Fara í efni

Drægnikvíði: Óttinn við að verða rafmagnslaus

Drægnikvíði: Óttinn við að verða rafmagnslaus
Drægnikvíði: Óttinn við að verða rafmagnslaus

Drægnikvíði er skemmtilegt nýyrði en óskemmtileg tilfinning. Hugtakið merkir það að fólk fyllist ótta og kvíða við að rafbíllinn þeirra verði rafmagnslaus áður en það drífur með bílinn á næstu hleðslustöð.

Kemst rafbíllinn á áfangastað?
Á Íslandi tengist drægnikvíði oftar en ekki lengri ferðum þegar fólk upplifir óvissu um staðsetningu og virkni hleðslustöðva sem eru á víð og dreif um landið. Sumir veigra sér jafnvel við að fá sér rafbíl vegna óvissu um hleðsluinnviði utan höfuðborgarsvæðisins og við höfum áður skrifað færslu sem tæklar það hvort fólk eigi að fá sér rafbíl eða tengiltvinnrafbíl.

Á drægnikvíði rétt á sér?
Allar tilfinningar eiga rétt á sér og það er vel skiljanlegt að fólki sem er vant því að komast nokkuð langt á einum eldsneytistanki finnist óþægilegt að þurfa allt í einu að hugsa meira um drægni bílsins. Hvort kvíðinn sé algjörlega á rökum reistur er svo annað mál, en langflestir fyrrverandi drægnikvíðasjúklingar hafa snarlæknast við það eitt að nota rafbíl í nokkra daga og fengið þar með betri tilfinningu fyrir því hversu langt það getur ekið á rafmagni án þess að hlaða bílinn. En þetta er auðvitað háð aðstæðum hvers og eins og rafbílar henta ekki endilega öllum eins og staðan á tækninni er í dag.

Staðan á hleðsluinnviðum á Íslandi
Við þorum nánast að fullyrða að fólk sem ekur rafbíla á höfuðborgarsvæðinu þjáist ekki mikið af drægnikvíða, enda eru nú þegar komnar upp hraðhleðslustöðvar mjög víða og yfirleitt tekur stuttan tíma að hlaða rafbíl í slíkri stöð. 90% íbúa hlaða svo alla jafna heima hjá sér sé þess kostur og margir vinnustaðir hafa tekið við sér og bjóða starfsfólki sínu að hlaða rafbílinn í vinnunni.

Í stærri bæjum utan höfuðborgarinnar má einnig víða finna hraðhleðslustöðvar, sem og á völdum stoppum á þjóðvegi 1. Vissulega má alltaf gera betur og við hjá Brimborg höfum fulla trú á því að hleðsluinnviðir á Íslandi verði komnir í toppstand á næstu misserum í takti við gríðarlega mikla sölu á rafbílum og áhuga Íslendinga á orkuskipunum. Með tækniþróun og uppbyggingu hleðsluinnviða verður drægnikvíði vonandi tilfinning sem fellur í gleymskunnar dá.

Íslensk Bílorka er hreyfiafl orkuskipta á Íslandi með það að markmiði að styrkja net hleðslustöðva fyrir rafbíla við heimili, sumarhús, fyrirtæki, umferðaræðar og aðra áfangastaði svo hraða megi orkuskiptum. Aðgerðirnar eru þríþættar:

  • Sala og uppsetning hleðslustöðva við heimili, sumarhús, fyrirtæki og aðra áfangastaði.
  • Rekstur hleðslustöðva á starfsstöðvum fyrirtækja með rekstrarleigu.
  • Rekstur hraðhleðslustöðvanets Bílorku á Íslandi sem er opið öllum þar sem lögð er áhersla á hátt þjónustustig og lágt orkuverð sem eflir samkeppni í orkudreifingu fyrir rafbíla.

Íslensk Bílorka er hluti af Brimborg.

Hægt er að sjá allar hrað- og hæghleðslustöðvar á Íslandi hér.

Taktu þátt í orkuskiptunum með bíl frá Brimborg
Þegar þú tekur ákvörðun um orkuskipti í bílamálum þarftu að byrja á að velja bíl sem hentar þér. Þú getur valið 100% hreinan rafbíl eða tengiltvinnrafbíl sem er þá blanda af bensín- og rafmagnsbíl. Allt fer eftir þínum þörfum og hvernig þú ætlar að nýta bílinn. Við höfum skrifað grein um hvað þurfi að huga að við val á bíl fyrir orkuskipti, lestu allt um það hér.

Raf- og tengiltvinnbílar í Vefsýningarsalnum
Smelltu og skoðaðu úrval raf- og tengiltvinnbíla í Vefsýningarsal nýrra bíla hjá Brimborg. Brimborg býður úrval rafmagnaðra bíla frá þeim sjö bílaframleiðendum sem Brimborg er umboðsaðili fyrir. Um er að ræða bæði tengiltvinnrafbíla (plug-in hybrid / PHEV) og 100% hreina rafbíla sem hlaðanlegir eru með íslenskri raforku sem henta mismunandi þörfum Íslendinga. Framúrskarandi drægni og góður hleðsluhraði einkennir rafmagnaða bíla frá Brimborg og framúrskarandi þjónusta og ráðgjöf frá reynslumiklu starfsfólki við fyrstu kaupendur rafmagnaðra bíla. 

Rafbílar í Vefsýningarsalnum

Tengiltvinnbílar í Vefsýningarsalnum

Tengdar greinar:

Tenglar á rafbílafróðleik

   

   


Vefspjall