Fara í efni

Gunnar Þór Reykdal, bifvélavirki hjá Brimborg er Iðnaðarmaður ársins 2024

Gunnar Þór Reykdal, bifvélavirki hjá Brimborg er Iðnaðarmaður ársins 2024
Gunnar Þór Reykdal, bifvélavirki í Brimborg valin Iðnaðarmaður ársins 2024!

Gunnar Þór Reykdal bifvélavirki á verkstæði Peugeot, Opel og Citroën í Brimborg var valinn Iðnaðarmaður ársins 2024 á Vísi.

Verkefnið var samstarfsverkefni útvarpsstöðvarinnar X977 og Sindra. Gunnar Þór var kosinn Iðnarmaður ársins úr hópi sjö metnaðarfullra iðnaðarmanna sem tilnefndir voru til verðlaunanna. 

Hér fyrir neðan má sjá umsögn sem fylgdi tilnefningunni um Gunnar Þór Reykdal sem birtist á Vísi þegar tilkynnt var hver hlaut titilinn Iðnaðarmaður ársins 2024.

„Var honum lýst sem einum þeim harðasta sem fyrirfinndist á landinu. Ef hann væri ekki að skipta um vélar væri hann að smíða heima hjá sér. Hann hatar víst sumarfrí en elskar að vera ber að ofan í tíu stiga frosti að skrúfa eitthvað saman eða sundur! „

Gunnar Þór hlaut veglegan verðlaunapakka frá Sindra sem innihélt verkfærapakka frá Dewalt og BLÅKLÄDER vinnufatnað.

Gunnar Þór er Mosfellingur, giftur, 2ja barna faðir með sveinspróf í bifvélavirkjun og hefur starfað hjá Brimborg í næstum 10 ár. Gunnar Þór er einstaklega handlaginn, úrræðagóður, frábær vinnufélagi og einstaklega ötull við að kynna sér nýjustu tækni hjá bílaframleiðendum Peugeot, Opel og Citroën. Við erum einstaklega stolt af því að hafa Gunnar í úrvalshópi bifvélavirkja í Brimborg.

Í tilefni dagsins var boðið upp á kók og prins.  Við óskum Gunnari Þór innilega til hamingju með að vera kosinn Iðnaðarmaður ársins 2024!


Vefspjall