Ford Mustang er mest seldi sportbíll heims
Ford Mustang er ekki aðeins goðsögn í heimi sportbíla heldur er hann nú mest seldi sportbíll sögunnar. Ford Mustang er vinsæll meðal ökumanna á öllum aldri og vinsældir hans fara vaxandi.
Það kemur engum á óvart að Ford Mustang hefur verið mest seldi sportbíll í Ameríku í meira en 50 ár. Þökk sé vaxandi eftirspurn um allan heim er Ford Mustang nú mest seldi sportbíll heims. Árið 2016 voru seld meira en 150.000 eintök á heimsvísu og þar af 15.000 í Evrópu sem gerir hann einnig mest selda sportbíl Evrópu. 3.600 eintök voru seld á fyrstu þremur mánuðum ársins 2017.
Ford Mustang til Íslands
Mest seldi sportbíll heims, Ford Mustang, kemur til Íslands í júní. Bíllinn verður með 2,3 lítra EcoBoost vél og heil 317 hestöfl. Fylgsu með í júní!
Vissir þú að Ford Mustang er með sína eigin Facebooksíðu?
Rúmlega 8,4 milljónir hafa líkað við Facebooksíðu Ford Mustang sem gerir hann vinsælasta bílinn á Facebook!