Nýr rafsendibílastyrkur – hagstæðara að kaupa eða leigja rafsendibíl á nýju ári
Hagstæðara verður fyrir fyrirtæki að kaupa eða leigja rafsendibíla árið 2024 með tilkomu nýs rafsendibílastyrks frá Orkusjóði en takmarkaður fjöldi styrkja verður í boði á árinu. Á nýju ári geta fyrirtæki sem kaupa rafsendibíl sótt um 500.000 kr styrk frá Orkusjóði og ef bíllinn er á rauðum númeraplötum, innskattað 24% virðisaukaskatt af kaupverðinu ásamt því að innskatta allan rekstrarkostnað sendibílsins. Styrkurinn nýtist líka í langtímaleigu hjá Brimborg á sendibíl á rauðum númerum og á sama hátt verður hægt að innskatta leigugreiðslur og rekstrarkostnað.
Einfalt umsóknarferli um styrk
Brimborg var stærst í sölu rafsendibíla árin 2022 og 2023 og á úrval rafsendibíla á lager af öllum stærðum og gerðum til afgreiðslu strax á nýju ári. Sérfræðingar fyrirtækjalausna Brimborgar veita ráðgjöf um hvernig sækja má um styrk á einfaldan hátt á island.is og það tekur aðeins um 2 daga að fá styrkinn afgreiddan.
Takmarkaður fjöldi styrkja
Stjórnvöld leggja mikla áherslu á að hraða orkuskiptum í samgöngum og nýi styrkurinn frá Orkusjóði er liður í því átaki. Mjög vel hefur gengið að rafvæða fólksbíla einstaklinga og fyrirtækja undanfarin ár og nú er komið að rafvæðingu atvinnubíla hjá fyrirtækjum.
Takmarkaður fjöldi styrkja verður í boði á árinu þar sem heildarfjárheimild til styrkja er takmörkuð og dreifist á allar tegundir ökutækja og innviðauppbyggingu. Kaupverð bíls má ekki vera hærra en 10 milljónir króna með virðisaukaskatti (8.064.516 kr án vsk) og gildir hvort sem keypt er eða bíll tekinn á langtímaleigu.
Fyrirtæki taka af skarið í rafvæðingu
Það verður sífellt mikilvægara að fyrirtæki taki af skarið í rafvæðingu atvinnubíla með auknum kröfum viðskiptavina og annarra fyrirtækja um auknar áherslur á umhverfismál. Sendibílar fyrirtækja eru oft í mikilli notkun og því felst mikill sparnaður í að skipta yfir í rafmagn, hlaða bílinn á starfsstöð og útrýma þannig eldsneytiskostnaði. Fyrir utan ávinning af lægri orkukostnaði þá lækkar rafsendibíll kolefnisspor fyrirtækisins, útrýmir notkun jarðefnaeldsneytis, kemur í veg fyrir útblástursmengun og eykur ánægju ökumanna fyrirtækisins þar sem rafsendibílar veita hljóðlátara vinnuumhverfi.
Þriggja daga reynsluakstur
Fyrirtækjalausnir Brimborgar bjóða upp á orkuskiptalausn sem felst í þriggja daga reynsluakstri á rafsendibíl, úrvali rafsendibíla frá Ford, Opel, Peugeot og Citroën, tilboði í uppsetningu hleðslulausna á starfsstöð fyrirtækja og snjalla lausn til hleðslu á heimilum starfsmanna með einfaldri sundurliðun raforkukostnaðar sendibílsins. Brimborg býður notendum rafbíla frá Brimborg keyptum eða leigðum af Brimborg sérkjör í hraðhleðslu í sívaxandi neti hraðhleðslustöðva Brimborgar Bílorku.
Dæmi um rafsendibíla og hvernig styrkur og innsköttun virðisaukaskatts hefur áhrif á endanlega greiðslu.
- Ford
Styrkurinn nýtist líka í langtímaleigu hjá Brimborg á sendibíl. - Opel
Styrkurinn nýtist líka í langtímaleigu hjá Brimborg á sendibíl. - Citroën
Styrkurinn nýtist líka í langtímaleigu hjá Brimborg á sendibíl. - Peugeot
Styrkurinn nýtist líka í langtímaleigu hjá Brimborg á sendibíl. - Hleðslulausnir
Sérfræðingar fyrirtækjalausna Brimborgar aðstoða með fjármögnun við kaup bíla og hleðslustöðva og við langtímaleigu.
Skoðaðu úrval rafsendibíla í Vefsýningarsal nýrra bíla hjá Brimborg.
Hafðu samband við sérfræðinga fyrirtækjalausna Brimborgar.