GJÖF TIL SÆNSKU ÞJÓÐARINNAR
Brimborg styrkti útgáfu Íslendingasagna sem gjöf til Sænsku þjóðarinnar. Utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, afhenti nýlega Menningarmálaráðherra Svíþjóðar Alice Bah Kuhnke 400 eintök af Íslendingasögunum með kveðju frá Íslensku þjóðinni.
Viðstaddir voru Carl Gustaf konungur Svíþjóðar og Silvia drotting ásamt Guðna Þ. Jóhannessyni forseta Íslands og konu hans Elizu Jean Reid. Afhending bókanna fór fram í Uppsala kastala í Svíþjóð.
Íslendingasögurnar eru mikilvægur hluti menningararfs Norðulanda. Þær innihalda sögur landnámsmanna og afkomenda þeirra og um leið hvernig samfélag myndast í ósnortinni náttúru við erfiðar aðstæður.
Það er mikill heiður fyrir Brimborg að fá að taka þátt í þessu verkefni því tengsl Brimborgar við Svíþjóð í gegnum Volvo eru mikil og þarna er um að ræða samstarfsverkefni milli Íslands og Svíþjóðar um skrásetningu sagna sem tryggir komandi kynslóðum aðgang að þessum mikilvægum heimsbókmenntum.