ÞÝSKU GÆÐA RAFSENDIBÍLARNIR FRÁ OPEL VINSÆLASTIR Á ÍSLANDI
OPEL sendibílar eru vinsælastir rafknúinna sendibíla á Íslandi og mælast nú með ríflega 30% markaðshlutdeild. Sífellt fleiri fyrirtæki taka þá ákvörðun að taka þátt í orkuskiptunum og er aukið þjónustustig OPEL til fyrirtækja í þessum sporum að mælast vel fyrir. OPEL í samvinnu við fyrirtækjalausnir Brimborgar býður fyrirtækjum ráðgjöf að kostnaðarlausu, 3 daga prufutíma á bílum og tilboð í kaup á bíl eða leigu ásamt hleðslulausnum og uppsetningu. Það gerir viðskiptavinum kleift að taka upplýsta ákvörðun til orkuskipta.
Forysta OPEL og Brimborgar byggir á úrvali rafbíla, áralangri reynslu sérfræðinga Brimborgar í litlum og stórum atvinnubílum og sérfræðiþekkingar við rekstur og uppbyggingu hleðsluinnviða fyrir rafbíla. Brimborg rekur nú einnig hraðhleðslunet á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og býður sérkjör til sinna viðskiptavina.
Þarfir fyrirtækja eru margskonar og ákjósanlegustu lausnirnar hjá fyrirtækjum geta falið í sér blöndu af AC hleðslustöðvum og DC hraðhleðslustöð og jafnvel uppsetningu hleðslulausna heima hjá starfsfólki og því mikilvægt að fá góða ráðgjöf frá sérfræðingum með haldbæra þekkingu við ákvörðunartökuna.
Hátt þjónustustig Brimborgar tryggir einnig uppitíma vinnutækja sem skiptir miklu máli í rekstri.
Bílamerki sem er vert að kynna sér!
OPEL rafsendibílar státa af þýskum gæðum sem eru staðfest með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðunni, framúrskarandi drægni og miklum hleðsluhraða. Sparneytni, lágur rekstrarkostnaður, fyrirtaks vinnuaðstaða með góðu aðgengi, hámarks nýting, ríkulegur búnaður, fjölmargar stærðarútfærslur og margir aðrir eiginleikar tryggja vinsældir OPEL rafsendibíla. Þú getur stólað á fyrsta flokks gæði og fyrirmyndarþjónustu OPEL og Brimborgar.
Taktu þátt í orkuskiptunum með OPEL rafsendibíl
Viðskiptavinir njóta allra þeirra þæginda sem rafsendibílar veita með snöggri, ódýrri, orkuáfyllingu heima eða í vinnu og vernda um leið umhverfið með umhverfisvænni, íslenskri orku með lágu kolefnisspori.
Opel Vivaro-e rafsendibíll
Opel Vivaro-e er 100% hreinn rafmagnssendibíll með allt að 330 km drægni á hreinu rafmagni og hraðhleðslumöguleika. Opel Vivaro-e er fáanlegur í tveimur lengdum, með rennihurð á báðum hliðum og rúmar auðveldar auðveldlega þrjú vörubretti. Opel Vivaro-e er með 1000 kg dráttargetu og 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að kynna þér Opel Vivaro-e nánar.
Smelltu og kynntu þér Opel Vivaro-e
Skoðaðu Opel Vivaro-e í Vefsýningarsalnum
Opel Combo-e er 100% hreinn rafmagnssendibíll með allt að 275 km drægni á hreinu rafmagni og hraðhleðslumöguleika. Combo-e er fáanlegur í tveimur lengdum, með rennihurð á báðum hliðum og rúmar auðveldar auðveldlega tvö vörubretti. Opel Combo-e er með 750 kg dráttargetu og 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að kynna þér Opel Combo-e nánar.