Fara í efni

Fjórar fjörugar frumsýningar í febrúar

Fjórar fjörugar frumsýningar í febrúar
Fjórar fjörugar frumsýningar í febrúar hjá Brimborg.

Það verða hvorki meira né minna en fjórar fjörugar frumsýningar í febrúar hjá Brimborg! Volvo EX30, Opel Corsa Electric, Peugeot e-208 og Ford Transit Custom verða frumsýndir hjá Brimborg í febrúar. Komdu á frumsýningu!

Nýr Ford Transit Custom frumsýndur | REYKJAVÍK

Ford á Íslandi frumsýnir með stolti glænýjan og virkilega vel endurhannaðan Ford Transit Custom dagana 22. febrúar – 2. mars á Bíldshöfða 6 í Reykjavík.

Sérfræðidómnefnd skipuð 25 atvinnubílablaðamönnum kaus bílinn nú á dögunum sem sigurvegara IVOTY 2024. (International Van of the Year Award), og átti hann titilinn sannarlega skilið.

Það er óhætt að segja að við hjá Ford á Íslandi hlökkum til að sýna fólki allar frábæru nýjungarnar í Ford Transit Custom bílnum því breytingarnar eru einstaklega vel heppnaðar bæði að innan og utan, auka þess sem bíllinn er nú fáanlegur fjórhjóladrifinn. Segja má að sendibíllinn sé algjör bylting fyrir fólk sem nýtir þessa stærð af sendibílum, enda er hann kallaður skrifstofa á hjólum.

Smelltu og lestu um frumsýningu á Ford Transit Custom

Skoðaðu úrval Ford Transit Custom í Vefsýningarsalnum

Nýr Opel Corsa Electric frumsýndur | REYKJAVÍK
Nýr Opel Corsa Electric verður frumsýndur hjá Brimborg í sýningarsal Opel við Bíldshöfða 8 í Reykjavík. 

Opel Corsa Electric sameinar framúrskarandi hönnun, einstaka tækni, rafmagnaða orku og akstursupplifun sem kallar fram ljómandi bros. Þessi nýja útgáfa af bílnum hefur vakið mikla athygli erlendis og þegar unnið Autonis hönnunarverðlaunin frá Auto Motor und Sport fyrir bestu nýju hönnunina í sínum stærðarflokki.

Smelltu og lestu um frumsýningu Opel Corsa Electric

Skoðaðu úrval Opel Corsa Electric í Vefsýningarsalnum

Nýr Volvo EX30 frumsýndur | REYKJAVÍK OG AKUREYRI
Nýr Volvo EX30 rafmagnssportjeppi verður frumsýndur hjá Brimborg í sýningarsal Volvo við Bíldshöfða 6 í Reykjavík og við Tryggvabraut 5 á Akureyri í febrúar.

Volvo frumsýnir í febrúar rafmagnssportjeppann Volvo EX30. Volvo EX30 er minnsti jeppi Volvo frá upphafi og hefur fengið fádæma lof um allan heim. Volvo EX30 er knár þótt hann sé smár þar sem honum fylgir allt sem maður vill frá Volvo, bara í minni pakka. Eins og allt frá Volvo er þetta framúrskarandi bíll sem er öruggur og hannaður fyrir fólk og þarfir þess.

Allir sem reynsluaka Volvo EX30 í febrúar fara í reynsluaksturslukkupott þar sem hægt er að vinna frí afnot af Volvo rafbíl í marsmánuði. Komdu, reynsluaktu og upplifðu Volvo EX30 í Brimborg.

Volvo EX30 rafmagnssportjeppi - Minnsti jeppi Volvo frá upphafi. Nettur, snjall og 100% rafmagn!

Komdu, reynsluaktu og upplifðu rafmagnssportjeppann Volvo EX30 í Brimborg.

Smelltu og kynntu þér Volvo EX30

Skoðaðu úrval Volvo EX30 í Vefsýningarsalnum

Nýr Peugeot e-208 | REYKJAVÍK
Nýr Peugeot e-208 verður frumsýndur hjá Brimborg í sýningarsal Peugeot við Bíldshöfða 8 í Reykjavík.

Peugeot E-208 er ein táknmynda stefnu Peugeot í rafbílum og nú er hann kominn á markað í nýrri mynd. Búið er að fríska upp á hönnunina með nýju útliti og gera hann enn ómótstæðilegri, kraftmeiri með aukinni drægni sem er allt að 409 km skv. WLTP mælingu.

Smelltu og lestu um frumsýningu Peugeot e-208

Skoðaðu úrval Peugeot e-208 í Vefsýningarsalnum


Vefspjall