Leiðandi hreyfiafl orkuskipta
10.03.2023
Volvo Cars veitti Brimborg viðurkenningu fyrir að vera leiðandi hreyfiafl orkuskipta í samgöngum á Íslandi.
Við erum einstaklega stolt af þessari viðurkenningu sem er frábær staðfesting á orkuskiptavegferð Brimborgar og umhverfisstefnu fyrirtækisins, Visthæf skref, sem innleidd var árið 2007 þá hefur Brimborg lagt mikla áherslu á leiðtogahlutverk sitt í orkuskiptum á bílamarkaði með það að markmiði að hraða orkuskiptum.
Volvo rafbílar
Volvo Cars býður upp á úrval hreinna rafbíla og tengiltvinn rafbíla. Bæði Recharge-rafmagnsbílar og -tengiltvinnbílar bjóða upp á akstur án útblásturs. Í tengiltvinn rafbílnum velurðu Pure-rafakstursstillinguna til að nota rafmótorinn eingöngu við daglegan innanbæjarakstur.
Rafbílarnir eru aðeins hluti metnaðarfyllri framtíðarmarkmiða Volvo Cars. Árið 2040 er stefnt á núll losun gróðurhúsalofttegunda í rekstri Volvo Cars í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins.