Opna 600 kW hraðhleðslustöð með lægsta raforkuverðið í Reykjanesbæ
Brimborg Bílorka opnar miðvikudaginn 22. nóvember öflugustu hraðhleðslustöð landsins á Flugvöllum 8 í Reykjanesbæ með hámarks afl upp á 600 kW og býður að því tilefni fría hraðhleðslu til 1. des. Eftir að opnunartilboði lýkur er verð á kWh hins vegar það lægsta miðað við hleðsluafköst eða aðeins frá 49 kr / kWh. Stöðin er opin fyrir alla rafbílanotendur með auðveldu aðgengi og einfaldri greiðslulausn með e1 appinu.
Stöðin er með 8 CCS tengi og getur því hlaðið 8 ökutæki í einu og allar tegundir ökutækja hvort sem eru fólksbílar, sendibílar, vörubílar, rútur eða strætisvagnar. Hámarks hleðsluafköst eru allt að 400 kW fyrir einstök ökutæki. Um er að ræða níundu hraðhleðslustöðina hjá Brimborg Bílorku.
Tvær gerðir CCS hraðhleðslutengja eru á stöðinni. Annars vegar tengi sem bjóða allt að 240 kW hleðsluafköst og CCS hraðhleðslutengi sem bjóða allt að 400 kW hleðsluafköst.
Auðvelt aðgengi fyrir löng ökutæki og hreyfihamlaða
Stöðin er hönnuð á svipaðan hátt og bensínstöð með gegnumakstri og því er mjög einfalt aðgengi að og frá öllum tengjum fyrir fólks,-sendi-, vöru- eða hópferðabíla og einnig fyrir bíla með ferðavagna og kerrur. Hönnun stöðvarinnar hefur miðað að því að tryggja gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Upphitað plan er við stöðina, góð lýsing og öryggismyndavélar.
Lykilhlekkur fyrir rafvæðingu allra ökutækja á Suðurnesjum
Stöðin er staðsett á Flugvöllum 8 í Reykjanesbæ, nálægt flugvellinum, og verður mikilvægur hlekkur í rafvæðingu allra ökutækja á Suðurnesjum og til og frá höfuðborgarsvæðinu hvort sem er fyrir einkabíla, bílaleigubíla, leigubíla, flutningabíla, sendibíla eða rútur. Öflugir hraðhleðsluinnviðir nálægt flugvellinum er að auki forsenda þess að hægt sé að leigja ferðamönnum rafbíla.
Öflugri hraðhleðsluinnviði þarf fyrir fleiri rafbíla
Nú aka yfir 25 þúsund rafbílar um vegi landsins og sendibílar og stórir rafmagnsvörubílar hafa þegar hafið akstur en þetta er þó aðeins brot af þeim um 280 þúsund ökutækjum í umferð á Íslandi sem þarf að skipta yfir í rafmagn.
Í ljósi markmiða stjórnvalda um orkuskipti í vegasamgöngum þá er ljóst að fjölga þarf háhraða hraðhleðslustöðvum fyrir rafbílanotendur á Íslandi sem eru aðgengilegar bæði fyrirtækjum og einstaklingum fyrir allar gerðir ökutækja. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða sem og aðra þarf að vera framúrskarandi og möguleiki að hlaða mörg rafknúin ökutæki í einu til að stytta biðtíma eftir hleðslu.
Brimborg Bílorka eflir samkeppni og hraðar orkuskiptum með 9 hraðhleðslustöðvum
Samkeppni í orkudreifingu fyrir rafbíla er mikilvæg til að flýta orkuskiptum á Íslandi. Brimborg Bílorka hefur því hafið uppbyggingu á hraðhleðsluneti með framúrskarandi aðgengi með ódýrri, grænni, orku sem er opið fyrir alla rafbílanotendur með einfaldri e1 greiðslulausn. Fyrstu stöðvarnar eru á eftirfarandi stöðum:
- Breiðhöfði 1 Reykjavík - Hámarks afköst 180 kW - 2 CCS tengi - KORT
- Bíldshöfði 6 Reykjavík - Hámarksafköst 200 kW - 2 CCS tengi - KORT
- Bíldshöfði 6 Reykjavík - Hámarksafköst 50 kW - 1 CCS tengi, 2 Chademo tengi - KORT
- Bíldshöfði 6 Reykjavík - Hámarks afköst 30 kW - 1 CCS tengi - KORT
- Axarhöfði Reykjavík - Hámarks afköst 50 kW - 1 CCS tengi, 2 Chademo tengi - KORT
- Jafnasel 6 Reykjavík - Hámarks afköst 60 kW - 2 CCS tengi - KORT
- Jafnasel 6 Reykjavík - Hámarks afköst 120 kW - 2 CCS tengi - KORT
- Hádegismóar 8 Reykjavík - Hámarks afköst 180 kW - 2 CCS - KORT
- Flugvellir 8 Reykjanesbæ - Hámarks afköst 600 kW - 8 CCS tengi - KORT
Lægsta verðið í hraðhleðslu miðað við hleðsluafköst
Brimborg Bílorka stefnir að því að bjóða ávallt lægsta verðið í hraðhleðslu miðað við afköst og er verðið frá 29 kr per kWh fyrir 30 kW hraðhleðslu og 59 kr fyrir allt að 400 kW hraðhleðslu og er sýnilegt fyrir hverja stöð í e1 appinu.
Til að tryggja stuttan biðtíma eftir hleðslu í hraðhleðsluneti Bílorku er tímagjald sem hvetur rafbílanotendur að dvelja ekki óþarflega lengi í hleðslu. Svigrúm er gott áður en tímagjald byrja að telja því það byrjar ekki að telja fyrr en eftir 45 mínútna hleðslu og er 55 kr per mínútu eftir það.
Tengigjald styður við hvatningu tímagjalds um að fleiri komist að auk þess sem það er til þess fallið að ganga upp í rekstrarkostnað á köplum og tengjum sem eru þeir þættir sem valda mestum rekstrarkostnaði hleðslustöðva og stuðlar þannig að lægra hleðsluverði. Það er 50 kr fyrir hverja tengingu og gjaldfærist eftir að 1,0 kWh hefur verið náð í hleðslu.