Fara í efni

Peugeot e-2008 með sögulegt einkanúmer

Peugeot e-2008 með sögulegt einkanúmer
Peugeot e-2008 með sögulegt einkanúmer
Guðjón H. Bernharðsson bílaáhugamaður fær afhentan Peugeot e-2008 rafbíl á einkanúmerinu R8384 sen jafnframt er Peugeot rafbíllnúmer 76 sem Brimborg afhendir á árinu.

Guðjón H. Bernharðsson bílaáhugamaður fær afhentan Peugeot e-2008 rafbíl á einkanúmerinu R8384 sen jafnframt er Peugeot rafbíll númer 76 sem Brimborg afhendir á árinu.

Peugeot rafbílar hafa notið einstakra vinsælda og í nóvember síðastliðnum voru þeir í hópi þriggja vinsælustu rafbíla á Íslandi. Guðjón var farinn að huga að því að skipta yfir á rafmagnsbíl þegar hann kom á frumsýningu á Peugeot e-2008 í ágúst. Þar hitti hann Egil Jóhannsson, forstjóra Brimborgar, og þeir voru sammála um að Peugeot e-2008 væri rétti bíllinn fyrir Guðjón. Nokkrum dögum síðar fékk Guðjón Peugeot e-2008 í prufu í sólarhring og þá varð ekki aftur snúið. Guðjón pantaði perluhvítan, Peugeot e-2008 GT rafbíl með Panorama glerþaki, svörtum felgum og 11 kW innbyggðri hleðslustýringu. Er þetta fyrsti fyrsti perluhvíti Peugeot e-2008 með þessum búnaði sem kemur til landsins.

Fékk bíladellu um 15 ára aldur og heillaðist af einkanúmerum

Guðjón var rétt um 15 ára gamall þegar hann fékk áhuga á bílum og á þeim tíma voru vinsælustu bílarnir amerískir kaggar eins og Lincoln og stórir Cadillac-ar sem gengu á þeim tíma undir nafninu drekar. Bílarnir voru flestir meira en sex metrar að lengd og með mikið af krómi. Á þessu tíma átti Guðjón auðvelt með að þekkja útlit bíla og þekkti hann einnig númer þessara flottu bíla þar sem eigendur þeira voru allir með sitt einkanúmer. Fyrir 1970 eignaðist Guðjón sjálfur bíl númer tvö og með einkanúmerinu R-22871 sem var þá nýjasta númerið hjá Bifreiðaeftirlitinu. Síðar fékk Guðjón sér einkanúmerið R8384 sem fylgdi honum þangað til nýju bílnúmerin komu og eftir það hefur hann verið með einkanúmerið R8384.

Bílarnir hans Guðjóns

Fyrsti bíll Guðjóns var amerískur kaggi, 8 sílendra. Dodge Seneca en Guðjón hefur átt margar tegundir af bílum og má þar nefna Volkswagen bjöllu, Citroën GS, Peugeot, Chevrolet Vega, Skoda Felicia, Mini Cooper, Karmann Ghia, Mercedes Benz 250 S og AMG Benz 280S. Þessir bílar áttu það sameiginlegt að vera öruvísi en þeir bílar sem voru á götum borgarinnar og verið með einkanúmerið R8384 að unanskildnum Skoda Felica. Guðjón nostraði sjálfur mikið við þessa bíla, lakkaði grill og felgur, bætti ýmsum aukahlutum á bílana og lét sprauta þá og klæða með vínyl, setti þá á low profile dekk og svona mætti lengi telja. Guðjón átti AMG Benz 280S þar til hann lenti í árekstri árið 2005. Síðan þá hefur hann átt Ford og Volvo fólksbíla og jeppa og svo frá og með deginum í dag Peugeot e-2008 rafbíl.

Bílar

Við óskum Guðjóni innilega til hamingju með stórglæsilegan Peugeot e-2008 rafbíl.


Vefspjall