Fara í efni

Frumsýning: Glænýr og endurhannaður Ford Transit Custom

Ford á Íslandi frumsýnir með stolti glænýjan og virkilega vel endurhannaðan Ford Transit Custom dagana 22. febrúar – 2. mars á Bíldshöfða 6 í Reykjavík.

Skoðaðu Ford Transit Custom

Skoðaðu vefsýningarsalinn

Sérfræðidómnefnd skipuð 25 atvinnubílablaðamönnum kaus bílinn nú á dögunum sem sigurvegara IVOTY 2024. (International Van of the Year Award), og átti hann titilinn sannarlega skilið.

Það er óhætt að segja að við hjá Ford á Íslandi hlökkum til að sýna fólki allar frábæru nýjungarnar í Ford Transit Custom bílnum því breytingarnar eru einstaklega vel heppnaðar bæði að innan og utan, auk þess sem bíllinn er nú fáanlegur fjórhjóladrifinn. Segja má að sendibíllinn sé algjör bylting fyrir fólk sem nýtir þessa stærð af sendibílum, enda er hann kallaður skrifstofa á hjólum.

Ford hefur lagt ríka áherslu á að gera allt vinnuumhverfið sem þægilegast við notendur og má þar helst nefna 5G nettengingu, 13“ snertiskjá, stýri sem er hægt að breyta í borð, Pro Power Onboard tengil fyrir rafmagnsverkfæri, og svo mætti lengi telja!

Bíllinn er fáanlegur í tveimur lengdum og það sem meira er, þá er hann í boði bæði fram- og fjórhjóladrifinn! Staðalbúnaðurinn er sérlega ríkulegur en síðan er hægt að velja undirgerðir sem Limited og Trend útfærslurnar.

Hér má finna nánari upplýsingar um bílinn: https://www.ford.is/is/bill/transit-custom

Lítið við í kaffi og súkkulaðimola og fáið kynningu hjá okkar Ford Pro sölufulltrúum á sendibíl ársins. Að sjálfsögðu er einnig hægt að bóka reynsluakstur.

Skoðaðu Ford Transit Custom

Skoðaðu vefsýningarsalinn


Vefspjall