NÝR CITROËN Ë-BERLINGO RAFMAGNSSENDIBÍLL
Nýr Citroën ë-Berlingo rafmagnssendibíll
Brimborg kynnir glænýjan Citroën ë-Berlingo 100% hreinan rafmagnssendibíl sem væntanlegur er til landsins í apríl og mun Brimborg bjóða hann í tveimur lengdum með 7 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.
Forsalan á nýja rafsendibílnum er nú þegar hafin í Vefsýningarsal nýrra bíla hjá Brimborg.
Smelltu hér til að skoða Citroën e-Berlingo
Smelltu hér til að skoða úrval í Vefsýningarsal
ALLT AÐ 275 KM DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI
Citroën ë-Berlingo rafmagnssendibíll er 100% hreinn rafbíll með 50 kWh drifrafhlöðu. Drægni bílsins skv. WLTP mælingu er allt að 275 km. Citroën ë-Berlingo er fáanlegur með eins fasa 7,4 kW eða þriggja fasa 11 kW innbyggðri hleðslustýringu.
HRAÐHLEÐSLA Í 80% DRÆGNI Á AÐEINS 30 MÍNÚTUM
Það er einfalt og fljótlegt að hlaða Citroën ë-Berlingo rafmagnssendibíl heima, í vinnu og á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða drifrafhlöðuna á 5 - 7,5 klukkustundum í öflugri heimahleðslustöð og næstum tóma drifrafhlöðuna má hlaða á 30 mínútum í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð.
Smelltu hér til að skoða Citroën e-Berlingo
Smelltu hér til að skoða úrval í Vefsýningarsal
TVÆR LENGDIR; L1 OG L2, FÁANLEGUR MEÐ TOPPLÚGU
Citroën e-Berlingo er fáanlegur í tveimur lengdum; L1 og L2. Lengd hleðslurýmis er allt að 2,167 m og með Extenso Cab innréttingu, fellanlegu sæti og lúgu á þili er auðveldlega hægt að flytja allt að 3,44 m langa hluti. Citroën e-Berlingo er fáanlegur með topplúgu að aftan til að flytja langa hluti.
ÞÆGILEG HLEÐSLUHÆÐ, RÚMAR AUÐVELDLEGA TVÖ VÖRUBRETTI
Citroen e-Berlingo er hábyggður og er því með þægilega hleðsluhæð sem auðveldar lestun og affermingu. Rúmmál hleðslurýmis er allt að 3,9 m3 og rúmar auðveldlega tvö vörubretti.
FÁANLEGUR MEÐ RENNIHURÐ Á BÁÐUM HLIÐUM
Citroën leggur mikla áherslu á fyrirtaks vinnuaðstöðu með góðu aðgengi og hámarks nýtingu. Citroën e-Berlingo er fáanlegur með rennihurð á báðum hliðum. Aðgengi að farmi er einnig gott að aftan þar sem tvískipt afturhurð með 180°opnun er staðalbúnaður.
ALLT AÐ 750 KG DRÁTTARGETA
Citroën e-Berlingo er með allt að 750 kg dráttargetu.
ÖRUGG GÆÐI CITROËN ERU STAÐFEST MEÐ 7 ÁRA VÍÐTÆKRI ÁBYRGÐ Á BÍL OG 8 ÁR Á DRIFRAFHLÖÐU
Örugg gæði Citroën ë-Berlingo eru einstök enda í boði með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og sérstakri 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðenda.
FORSALAN ER HAFIN Í VEFSÝNINGARSAL BRIMBORGAR
Brimborg hefur hafið forsölu á glænýjum Citroën ë-Berlingo 100% rafmagnssendibíl í Vefsýningarsal nýrra bíla hjá Brimborg. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða hjá Brimborg í apríl og afhendingar til kaupenda eftir páska.
Í Vefsýningarsal er að finna alla Citroën ë-Berlingo rafmagnssendibíla í pöntun. Þegar draumabíllinn er fundinn er send fyrirspurn beint úr Vefsýningarsalnum sem söluráðgjafi svarar um hæl. Viðskiptavinir geta auðveldlega breytt bílum í pöntun að sínum smekk með aðstoð söluráðgjafa Brimborgar.
Citroën ë-Berlingo rafmagnssendibíll kostar frá 4.450.000 kr. og er fáanlegur í tveimur lengdum; L1 eða L2.
. Brimborg hefur lagt sífellt meiri áherslu á forpöntun nýrra bíla sem hefur gert það að verkum að bílverð lækkar vegna lægri birgðakostnaðar og á sama tíma geta kaupendur hannað bílana nákvæmlega að sínum óskum hvað varðar lit, innréttingu og búnað. Söluráðgjafar Citroën aðstoða viðskiptavini við að setja saman réttu útfærsluna.