphæð sem tryggingartaki greiðir í hverju tjóni og er hún val kaupanda.
Kaskótrygging bíla
- Valfrjáls trygging sem bætir tjón á eigin bíl, jafnvel þó ökumaður valdi tjóninu sjálfur.
- Bætir mögulega annað tjón sem falla ekki undir ábyrgðartryggingu.
- Kaupandi velur eigináhættu sem hann ber í hverju tjóni.
Bílrúðutrygging
- Ekki lengur lögbundin, en við hjá Brimborg mælum eindregið með að bæta henni við tryggingaverndina.
- Bætir framrúðu, hliðarrúður og afturrúðu ef þær skemmast eða brotna.
Mikilvægt að kynna sér skilmála
Ofangreindar upplýsingar eru ekki tæmandi. Ráðlegt er að lesa vel yfir skilmála tryggingarfélaga bæði ábyrgðar-, kaskó- og bílrúðutrygginga, áður en ákvörðun er tekin.
Brimborg sér um frágang trygginga
- Söluráðgjafar Brimborgar geta séð um allt sem viðkemur bílatryggingum við kaup á nýjum eða notuðum bíl, óháð tryggingarfélagi sem kaupandi velur.
- Söluráðgjafar sjá einnig um að tilkynna tryggingafélagi þegar trygging er afskráð, til dæmis ef bíll er seldur eða tekinn upp í kaup á öðrum bíl.
Skoðaðu úrval nýrra og notaðra bíla í Vefsýningarsölum Brimborgar.
Vefsýningarsalur nýrra bíla
Vefsýningarsalur notaðra bíla
Með réttu tryggingunum og rétta bílnum frá Brimborg geturðu keyrt af stað með öryggi og hugarró.