Nú er öruggara að kaupa notaðan rafbíl en notaðan eldsneytisbíl
Árið 2010 voru aðeins um 20 þúsund rafbílar keyrandi á götum heimsins en nú telja þeir meira en 40 milljónir og eru fyrstu rafbílarnir nú um 15 ára gamlir og lifa enn góðu lífi. Á Íslandi eru nú um 30 þúsund rafbílar í umferð en fyrstu rafbílarnir fóru að sjást á götunum á Íslandi í einhverju mæli árið 2011. Af einni af fyrstu tegundum rafbíla sem komu til Íslands árið 2012 til þessa dags hafa verið nýskráðir 3.749 bílar og af þeim eru enn í umferð skv. vef Samgöngustofu 3.639 bílar eða 97,1%.
Aukin gæði rafhlaða og lengri ábyrgðartími
Nýjustu kynslóðir rafbíla eru jafnvel enn áreiðanlegri en þær fyrstu enda hefur orðið gríðarleg þróun á rafbílum og rafhlöðum þeirra þessi 15 ár samhliða aukinni reynslu. Það endurspeglast í meiri drægni, auknum hleðsluhraða og auknum gæðum rafhlaða sem hefur leitt til enn lengri ábyrgðartíma á rafhlöðum. Á sama tíma hafa rafhlöður orðið umhverfisvænni og ódýrari en framleiðslukostnaður á rafhlöðum í rafbíla hefur lækkað um 90% á þessu tímabili og heldur áfram að lækka.
Einfaldari samsetning rafbíla lækkar viðhaldskostnað
Rafbílar eru mun einfaldari að allri gerð sökum þess að mun færri íhluti þarf til að smíða rafbíl en hefðbundinn eldsneytisbíl. Í rafbíl er ekki hefðbundin vél sem þarf að smyrja reglulega, tímareim eða pústkerfi svo dæmi séu tekin og flókið mengunarkerfi er ónauðsynlegt í rafbíl enda gefur hann ekki frá sér nein mengunarefni við akstur. Rafbílar nýta hreyfiorku til að hlaða inn á rafgeyma við akstur án þess að þörf sé á að nota hemla sem þýðir lengri endingu þeirra. Hjólbarðar rafbíla endast lengur þar sem skrikvörn sem vinnur með rafmótorum rafbíla er mun skilvirkari en í eldsneytisbílum sem leiðir til minna slits á dekkjum.
Beinn rekstrarkostnaður rafbíls allt að 60% lægri
Beinn rekstrarkostnaður rafbíls þegar tekið er tillit til viðhalds, smurningar, orkukostnaðar, kílómetragjalds og lengri endingar er því mun lægri en sambærilegs eldsneytisbíls og getur verið jafnvel 50-60% lægri. Það gerir það að verkum að nú eru kaup á notuðum rafbíl mun öruggari en kaup á notuðum eldsneytisbíl. Þetta getur Brimborg staðfest við íslenskar aðstæður en félagið hefur flutt inn og selt um 4 þúsund rafbíla á undanförnum 5 árum auk þess sem félagið er með í eigin rekstri og í rekstri bílaleigu sinnar næstum 300 rafbíla.
Úrval notaðra rafbíla með lengri ábyrgð
Í Vefsýningarsal Brimborgar getur þú fundið úrval notaðra rafbíla til sölu. Sökum þessarar góðu reynslu sem við í Brimborg höfum af rafbílum þá eru notaðir rafbílar frá Brimborg með lengri ábyrgð. Brimborg býður uppítöku eldri eldsneytisbíla upp í notaða rafbíla. Kynntu þér úrval notaðra rafbíla í lengri ábyrgð, sendu okkur fyrirspurn og við svörum um hæl.
Mikið úrval notaðra rafbíla hjá Brimborg
Þú finnur mikið úrval notaðra rafbíla í Vefsýningarsal notaðra bíla hjá Brimborg.