Fara í efni

Allt sem þú þarft að vita um heimahleðslustöðvar fyrir rafbíla og tengiltvinnrafbíla

Allt sem þú þarft að vita um heimahleðslustöðvar fyrir rafbíla og tengiltvinnrafbíla
Allt sem þú þarft að vita um heimahleðslustöðvar fyrir rafbíla og tengiltvinnrafbíla

Vissir þú að samkvæmt könnun Samorku frá árinu 2020 þá hlaða 96% af rafbílaeigendum bílinn heima hjá sér?

Það er því engin furða að við svörum mörgum fyrirspurnum daglega um heimahleðslustöðvar og almennum fyrirspurnum um besta fyrirkomulagið við rafbílahleðslu. Hleðslustöðvar og hleðsluhraði er jú vissulega eitt af því sem þú þarft að huga sérstaklega að þegar þú ætlar að kaupa rafbíl eða tengiltvinnrafbíl.

Öryggisatriði fyrir hleðslu rafmagnaðra bíla

Mannvirkjastofnun hefur sett fram reglur um raflagnir á þeim stöðum sem hleðsla rafbíla og tengiltvinnbíla fer fram og þann búnað sem fólk á að nota til að hlaða bílinn sinn. Hér er það helsta sem þarf að hafa í huga:

  • Venjulegir heimilstenglar eru ekki ætlaðir til hleðslu raf- og tengiltvinnbíla og það má alls ekki nota framlengingarsnúrur eða fjöltengi við hleðslu rafbíla eða tengiltvinnbíla.
  • Tryggja þarf að hleðslustraumur geti að hámarki orðið 10A.
  • Tryggja þarf að bilunarstraumsrofi af B-gerð sé annað hvort í hleðslutækinu eða á raflögninni.

Athugaðu að hleðslustöðvar sem fólk kaupir eru ekki allar með sama búnaði og uppfylla mögulega ekki allar þessi skilyrði. Við mælumst alltaf til þess að þú heyrir í löggiltum rafvirkja til að setja upp hleðslustöð og getum mælt með frábærum rafvirkjum sem hafa sérhæft sig uppsetningum hleðslustöðva bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Hvar er best að staðsetja heimahleðslustöðina?

Aðstæður fyrir heimahleðslustöðvar er auðvitað misjafnar eftir húsnæðinu sem fólk býr í. Mikilvægt er að þú hugsir vel hvar þú vilt staðsetja heimahleðslustöðina vegna þess að aðgengi þarf að vera framúrskarandi gott.

Þú vilt líklega ekki vera að klöngrast með snúruna og lenda í veseni eða flækja þig og detta. Heimahleðslustöðin þarf því að vera staðsett eins nálægt bílnum og hægt er.

Þú skalt líka velja hleðslukapal sem er nægjanlega langur svo hann svífi ekki í lausu lofti þegar hann er tengdur við bílinn. Það getur valdið því að kapallinn sveiflast um í vindi og getur til dæmis rekist utan í bílinn en einnig verður erfitt að komast framhjá honum. Það er líka sterkur leikur að hafa heimahleðslustöðina með áföstum kapli en hafa annan hleðslukapal í bílnum eða jafnvel ferðahleðslutæki með Shucko tengli ef þú skyldir óvænt þurfa að hlaða annars staðar en heima hjá þér.

Hvað ef ég bý í fjölbýli eða er ekki með fast bílastæði heima?

Alþingi hefur breytt lögum um fjölbýlishús sem hafa það markmið að liðka fyrir og stuðla að aukinni rafbílanotkun í samræmi við stefnu stjórnvalda í samgöngu- og loftslagsmálum.  Lögin fara bæði inn á sérstæði og óskipt bílastæði í fjölbýlishúsum. Húseigendafélagið hefur skrifað góða grein um Rafbíla í fjöleignahúsum. Að auki hefur hleðslugörðum í þéttbýli fjölgað mjög þar sem hægt er að hlaða rafbíla og einnig hefur hraðhleðslustöðvum fjölgað að sama skapi sem auðvelt er að finna á korti.

Lög um fjölbýlishús

Að lokum

Ef þú ert enn í pælingum með heimahleðslustöðvar þá skaltu endilega líta við hjá okkur. Söluráðgjafar Brimborgar veita þér ítarlega ráðgjöf um heimahleðslu út frá þínum forsendum.

Hægt er að lesa ítarefni um Hleðslustöðvar hér.

Smelltu og skoðaðu rafmagnaðar gerðir bíla hjá Brimborg

Tenglar á rafbílafróðleik