Volvo vinnur til verðlauna
Það má með sanni segja að það gangi vel hjá Volvo á bílasýningunni í Genf.
Volvo XC40 var valinn Bíll ársins í Evrópu 2018 á bílasýningunni í Genf. Þetta er í fyrsta sinn sem Volvo hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun. En áður var Volvo XC40 búinn að vinna Bíll ársins af WhatCar?
Þessi verðlaun undirstrika hversu glæsilegur og frábær bíll XC40 er. Brimborg í Reykjavík er þegar komin með einn bíl til sýnis en formleg frumsýningin verður þó ekki fyrr en í apríl þegar fleir bílar verða komnir til landsins.
Håkan Samuelsson forstjóri Volvo hlaut svo í dag verðlaunin "World Car Person of the Year 2018" á Bílasýningunni í Genf.
Volvo náði methagnaði og sölu árið 2017 með 27,7% aukningu rekstrarhagnaðar og sölu á heimsvísu eða 571.577 bílar en þetta er fjórða árið í röð sem fyrirtækið nær met vexti, sem undirstrika breyttar áherslur í fjármálum og rekstri undir stjórn Håkan Samuelsson.
Volvo hefur kynnt til sögunnar sjö nýja bíla á síðustu þremur árum sem allir hafa fengið frábærar viðtökur. Af þessum sjö bílum þá eru þrjár tegundir jeppar sem er sá flokkur bíla sem vex hraðast út um allan heim.