Fara í efni

Ford Kuga PHEV tengiltvinnjeppi frumsýndur á Akureyri

Ford Kuga PHEV tengiltvinnjeppi frumsýndur á Akureyri
Ford Kuga PHEV frumsýndur á Akureyri!
Ford Kuga PHEV tengiltvinnjeppinn verður frumsýndur á Akureyri 2.-5. september á Akureyri!

Nýr Ford Kuga PHEV tengiltvinnjeppi verður frumsýndur dagana 2. - 5. september hjá Brimborg Akureyri við Tryggvabraut 5.

Glænýr Ford Kuga hefur verið endurhannaður frá grunni. Hann hefur fengið nýtt glæsilegt útlit bæði að utan sem innan. Hann býðst líka í fyrsta sinn í Plug-in Hybrid útgáfu (tengiltvinn). Fimm stjörnu öryggiseinkunn, kraftur, rými og mikil dráttargeta (framhjóladrifinn tengiltvinnútgáfa 1.200 kg og fjórhjóladrifinn dísilútgáfa 2.100 kg) og rómaðir Ford akstureiginleikar gera hann að hinum fullkomna ferðabíl.

Hinn nýi Ford Kuga með rafmagns/bensín tengiltvinnvél notar tvo aflgjafa til að koma þér á áfangastað á skilvirkari hátt. Með háþróuðu rafkerfi geturðu farið í styttri ferðir, allt að 56 km með núlllosun á CO2 og hlaðið þar sem þú hefur aðgang að hleðslu. Þessi kílómetrafjöldi á rafmagni dugar lang flestum í daglega notkun en í lengri ferðum tryggir sparneytin bensínvélin að þú getir ekið eins langt og þú þarft án þess að þurfa að hlaða hann af rafmagni. 

Kynntu þér Ford Kuga PHEV

Ríkulegur staðalbúnaður í Ford Kuga Titanium PHEV tengiltvinn

• FordPass samskiptakerfi við bílinn
• Lyklalaust aðgengi og starthnappur
• Tvískipt miðstöð með loftkælingu
• Aksturstölva • Þráðlaus hleðsla á gsm
• 8“ snertiskjár/litaskjár
• 6,5“ TFT litaskjár í mælaborði
• 18“ álfelgur
• Nálægðarskynjari að framan og aftan
• Upphitanleg framrúða
• Apple CarPlay og Android Auto
• Langbogar • MyKey (stillanlegur aðallykill)
• Easy fuel, án skrúfaðs bensínloks

Ford Kuga í vefsýningarsal Brimborgar

Ford Kuga PHEV

Ford Kuga PHEV

Fimm stjörnu öryggi

Ford heldur áfram að fá bestu mögulegu einkunn í öryggismálum. Nýr Ford Kuga er í hóp þeirra bíltegunda sem hlotið hafa topp einkunn, fimm stjörnu öryggisvottun Euro NCAP.

5 ára ábyrgð á Ford

Brimborg býður nú alla nýja Ford bíla með 5 ára ábyrgð. Ábyrgðin er víðtæk verksmiðjuábyrgð sem gildir fyrir bæði fólksbíla og atvinnubíla Ford.

Með reglulegri þjónustu og 5 ára ábyrgð nýrra Ford bíla tryggir þú þér meira öryggi, lægri rekstrarkostnað, hærra endursöluvirði og hraðari endursölu. Til að viðhalda ábyrgðinni þarf að viðhalda bifreiðinni samkvæmt ferli framleiðanda eins og lýst er í eiganda- og þjónustuhandbók bílsins, Mæta árlega eða á 20.000 km fresti í þjónustuskoðun hvort sem á undan kemur tími eða km.

Komdu á frumsýningu Ford Kuga PHEV tengiltvinnjeppa á Akureyri!


Vefspjall